Fá ekki leyfi frá Rio Tinto til að undirrita nýjan kjarasamning Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. febrúar 2020 11:09 Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík. vísir/egill Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík, segir fréttir morgunsins af mögulegri lokun álversins koma mjög óvænt. Starfsmenn séu slegnir en fólk þurfi að sofa á þessu, eins og hann orðar það. Reinhold segir að á borðinu liggi drög að nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins vegna ISAL en SA og samninganefnd ISAL fái ekki leyfi að utan frá Rio Tinto til að skrifa undir. Fram kom í morgun að Rio Tinto, eigandi álversins, sé nú að hefja gagngera endurskoðun á starfseminni í Straumsvík með það að markmiði að gera hana arðbæra en tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár. Allar leiðir séu undir við endurskoðunina, sem ljúka á við á fyrri helmingi þessa árs, þar með talið framleiðsluminnkun og möguleg lokun álversins. „Þetta er tvöfalt áfall“ Rannveig Rist, forstjóri ISAL, segir aðalvanda álversins liggja í óhagstæðu raforkuverði. Viðræður við Landsvirkjun og stjórnvöld um að taka upp gildandi raforkusamning og semja upp á nýtt eru nýhafnar. Spurður út í það hvort að starfsfólk voni ekki að viðræðurnar sem hafnar séu beri árangur svarar Reinhold því til að útgangspunkturinn hjá verkalýðshreyfingunni sé að halda í störfin. „Og við munum leita leiða til þess. Við eigum í kjaraviðræðum við ISAL og það liggur á borðinu samkomulag, drög að kjarasamningi, sem á aðeins eftir að skrifa undir, það er búið að semja. SA og samninganefnd ISAL hefur ekki fengið leyfi að utan, frá Rio Tinto erlendis, til þess að skrifa undir þennan samning. Það er okkar staða í dag þannig að þetta er tvöfalt áfall að framtíðin virðist ekki vera björt og við fáum ekki þennan samning undirritaðan og getum ekki sett hann í kosningum,“ segir Reinhold. Samkomulagið var tilbúið þann 24. janúar síðastliðinn en Reinhold segir nýjan kjarasamning verða á pari við lífskjarasamningana frá því í fyrra með sérmálum starfsmanna ISAL þar inni í. SA og stjórnendur ISAL hafa bæði lýst því yfir að þau mæli með samningnum. „Þetta er náttúrulega mjög skrýtið og hefur aldrei gerst áður á íslenskum vinnumarkaði að það sé tilbúinn samningur þetta lengi og atvinnurekendur fáist ekki til að skrifa undir hann. Það hefur aldrei gerst áður á Íslandi,“ segir Reinhold. Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Rósa Guðbjartsdóttir bregst við fréttum að mögulegt sé að álverinu í Straumsvík verði lokað. 12. febrúar 2020 09:56 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Sjá meira
Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík, segir fréttir morgunsins af mögulegri lokun álversins koma mjög óvænt. Starfsmenn séu slegnir en fólk þurfi að sofa á þessu, eins og hann orðar það. Reinhold segir að á borðinu liggi drög að nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins vegna ISAL en SA og samninganefnd ISAL fái ekki leyfi að utan frá Rio Tinto til að skrifa undir. Fram kom í morgun að Rio Tinto, eigandi álversins, sé nú að hefja gagngera endurskoðun á starfseminni í Straumsvík með það að markmiði að gera hana arðbæra en tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár. Allar leiðir séu undir við endurskoðunina, sem ljúka á við á fyrri helmingi þessa árs, þar með talið framleiðsluminnkun og möguleg lokun álversins. „Þetta er tvöfalt áfall“ Rannveig Rist, forstjóri ISAL, segir aðalvanda álversins liggja í óhagstæðu raforkuverði. Viðræður við Landsvirkjun og stjórnvöld um að taka upp gildandi raforkusamning og semja upp á nýtt eru nýhafnar. Spurður út í það hvort að starfsfólk voni ekki að viðræðurnar sem hafnar séu beri árangur svarar Reinhold því til að útgangspunkturinn hjá verkalýðshreyfingunni sé að halda í störfin. „Og við munum leita leiða til þess. Við eigum í kjaraviðræðum við ISAL og það liggur á borðinu samkomulag, drög að kjarasamningi, sem á aðeins eftir að skrifa undir, það er búið að semja. SA og samninganefnd ISAL hefur ekki fengið leyfi að utan, frá Rio Tinto erlendis, til þess að skrifa undir þennan samning. Það er okkar staða í dag þannig að þetta er tvöfalt áfall að framtíðin virðist ekki vera björt og við fáum ekki þennan samning undirritaðan og getum ekki sett hann í kosningum,“ segir Reinhold. Samkomulagið var tilbúið þann 24. janúar síðastliðinn en Reinhold segir nýjan kjarasamning verða á pari við lífskjarasamningana frá því í fyrra með sérmálum starfsmanna ISAL þar inni í. SA og stjórnendur ISAL hafa bæði lýst því yfir að þau mæli með samningnum. „Þetta er náttúrulega mjög skrýtið og hefur aldrei gerst áður á íslenskum vinnumarkaði að það sé tilbúinn samningur þetta lengi og atvinnurekendur fáist ekki til að skrifa undir hann. Það hefur aldrei gerst áður á Íslandi,“ segir Reinhold.
Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Rósa Guðbjartsdóttir bregst við fréttum að mögulegt sé að álverinu í Straumsvík verði lokað. 12. febrúar 2020 09:56 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Rósa Guðbjartsdóttir bregst við fréttum að mögulegt sé að álverinu í Straumsvík verði lokað. 12. febrúar 2020 09:56
Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45