Alræmt glæpagengi réðst inn í dómshús til að frelsa leiðtoga sinn Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2020 11:44 Herlögreglumenn bera fallinn félaga sinn út úr dómshúsinu í El Progreso. Vísir/EPA Að minnsta kosti fjórir lögreglumenn voru skotnir til bana og þrír særðust til viðbótar þegar þungvopnaðir liðsmenn glæpasamtakanna MS-13 réðust inn í dómshús í norðvestanverðu Hondúras og frelsuðu leiðtoga sinn sem réttað var yfir þar. Einn árásarmannanna féll í áhlaupinu. MS-13, einnig þekkt sem Mara Salvatrucha, eru talin ein ofbeldisfyllstu og hættulegustu glæpasamtök Mið-Ameríku. Alexander Mendoza, sem gengur undir viðurnefninu „El Porky“, er talinn einn helsti forsprakki gengisins. Hann var tekinn höndum árið 2015 og dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir peningaþvætti og aðild á glæpasamtökum. Mendoza beið jafnframt dóms vegna fjölda morða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um tuttugu liðsmenn glæpagengisins eru sagðir hafa verið klæddir í herklæði og lögreglubúninga þegar þeir réðust inn í dómshúsið í bænum El Progreso, um þrjátíu kílómetrum austur af San Pedro Sula, næststærstu borg Hondúras. Myndbandsupptökur sýna handjárnaðan Mendoza inni í dómshúsinu ásamt lögreglumönnum. Skömmu síðar sést hann án handjárnanna og vopnaður hríðskotabyssu og skammbyssu. Til skotbardaga kom á milli glæpamannanna og lögreglu inni í byggingunni. Juan Orlando Hernández, forseti Hondúras, hefur heitið hverjum þeim sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku Mendoza jafnvirði rúmra tíu milljóna íslenskra króna í verðlaun. Hondúras Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir lögreglumenn voru skotnir til bana og þrír særðust til viðbótar þegar þungvopnaðir liðsmenn glæpasamtakanna MS-13 réðust inn í dómshús í norðvestanverðu Hondúras og frelsuðu leiðtoga sinn sem réttað var yfir þar. Einn árásarmannanna féll í áhlaupinu. MS-13, einnig þekkt sem Mara Salvatrucha, eru talin ein ofbeldisfyllstu og hættulegustu glæpasamtök Mið-Ameríku. Alexander Mendoza, sem gengur undir viðurnefninu „El Porky“, er talinn einn helsti forsprakki gengisins. Hann var tekinn höndum árið 2015 og dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir peningaþvætti og aðild á glæpasamtökum. Mendoza beið jafnframt dóms vegna fjölda morða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um tuttugu liðsmenn glæpagengisins eru sagðir hafa verið klæddir í herklæði og lögreglubúninga þegar þeir réðust inn í dómshúsið í bænum El Progreso, um þrjátíu kílómetrum austur af San Pedro Sula, næststærstu borg Hondúras. Myndbandsupptökur sýna handjárnaðan Mendoza inni í dómshúsinu ásamt lögreglumönnum. Skömmu síðar sést hann án handjárnanna og vopnaður hríðskotabyssu og skammbyssu. Til skotbardaga kom á milli glæpamannanna og lögreglu inni í byggingunni. Juan Orlando Hernández, forseti Hondúras, hefur heitið hverjum þeim sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku Mendoza jafnvirði rúmra tíu milljóna íslenskra króna í verðlaun.
Hondúras Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila