Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. febrúar 2020 10:43 Rannveig Rist er forstjóri ISAL - álversins í Straumsvík. vísir/egill Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. Viðræðurnar séu trúnaðarmál en Rannveig segir aðalvanda álversins liggja í raforkuverðinu sem sé óhagstæðara en hjá öðrum álverum hér á landi. Rio Tinto tilkynnti í morgun að fyrirtækið ætli að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi ISAL svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. Í endurskoðuninni eru allar leiðir undir, þar með talið framleiðsluminnkun sem og möguleg lokun álversins. „Við teljum að okkar samningur sé talsvert mikið óhagstæðari en við aðra í landinu og hann er líka talsvert meira óhagstæðari heldur en raforkusamningar sem við þekkjum í öðrum álverum. Það sem greinir ISAL frá öðrum álverum í heiminum er þessi raforkusamningur,“ segir Rannveig spurð út í raforkuverðið og raforkusamning Rio Tinto við Landsvirkjun vegna ISAL. Hún segir mikið búið að spara í rekstri ISAL en taprekstur hafi verið viðvarandi frá árinu 2012. Engu að síður sé til að mynda búið að ná miklum rekstrarlegum árangri þannig að álverið sé til að mynda í hæsta gæðaflokki hjá öllum viðskiptavinum. „Við erum að framleiða vöru sem er á færi fárra álvera í heiminum þannig að við erum búin að gera allt sem hægt er að gera hér innanhúss. Það er kannski alltaf hægt að gera eitthvað aðeins meira en við erum búin að gera gríðarlega mikið í gegnum mörg ár. En þarna er aðalvandinn og aðalmunurinn á okkur og öðrum álverum, það liggur í þessu raforkuverði og nú þarf að fara að ræða það, fílinn í herberginu,“ segir Rannveig. Hvað er þessi munur mikill á heimsmarkaðnum þegar þið horfið á hina stóru mynd? „Ja, nú er vandinn sá að ég má ekki segja verðið sem við erum að greiða, því miður, það væri mjög gott ef við gætum talað um þetta opinskátt og þetta væri uppi á borðum en þannig er það ekki. Í samningnum er þetta trúnaðarmál en við erum að greiða miklu meira en aðrir.“ Spurð út í það hvort hún telji það líklegt að álverinu verði lokað segir Rannveig: „Ég get ekkert spáð í þau spil en það er allavega nýtt fyrir okkur. Það er búið að fara áður í gegnum endurskoðun og þá var meiningin að selja fyrirtækið og við erum búin að fara í tvo svoleiðis hringi. Næstum því selt til Hydro og það gekk til baka á síðustu stundu. Síðan er búið að reyna að selja aftur. Núna er það ekki í skoðun heldur í skoðun að fara þá leið að gera verksmiðjuna arðbærari hér eða loka henni alveg eða að hluta.“ Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Rósa Guðbjartsdóttir bregst við fréttum að mögulegt sé að álverinu í Straumsvík verði lokað. 12. febrúar 2020 09:56 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. Viðræðurnar séu trúnaðarmál en Rannveig segir aðalvanda álversins liggja í raforkuverðinu sem sé óhagstæðara en hjá öðrum álverum hér á landi. Rio Tinto tilkynnti í morgun að fyrirtækið ætli að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi ISAL svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. Í endurskoðuninni eru allar leiðir undir, þar með talið framleiðsluminnkun sem og möguleg lokun álversins. „Við teljum að okkar samningur sé talsvert mikið óhagstæðari en við aðra í landinu og hann er líka talsvert meira óhagstæðari heldur en raforkusamningar sem við þekkjum í öðrum álverum. Það sem greinir ISAL frá öðrum álverum í heiminum er þessi raforkusamningur,“ segir Rannveig spurð út í raforkuverðið og raforkusamning Rio Tinto við Landsvirkjun vegna ISAL. Hún segir mikið búið að spara í rekstri ISAL en taprekstur hafi verið viðvarandi frá árinu 2012. Engu að síður sé til að mynda búið að ná miklum rekstrarlegum árangri þannig að álverið sé til að mynda í hæsta gæðaflokki hjá öllum viðskiptavinum. „Við erum að framleiða vöru sem er á færi fárra álvera í heiminum þannig að við erum búin að gera allt sem hægt er að gera hér innanhúss. Það er kannski alltaf hægt að gera eitthvað aðeins meira en við erum búin að gera gríðarlega mikið í gegnum mörg ár. En þarna er aðalvandinn og aðalmunurinn á okkur og öðrum álverum, það liggur í þessu raforkuverði og nú þarf að fara að ræða það, fílinn í herberginu,“ segir Rannveig. Hvað er þessi munur mikill á heimsmarkaðnum þegar þið horfið á hina stóru mynd? „Ja, nú er vandinn sá að ég má ekki segja verðið sem við erum að greiða, því miður, það væri mjög gott ef við gætum talað um þetta opinskátt og þetta væri uppi á borðum en þannig er það ekki. Í samningnum er þetta trúnaðarmál en við erum að greiða miklu meira en aðrir.“ Spurð út í það hvort hún telji það líklegt að álverinu verði lokað segir Rannveig: „Ég get ekkert spáð í þau spil en það er allavega nýtt fyrir okkur. Það er búið að fara áður í gegnum endurskoðun og þá var meiningin að selja fyrirtækið og við erum búin að fara í tvo svoleiðis hringi. Næstum því selt til Hydro og það gekk til baka á síðustu stundu. Síðan er búið að reyna að selja aftur. Núna er það ekki í skoðun heldur í skoðun að fara þá leið að gera verksmiðjuna arðbærari hér eða loka henni alveg eða að hluta.“
Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Rósa Guðbjartsdóttir bregst við fréttum að mögulegt sé að álverinu í Straumsvík verði lokað. 12. febrúar 2020 09:56 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Rósa Guðbjartsdóttir bregst við fréttum að mögulegt sé að álverinu í Straumsvík verði lokað. 12. febrúar 2020 09:56
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45