Þýfi andvirði milljóna króna á heimili Hringbrautarþjófsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2020 15:04 Hringbraut greindi frá þjófnaðinum. Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir ýmis brot. Þeirra á meðal er þjófnaður á sjónvarpsstöðinni Hringbraut sem á þeim tíma var staðsett við Eiðistorg. Karlmaðurinn játaði í héraðsdómi að hafa helgin 2. til 4. september 2017 brotist inn í húsnæði sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar að Eiðistorgi 11 í félagi við óþekktan mann og stolið þaðan tölvu- og myndavélabúnaði að áætluðu verðmæti 2,6 milljónir króna. Hringbraut fjallaði um þjófnað á búnaðnum á vefsíðu sinni á sínum tíma þar sem fram kom að um væri að ræða sjónvarpsskjái, tölvuskjái, kvikmyndatökuvélar og annan mikilvægan búnað. Verðmætið var að mati forsvarsmanna Hringbrautar um þrjár milljónir króna. „Ljóst er að tjón hennar hefði orðið mikið ef lögreglan hefði ekki sýnt jafn mikið snarræði í málinu og raun ber vitni,“ sagði í frétt Hringbrautar. Starfsfólki væri stórum létt. 1,8 milljóna króna armbandsúr Var hann ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa flutt þýfið á heimili sitt í Reykjavík, falið það þar og geymt þar til það fannst við húsleit lögreglu þann 5. september. Þá var hann sömuleiðis ákærður fyrir hylmingu með því að hafa um nokkurt skeið, eða þar til lögregla greip til fyrrnefndrar húsleitar, tekið við og haft í vörslum sínum í félagi við annan mann muni að verðmæti 2,5 milljónir króna. Var um að ræða Cartier armbandsúr að verðmæti 1,8 milljónir króna, þrjá silfurhringi að verðmæti 250 þúsund krónur, Lenovo fartölvu að verðmæti 130 þúsund krónur og Macbook pro fartölvu að verðmæti 300 þúsund krónur. Auk þess var maðurinn dæmdur fyrir að hafa haft í vörslum sínum 65 grömm af maríjúana. Karlmaðurinn á sex refsidóma að baki. Við ákvörðun refsingu var litið til þess að tvö ár væru liðin frá því að hann framdi brotin, hann hefði játað og dráttur málsins ekki honum að kenna. Þótti 30 daga fangelsisvist hæfileg refsing. Dómsmál Fjölmiðlar Lögreglumál Seltjarnarnes Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir ýmis brot. Þeirra á meðal er þjófnaður á sjónvarpsstöðinni Hringbraut sem á þeim tíma var staðsett við Eiðistorg. Karlmaðurinn játaði í héraðsdómi að hafa helgin 2. til 4. september 2017 brotist inn í húsnæði sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar að Eiðistorgi 11 í félagi við óþekktan mann og stolið þaðan tölvu- og myndavélabúnaði að áætluðu verðmæti 2,6 milljónir króna. Hringbraut fjallaði um þjófnað á búnaðnum á vefsíðu sinni á sínum tíma þar sem fram kom að um væri að ræða sjónvarpsskjái, tölvuskjái, kvikmyndatökuvélar og annan mikilvægan búnað. Verðmætið var að mati forsvarsmanna Hringbrautar um þrjár milljónir króna. „Ljóst er að tjón hennar hefði orðið mikið ef lögreglan hefði ekki sýnt jafn mikið snarræði í málinu og raun ber vitni,“ sagði í frétt Hringbrautar. Starfsfólki væri stórum létt. 1,8 milljóna króna armbandsúr Var hann ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa flutt þýfið á heimili sitt í Reykjavík, falið það þar og geymt þar til það fannst við húsleit lögreglu þann 5. september. Þá var hann sömuleiðis ákærður fyrir hylmingu með því að hafa um nokkurt skeið, eða þar til lögregla greip til fyrrnefndrar húsleitar, tekið við og haft í vörslum sínum í félagi við annan mann muni að verðmæti 2,5 milljónir króna. Var um að ræða Cartier armbandsúr að verðmæti 1,8 milljónir króna, þrjá silfurhringi að verðmæti 250 þúsund krónur, Lenovo fartölvu að verðmæti 130 þúsund krónur og Macbook pro fartölvu að verðmæti 300 þúsund krónur. Auk þess var maðurinn dæmdur fyrir að hafa haft í vörslum sínum 65 grömm af maríjúana. Karlmaðurinn á sex refsidóma að baki. Við ákvörðun refsingu var litið til þess að tvö ár væru liðin frá því að hann framdi brotin, hann hefði játað og dráttur málsins ekki honum að kenna. Þótti 30 daga fangelsisvist hæfileg refsing.
Dómsmál Fjölmiðlar Lögreglumál Seltjarnarnes Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira