Vélbáturinn Blátindur sökk við bryggju í Vestmannaeyjum Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2020 10:48 Blátindur er gamall bátur og hefur legið við bryggju að mestu til skrauts. Tigull.is Hinn sögufrægi vélbátur, Blátindur, sökk í höfninni í Vestmannaeyjum í morgun. Fyrst losnaði báturinn frá bryggju og flaut út á höfnina. Að endingu tókst þó að draga hann aftur að bryggju og sökk hann þar. Göt voru gerð á bátinn til að koma í veg fyrir að hann losnaði frá bryggju. Það virðist þó ekki hafa dugað til. „Við fórum á Lóðsinum og náðum honum. Komum honum upp að bryggju áður en hann sökk, svo hann myndi ekki sökkva inn í höfninni. Við vissum að hann myndi sökkva,“ segir Andrés Þ. Sigurðsson, hafnsögumaður, í samtali við Vísi. „Af því að hann flaut upp, þá urðum við að koma honum á einhvern stað þar sem hann yrði ekki fyrir.“ Blátindur er gamall bátur og hefur legið við bryggju að mestu til skrauts. Hann flaut í um 20 til 30 mínútur eftir að honum var náð aftur upp að bryggju, áður en hann sökk. Blátindur var smíðaður í Eyjum árið 1947. Hann var gerður út þaðan til ársins 1958 þegar hann var seldur og gerður út frá ýmsum verstöðvum vestan og norðan lands. Þá var skipið notað sem varðskip á Faxaflóa sumrin 1950 og 1951 og var Blátindur þá búinn fallbyssu. Samkvæmt Eyjafréttum var Blátindur endurgerður að frumkvæði áhugamannafélags um endurbyggingu vélbátsins. Óveður 14. febrúar 2020 Sjávarútvegur Veður Vestmannaeyjar Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira
Hinn sögufrægi vélbátur, Blátindur, sökk í höfninni í Vestmannaeyjum í morgun. Fyrst losnaði báturinn frá bryggju og flaut út á höfnina. Að endingu tókst þó að draga hann aftur að bryggju og sökk hann þar. Göt voru gerð á bátinn til að koma í veg fyrir að hann losnaði frá bryggju. Það virðist þó ekki hafa dugað til. „Við fórum á Lóðsinum og náðum honum. Komum honum upp að bryggju áður en hann sökk, svo hann myndi ekki sökkva inn í höfninni. Við vissum að hann myndi sökkva,“ segir Andrés Þ. Sigurðsson, hafnsögumaður, í samtali við Vísi. „Af því að hann flaut upp, þá urðum við að koma honum á einhvern stað þar sem hann yrði ekki fyrir.“ Blátindur er gamall bátur og hefur legið við bryggju að mestu til skrauts. Hann flaut í um 20 til 30 mínútur eftir að honum var náð aftur upp að bryggju, áður en hann sökk. Blátindur var smíðaður í Eyjum árið 1947. Hann var gerður út þaðan til ársins 1958 þegar hann var seldur og gerður út frá ýmsum verstöðvum vestan og norðan lands. Þá var skipið notað sem varðskip á Faxaflóa sumrin 1950 og 1951 og var Blátindur þá búinn fallbyssu. Samkvæmt Eyjafréttum var Blátindur endurgerður að frumkvæði áhugamannafélags um endurbyggingu vélbátsins.
Óveður 14. febrúar 2020 Sjávarútvegur Veður Vestmannaeyjar Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira