CIA seldi ríkjum tækni sem var notuð til að njósna um þau Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2020 16:20 Í innri skýrslum lýsti CIA starfsemi sinni með Crypto AG sem mesta snilldarbragði í leyniþjónustumálum á síðustu öld. Vísir/Getty Svissneskt fyrirtæki sem var umsvifamikið í dulkóðunartækni um áratugaskeið og seldi þjónustu sína til ríkja um allan heim var í raun og veru í eigu bandarísku leyniþjónustunnar CIA og vesturþýsku leyniþjónustunnar sem notuðu búnaðinn til að njósna um viðskiptavinina. Rannsókn á málinu er hafin í Sviss. Bandaríska dagblaðið Washington Post og þýska ríkisútvarpið ZDF birtu í dag ítarlega umfjöllun um svissneska fyrirtækið Crypto AG sem byggir á gögnum frá CIA. Crypto AG skóp nafn sitt með því að smíða dulkóðunartæki fyrir Bandaríkjaher í síðari heimsstyrjöld og lagði markaðinn að fótum sér á eftirstríðsárunum. Fyrirtækið er sagt hafa rakað inn jafnvirði milljarða króna með því að selja búnað sinn til fleiri en 120 ríkja langt fram á þessa öld, þar á meðal til Írans, ýmissa herforingjastjórna í Rómönsku Ameríku, Indlands, Pakistans og Páfagarðs. Ekkert þessara ríkja gerði sér þó grein fyrir að Crypto AG væri raunverulega í eigu CIA sem átti í samstarfi við vesturþýsku leyniþjónustuna. Stofnanirnar komu því þannig fyrir að þær gátu hæglega lesið dulkóðuðu skilaboðin sem ríkin sendu með hjálp búnaðarins sem þau keyptu af Crypto. Ekki voru öll ríki grandalaus um raunverulegt eðli Crypto AG. Ísraelar, Svíar, Svisslendingar og Bretar eru sagðir hafa vitað af aðgerðum þess eða tekið við upplýsingum sem fengust með búnaði svissneska fyrirtækisins. The CIA — in partnership with West German intelligence — secretly owned a Swiss company, Crypto AG, that sold rigged encryption devices to 120 countries. https://t.co/PIJccWpkBK pic.twitter.com/PA1Q6syuCK— The Washington Post (@washingtonpost) February 11, 2020 Lýst sem „snilldarbragði aldarinnar“ Washington Post segir að CIA og þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hafi stýrt nær allri starfsemi Crypto, þar á meðal mannaráðningum, hönnun á tækni og hvaða viðskiptavinum fyrirtækið ætti að falast eftir. „Þetta var leyniþjónustusnilldarbragð aldarinnar. Erlendar ríkisstjórnir greiddu fúlgur fjár til Bandaríkjanna og Vestur-Þýskalands fyrir þau forréttindi að leyfa að minnsta kosti tveimur (og mögulega allt að fimm eða sex) erlendum ríkjum að lesa leynilegustu samskipti þeirra,“ sagði í skýrslu CIA sem fjölmiðlarnir segjast hafa undir höndum. Dulkóðunartæknina notaði CIA meðal annars til að senda Bretum njósnir um argentínska herinn í Falklandseyjastríðinu og hlusta á líbíska embættismenn stæra sig af sprengjutilræði á diskóteki í Berlín árið 1986. Njósnirnar beindust bæði að bandamönnum og andstæðingum Bandaríkjanna. Helstu fjandmenn Bandaríkjanna, Sovétríkin og Kína, notuðu þó aldrei tækni Crypto AG þar sem þeir tortryggðu fyrirtækið. Þýska leyniþjónustan hætti samstarfinu sem hún taldi of áhættusamt á 10. áratugnum. CIA keypti Þjóðverjana út og hélt áfram uppteknum hætti. Fyrirtækið var ekki selt fyrr en árið 2018. Forsvarsmenn tveggja fyrirtækja sem spruttu upp úr rekstrinum hafna því að þau séu handbendi leyniþjónustustofnana. Svissneskur dómari rannsakar starfsemina Reuters-fréttastofan segir að svissnesk stjórnvöld rannsaki nú ásakanirnar um Crypto AG. Hæstaréttardómari var fenginn til að leggjast yfir starfsemi fyrirtækisins eftir að stjórnvöldum fengu veður af eftirgrennslan fjölmiðlanna seint á síðasta ári. Svissneska varnarmálaráðuneytið segir aftur á móti að erfitt sé að leggja mat á aðgerðir Crypto AG þar sem þær nái allt aftur til ársins 1945. Dómarinn á að skila skýrslu um rannsókn sína fyrir lok júní. Búnaður Crypto er enn í notkun í vel á annan tug ríkja, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin Sviss Þýskaland Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Svissneskt fyrirtæki sem var umsvifamikið í dulkóðunartækni um áratugaskeið og seldi þjónustu sína til ríkja um allan heim var í raun og veru í eigu bandarísku leyniþjónustunnar CIA og vesturþýsku leyniþjónustunnar sem notuðu búnaðinn til að njósna um viðskiptavinina. Rannsókn á málinu er hafin í Sviss. Bandaríska dagblaðið Washington Post og þýska ríkisútvarpið ZDF birtu í dag ítarlega umfjöllun um svissneska fyrirtækið Crypto AG sem byggir á gögnum frá CIA. Crypto AG skóp nafn sitt með því að smíða dulkóðunartæki fyrir Bandaríkjaher í síðari heimsstyrjöld og lagði markaðinn að fótum sér á eftirstríðsárunum. Fyrirtækið er sagt hafa rakað inn jafnvirði milljarða króna með því að selja búnað sinn til fleiri en 120 ríkja langt fram á þessa öld, þar á meðal til Írans, ýmissa herforingjastjórna í Rómönsku Ameríku, Indlands, Pakistans og Páfagarðs. Ekkert þessara ríkja gerði sér þó grein fyrir að Crypto AG væri raunverulega í eigu CIA sem átti í samstarfi við vesturþýsku leyniþjónustuna. Stofnanirnar komu því þannig fyrir að þær gátu hæglega lesið dulkóðuðu skilaboðin sem ríkin sendu með hjálp búnaðarins sem þau keyptu af Crypto. Ekki voru öll ríki grandalaus um raunverulegt eðli Crypto AG. Ísraelar, Svíar, Svisslendingar og Bretar eru sagðir hafa vitað af aðgerðum þess eða tekið við upplýsingum sem fengust með búnaði svissneska fyrirtækisins. The CIA — in partnership with West German intelligence — secretly owned a Swiss company, Crypto AG, that sold rigged encryption devices to 120 countries. https://t.co/PIJccWpkBK pic.twitter.com/PA1Q6syuCK— The Washington Post (@washingtonpost) February 11, 2020 Lýst sem „snilldarbragði aldarinnar“ Washington Post segir að CIA og þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hafi stýrt nær allri starfsemi Crypto, þar á meðal mannaráðningum, hönnun á tækni og hvaða viðskiptavinum fyrirtækið ætti að falast eftir. „Þetta var leyniþjónustusnilldarbragð aldarinnar. Erlendar ríkisstjórnir greiddu fúlgur fjár til Bandaríkjanna og Vestur-Þýskalands fyrir þau forréttindi að leyfa að minnsta kosti tveimur (og mögulega allt að fimm eða sex) erlendum ríkjum að lesa leynilegustu samskipti þeirra,“ sagði í skýrslu CIA sem fjölmiðlarnir segjast hafa undir höndum. Dulkóðunartæknina notaði CIA meðal annars til að senda Bretum njósnir um argentínska herinn í Falklandseyjastríðinu og hlusta á líbíska embættismenn stæra sig af sprengjutilræði á diskóteki í Berlín árið 1986. Njósnirnar beindust bæði að bandamönnum og andstæðingum Bandaríkjanna. Helstu fjandmenn Bandaríkjanna, Sovétríkin og Kína, notuðu þó aldrei tækni Crypto AG þar sem þeir tortryggðu fyrirtækið. Þýska leyniþjónustan hætti samstarfinu sem hún taldi of áhættusamt á 10. áratugnum. CIA keypti Þjóðverjana út og hélt áfram uppteknum hætti. Fyrirtækið var ekki selt fyrr en árið 2018. Forsvarsmenn tveggja fyrirtækja sem spruttu upp úr rekstrinum hafna því að þau séu handbendi leyniþjónustustofnana. Svissneskur dómari rannsakar starfsemina Reuters-fréttastofan segir að svissnesk stjórnvöld rannsaki nú ásakanirnar um Crypto AG. Hæstaréttardómari var fenginn til að leggjast yfir starfsemi fyrirtækisins eftir að stjórnvöldum fengu veður af eftirgrennslan fjölmiðlanna seint á síðasta ári. Svissneska varnarmálaráðuneytið segir aftur á móti að erfitt sé að leggja mat á aðgerðir Crypto AG þar sem þær nái allt aftur til ársins 1945. Dómarinn á að skila skýrslu um rannsókn sína fyrir lok júní. Búnaður Crypto er enn í notkun í vel á annan tug ríkja, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bandaríkin Sviss Þýskaland Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira