Álinu kálað Tómas Guðbjartsson skrifar 12. febrúar 2020 16:30 Ál er mál málanna í fréttum dagsins. Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbúnu útspili Rio Tinto varðandi lokun álversins í Straumsvík. Ákvörðunin kemur í kjölfar fyrri tilkynningar um daginn þar sem fyrirtækið lýsti yfir einhliða að dregið yrði úr framleiðslunni um 15%. Þar með losnaði um 50 MW raforkukaup hjá Landsvirkjun, sem er eitt stykki Hvalárvirkjun. Verði Straumsvík lokað - sem allt lítur út fyrir - verður þessi tala 6 Hvalárvirkjanir. Örlögum Straumsvíkur spáði ég um daginn í Silfrinu og fékk mikil viðbrögð við - enda hefur löngum tíðkast að tala um Straumsvík undir rós. Ég tel enn að örlög þessa fimmtuga risa falli að prótókoll líknandi meðferðar, þ.e. dregið er markvisst úr meðferð og hvorki beitt gjörgæslumeðferð né hjartahnoði. Fyrir þetta sendi Viðskiptablaðið mér tóninn og sagði mig “bölmóð” og “Íslandsmeistara í rangfærslum” - eitthvað sem ég læt öðrum eftir að dæma. Atburðarásin í dag er kennslubókardæmi um að kenna hinum aðilanum um. Rio Tinto telur Landsvirkjun (=ríkið) sökudólginn því þeir hafi náð fram óeðlilega háu raforkuverði í samningum 2010. Landsvirkjun segir verðið samkeppnishæft - líkt og erlendur álsérfræðingur tók undir í fyrirlestri hér um daginn. Merkilegast af öllu er að enginn nema þessir tveir aðilar, og e.t.v. örfáir aðrir, vita verðið. Því er erfitt að taka rökræna afstöðu í þessari störukeppni. Staðreyndin er sú að orkukræfur iðnaður á Íslandi er í úlfakreppu - og hefur verið lengi. Álverið í Straumsvík, sem liggur nánast í íbúðabyggð, er fyrir löngu komið á síðasta söludag og hefur verið rekið með margra milljarða árlegu tapi í næstum áratug. Ekkert útlit er fyrir að það muni breytast á næstunni. Á sama tíma er Landsvirkjun rekin með allt of litlum hagnaði og Íslenska þjóðin bíður enn eftir langþráðum arðgreiðslum til ríkisins. Það þarf ekki viðskiptafræðing til að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp - þ.e. að báðir aðilar skíttapi á viðskiptum - og það viðvarandi. Raforkan dettur nefnilega ekki ókeypis af himnum líkt og gullregn. Uppbygging í virkjunum hefur kostað okkur gríðarlegt fé - fjárfestingar sem skattgreiðendur hafa þurft að bera. Nú er kominn tími til að endurskoða frá grunni stóriðjustefnu okkar Íslendinga - stefnu sem var búbót - en er nú tímaskekkja. Um leið þarf að endurskoða strax allar stærri virkjanaframkvæmdir eins og í Hvalá og á hálendinu - sem yrði um leið lífgjöf margra náttúruperlna okkar. Ég vil taka skýrt fram að samúð mín er hjá starfsmönnumn Ísal og Landsvirkjunar, sem gætu misst vinnuna - en vonandi aðeins tímabundið. Í Straumsvík felast nefnilega gríðarlegir möguleikar á annarri uppbyggingu en stóriðju. Það eru fáir sem gráta Rio Tinto sem vinnuveitenda (ekki einu sinni Landsvirkjun!) sem nú getur snúið blaðinu við og samið um orku við smærri og sanngjarnari kaupendur. Vonandi fær HS Orka líka afslátt af rándýru toppafli svo þeir þurfi ekki að sækja það með virkjun ósnortinna víðerna Vestfjarða. Höfundur er hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Ál er mál málanna í fréttum dagsins. Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbúnu útspili Rio Tinto varðandi lokun álversins í Straumsvík. Ákvörðunin kemur í kjölfar fyrri tilkynningar um daginn þar sem fyrirtækið lýsti yfir einhliða að dregið yrði úr framleiðslunni um 15%. Þar með losnaði um 50 MW raforkukaup hjá Landsvirkjun, sem er eitt stykki Hvalárvirkjun. Verði Straumsvík lokað - sem allt lítur út fyrir - verður þessi tala 6 Hvalárvirkjanir. Örlögum Straumsvíkur spáði ég um daginn í Silfrinu og fékk mikil viðbrögð við - enda hefur löngum tíðkast að tala um Straumsvík undir rós. Ég tel enn að örlög þessa fimmtuga risa falli að prótókoll líknandi meðferðar, þ.e. dregið er markvisst úr meðferð og hvorki beitt gjörgæslumeðferð né hjartahnoði. Fyrir þetta sendi Viðskiptablaðið mér tóninn og sagði mig “bölmóð” og “Íslandsmeistara í rangfærslum” - eitthvað sem ég læt öðrum eftir að dæma. Atburðarásin í dag er kennslubókardæmi um að kenna hinum aðilanum um. Rio Tinto telur Landsvirkjun (=ríkið) sökudólginn því þeir hafi náð fram óeðlilega háu raforkuverði í samningum 2010. Landsvirkjun segir verðið samkeppnishæft - líkt og erlendur álsérfræðingur tók undir í fyrirlestri hér um daginn. Merkilegast af öllu er að enginn nema þessir tveir aðilar, og e.t.v. örfáir aðrir, vita verðið. Því er erfitt að taka rökræna afstöðu í þessari störukeppni. Staðreyndin er sú að orkukræfur iðnaður á Íslandi er í úlfakreppu - og hefur verið lengi. Álverið í Straumsvík, sem liggur nánast í íbúðabyggð, er fyrir löngu komið á síðasta söludag og hefur verið rekið með margra milljarða árlegu tapi í næstum áratug. Ekkert útlit er fyrir að það muni breytast á næstunni. Á sama tíma er Landsvirkjun rekin með allt of litlum hagnaði og Íslenska þjóðin bíður enn eftir langþráðum arðgreiðslum til ríkisins. Það þarf ekki viðskiptafræðing til að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp - þ.e. að báðir aðilar skíttapi á viðskiptum - og það viðvarandi. Raforkan dettur nefnilega ekki ókeypis af himnum líkt og gullregn. Uppbygging í virkjunum hefur kostað okkur gríðarlegt fé - fjárfestingar sem skattgreiðendur hafa þurft að bera. Nú er kominn tími til að endurskoða frá grunni stóriðjustefnu okkar Íslendinga - stefnu sem var búbót - en er nú tímaskekkja. Um leið þarf að endurskoða strax allar stærri virkjanaframkvæmdir eins og í Hvalá og á hálendinu - sem yrði um leið lífgjöf margra náttúruperlna okkar. Ég vil taka skýrt fram að samúð mín er hjá starfsmönnumn Ísal og Landsvirkjunar, sem gætu misst vinnuna - en vonandi aðeins tímabundið. Í Straumsvík felast nefnilega gríðarlegir möguleikar á annarri uppbyggingu en stóriðju. Það eru fáir sem gráta Rio Tinto sem vinnuveitenda (ekki einu sinni Landsvirkjun!) sem nú getur snúið blaðinu við og samið um orku við smærri og sanngjarnari kaupendur. Vonandi fær HS Orka líka afslátt af rándýru toppafli svo þeir þurfi ekki að sækja það með virkjun ósnortinna víðerna Vestfjarða. Höfundur er hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun