ÍR-ingar kæra fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrir milljónafjárdrátt Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 22:25 Upp komst um málið í byrjun vetrar. Vísir/Vilhelm Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) hefur ákveðið að leggja fram kæru á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins fyrir fjárdrátt. Meintur fjárdráttur nemur rúmum tíu milljónum króna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnarinnar, sem birt var á vef félagsins í kvöld. Greint var frá því í lok janúar að aðalstjórn ÍR hefði að undanförnu haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar. Upp komst um málið í byrjun vetrar. Ingigerður Guðmundsdóttir, formaður aðalstjórnar sagði í samtali við Mannlíf, sem greindi fyrst frá málinu á sínum tíma, að um „algjöran harmleik“ væri að ræða. Í yfirlýsingu ÍR segir að haldinn hafi verið fundur með þáverandi framkvæmdastjóra félagsins þann 15. nóvember síðastliðinn, eftir fyrstu skoðun stjórnarinnar á fjárreiðum hans. Hann lét þá þegar af störfum, án uppsagnarfrests og án frekari réttar til launa, að því er segir í yfirlýsingunni. Þá var jafnframt lokað fyrir aðgang hans að reikningum og bókhaldi félagsins. Við nánari yfirferð hafi svo komið í ljós að framkvæmdastjórinn hefði á starfstíma sínum frá 1. október 2018 til starfsloka þann 15. nóvember 2019 tekið rúmar sex milljónir króna af reikningum félagsins. Hann hafi þó endurgreitt félaginu þá fjármuni sem teknir voru án heimildar. „Röskar“ tíu milljónir Í yfirlýsingunni segir að einnig hafi komið í ljós að framkvæmdastjórinn virðist hafa notað reikninga félagsins í eigin þágu á tímabilinu 2014-2019 þegar hann gegndi öðrum trúnaðarstörfum á vegum ÍR. Þeir fjármunir eru sagðir nema röskum tíu milljónum króna og hefur ÍR leitað frekari skýringa á umræddum millifærslum. „[…] og verður það hlutverk lögreglu að meta hvort ástæða er til frekari aðgerða vegna þess,“ segir í yfirlýsingu ÍR. Samþykkt var á fundi aðalstjórnarinnar þann 6. febrúar síðastliðinn að fela Jóhannesi Bjarna Björnssyni Hæstaréttarlögmanni að leggja fram kæru á hendur framkvæmdastjóranum vegna hinnar ætluðu misnotkunar á reikningum og fjármunum félagsins. „Aðalstjórn mun einnig áfram vinna í því að fá skýringar á greiðslum sem fóru af reikningum félagsins eða einstakra deilda til fyrrum framkvæmdastjóra og krefjast endurgreiðslu á þeim fjármunum sem áttu að renna til ÍR. Aðalstjórn á engan annan kost en að vísa framhaldi þessa máls að öðru leyti til til þess bærra yfirvalda. Þá mun aðalstjórn leita leiða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.“ Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir ÍR-ingar rannsaka fjárdrátt starfsmanns Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur hefur að undanförnu verið með fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar, en upp komst um málið í lok síðasta árs og var starfsmaðurinn í kjölfarið látinn fara. 31. janúar 2020 09:26 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) hefur ákveðið að leggja fram kæru á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins fyrir fjárdrátt. Meintur fjárdráttur nemur rúmum tíu milljónum króna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnarinnar, sem birt var á vef félagsins í kvöld. Greint var frá því í lok janúar að aðalstjórn ÍR hefði að undanförnu haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar. Upp komst um málið í byrjun vetrar. Ingigerður Guðmundsdóttir, formaður aðalstjórnar sagði í samtali við Mannlíf, sem greindi fyrst frá málinu á sínum tíma, að um „algjöran harmleik“ væri að ræða. Í yfirlýsingu ÍR segir að haldinn hafi verið fundur með þáverandi framkvæmdastjóra félagsins þann 15. nóvember síðastliðinn, eftir fyrstu skoðun stjórnarinnar á fjárreiðum hans. Hann lét þá þegar af störfum, án uppsagnarfrests og án frekari réttar til launa, að því er segir í yfirlýsingunni. Þá var jafnframt lokað fyrir aðgang hans að reikningum og bókhaldi félagsins. Við nánari yfirferð hafi svo komið í ljós að framkvæmdastjórinn hefði á starfstíma sínum frá 1. október 2018 til starfsloka þann 15. nóvember 2019 tekið rúmar sex milljónir króna af reikningum félagsins. Hann hafi þó endurgreitt félaginu þá fjármuni sem teknir voru án heimildar. „Röskar“ tíu milljónir Í yfirlýsingunni segir að einnig hafi komið í ljós að framkvæmdastjórinn virðist hafa notað reikninga félagsins í eigin þágu á tímabilinu 2014-2019 þegar hann gegndi öðrum trúnaðarstörfum á vegum ÍR. Þeir fjármunir eru sagðir nema röskum tíu milljónum króna og hefur ÍR leitað frekari skýringa á umræddum millifærslum. „[…] og verður það hlutverk lögreglu að meta hvort ástæða er til frekari aðgerða vegna þess,“ segir í yfirlýsingu ÍR. Samþykkt var á fundi aðalstjórnarinnar þann 6. febrúar síðastliðinn að fela Jóhannesi Bjarna Björnssyni Hæstaréttarlögmanni að leggja fram kæru á hendur framkvæmdastjóranum vegna hinnar ætluðu misnotkunar á reikningum og fjármunum félagsins. „Aðalstjórn mun einnig áfram vinna í því að fá skýringar á greiðslum sem fóru af reikningum félagsins eða einstakra deilda til fyrrum framkvæmdastjóra og krefjast endurgreiðslu á þeim fjármunum sem áttu að renna til ÍR. Aðalstjórn á engan annan kost en að vísa framhaldi þessa máls að öðru leyti til til þess bærra yfirvalda. Þá mun aðalstjórn leita leiða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.“
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir ÍR-ingar rannsaka fjárdrátt starfsmanns Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur hefur að undanförnu verið með fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar, en upp komst um málið í lok síðasta árs og var starfsmaðurinn í kjölfarið látinn fara. 31. janúar 2020 09:26 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
ÍR-ingar rannsaka fjárdrátt starfsmanns Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur hefur að undanförnu verið með fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar, en upp komst um málið í lok síðasta árs og var starfsmaðurinn í kjölfarið látinn fara. 31. janúar 2020 09:26
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent