Brandenburg bjóst við sterkum viðbrögðum við nýja merkinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. febrúar 2020 17:15 Nýtt merki landsliða KSÍ verður á nýju landsliðsbúningi. vísir/daníel Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg, segist hafa átt von á því að nýtt merki KSÍ, sem Brandenburg hannaði, fengi sterk viðbrögð. Uppfært merki KSÍ dregur fram hreyfinguna og kraftinn sem býr í knattspyrnunni með þéttum formum og gegnumgangandi skálínum. Our new FA logo is here. A new logo for our national teams will be presented in spring. pic.twitter.com/Wu78wq4mLR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 14, 2020 Ragnar ítrekar að merkið sem var kynnt í dag sé aðeins merki KSÍ, ekki merki landsliða Íslands sem fer á landsliðsbúninginn. Hann vildi þó ekkert gefa upp hvernig það merki yrði. „Við áttum von á allavegana viðbrögðum. Við vissum alltaf að það yrði mikil dramatík þegar í kringum kynningu á nýju merki fyrir KSÍ. Það eru svo miklar tilfinningar í gangi í fótboltanum. Svo fer oft í gang Evrópukeppni í að setja út á og finna að. Það er lenskan hérna á Íslandi,“ sagði Ragnar í samtali við Vísi í dag.Vilja búa til sterkt vörumerkiFulltrúar Brandenburgar og KSÍ. Ragnar er fjórði frá vinstri á myndinni.mynd/brandenburg„Það fyrsta er að kynna nýtt merki. Svo á fólk eftir að sjá allt heildarsamhengið, hvernig merkið verður notað. Það er líka ákveðinn misskilningur í gangi. Verið er að kynna nýja og breytta stefnu. Þetta er merki sambandsins og nýtt landsliðsmerki verður svo kynnt á næstunni.“ Knattspyrnusamband Íslands hefur hingað til alltaf verið með eitt merki. En af hverju var ákveðið að hafa merkin tvö að þessu sinni? „Hjá mörgum öðrum löndum er þetta tvískipt. Fyrst og fremst þarf KSÍ formlegt merki fyrir sína starfsemi. Varðandi merki landsliða er meira horft til þess að skapa sterka ásýnd og búa til sterkt vörumerki sem hægt er að nýta í markaðslegum tilgangi,“ sagði Ragnar. „Þetta er partur af nýrri stefnu og fólk verður aðeins að halda í sér þangað til landsliðsmerkið verður kynnt. Þá sér fólk samhengið betur.“Elsta merkið gæti fengið nýtt hlutverkMörgum þykir elsta merki KSÍ afar fallegt.Mikill söknuður virðist vera af elsta KSÍ-merkinu, sem má sjá hér fyrir ofan. Ragnar segir að það hafi ekki komið til greina að hanna nýju KSÍ eftir því elsta og slá þar með á strengi fortíðar. „Það er merki er barn síns tíma en mjög fallegt. Það verður hugsanlega notað á einhverjum „retro“ varningi. Það gæti verið skemmtilegt sem sér lína með tilvitnun í gamla tíma,“ sagði Ragnar. „Nýtt merki þarf að lúta allt öðrum lögmálum. Við erum að horfa til framtíðar, nýtt merki þarf að endurspegla nútímann og ganga á þeim miðlum sem við notum í dag.“Lögðust í mikla rannsóknarvinnuGuðni Bergsson, formaður KSÍ, í ræðustól. Fyrir aftan hann sést gamla merki KSÍ.mynd/ksíEn hvernig fer vinna við að hanna nýtt landsliðsmerki fram? „Það er allt tekið til skoðunar. Við höfum litið í kringum okkur, hvernig þróunin er og í hvaða átt önnur lönd eru að stefna. Við lögðumst í óhemju mikla rannsóknarvinnu, að skoða nánast hvert einasta merki hjá landsliðum og félagsliðum líka. Út frá þessari rannsóknarvinnu skoðuðum við nokkrar mismunandi leiðir sem voru svo kynntar fyrir KSÍ. Lokaniðurstaðan var svo þetta val sem verður kynnt á næstunni,“ sagði Ragnar. „Það stóð alltaf til að hafa merki sambandsins frekar einfalt og gott í notkun. Meginfókusinn var á landsliðsmerkið sem uppfyllti skilyrði KSÍ.“Verður allt að passa samanNýr landsliðsbúningur verður kynntur á vordögum.vísir/vilhelmRagnar segir að Brandenburg muni ekki koma að hönnum nýja landsliðsbúningsins. Það sé á könnu íþróttavöruframleiðandans. „Það er bara aðilinn sem framleiðir búninginn en auðvitað tekur þetta mið af þeim áherslum sem búið er að kynna fyrir þeim. Þetta verður allt að passa saman,“ sagði Ragnar. Hann segir viðbúið að fólk myndi hafa skoðun á nýju merki KSÍ. Fátt komi blóðinu meira af stað en fótbolti. „Það eru spennandi tímar framundan. Við bjuggumst alveg við því að fólk hefði sterka skoðun á þessu máli,“ sagði Ragnar að lokum. Auglýsinga- og markaðsmál Íslenski boltinn KSÍ Tíska og hönnun Tengdar fréttir Nýja KSÍ-merkið fær falleinkunn á Twitter: „Vonandi borguðu þeir engum fyrir þetta“ Nýtt merki KSÍ mælist ekki vel fyrir hjá Twitter-samfélaginu. 14. febrúar 2020 14:56 KSÍ frumsýnir nýtt merki | Mynd Merki KSÍ verða nú tvö. Merki sambandsins var frumsýnt í dag. 14. febrúar 2020 13:52 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg, segist hafa átt von á því að nýtt merki KSÍ, sem Brandenburg hannaði, fengi sterk viðbrögð. Uppfært merki KSÍ dregur fram hreyfinguna og kraftinn sem býr í knattspyrnunni með þéttum formum og gegnumgangandi skálínum. Our new FA logo is here. A new logo for our national teams will be presented in spring. pic.twitter.com/Wu78wq4mLR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 14, 2020 Ragnar ítrekar að merkið sem var kynnt í dag sé aðeins merki KSÍ, ekki merki landsliða Íslands sem fer á landsliðsbúninginn. Hann vildi þó ekkert gefa upp hvernig það merki yrði. „Við áttum von á allavegana viðbrögðum. Við vissum alltaf að það yrði mikil dramatík þegar í kringum kynningu á nýju merki fyrir KSÍ. Það eru svo miklar tilfinningar í gangi í fótboltanum. Svo fer oft í gang Evrópukeppni í að setja út á og finna að. Það er lenskan hérna á Íslandi,“ sagði Ragnar í samtali við Vísi í dag.Vilja búa til sterkt vörumerkiFulltrúar Brandenburgar og KSÍ. Ragnar er fjórði frá vinstri á myndinni.mynd/brandenburg„Það fyrsta er að kynna nýtt merki. Svo á fólk eftir að sjá allt heildarsamhengið, hvernig merkið verður notað. Það er líka ákveðinn misskilningur í gangi. Verið er að kynna nýja og breytta stefnu. Þetta er merki sambandsins og nýtt landsliðsmerki verður svo kynnt á næstunni.“ Knattspyrnusamband Íslands hefur hingað til alltaf verið með eitt merki. En af hverju var ákveðið að hafa merkin tvö að þessu sinni? „Hjá mörgum öðrum löndum er þetta tvískipt. Fyrst og fremst þarf KSÍ formlegt merki fyrir sína starfsemi. Varðandi merki landsliða er meira horft til þess að skapa sterka ásýnd og búa til sterkt vörumerki sem hægt er að nýta í markaðslegum tilgangi,“ sagði Ragnar. „Þetta er partur af nýrri stefnu og fólk verður aðeins að halda í sér þangað til landsliðsmerkið verður kynnt. Þá sér fólk samhengið betur.“Elsta merkið gæti fengið nýtt hlutverkMörgum þykir elsta merki KSÍ afar fallegt.Mikill söknuður virðist vera af elsta KSÍ-merkinu, sem má sjá hér fyrir ofan. Ragnar segir að það hafi ekki komið til greina að hanna nýju KSÍ eftir því elsta og slá þar með á strengi fortíðar. „Það er merki er barn síns tíma en mjög fallegt. Það verður hugsanlega notað á einhverjum „retro“ varningi. Það gæti verið skemmtilegt sem sér lína með tilvitnun í gamla tíma,“ sagði Ragnar. „Nýtt merki þarf að lúta allt öðrum lögmálum. Við erum að horfa til framtíðar, nýtt merki þarf að endurspegla nútímann og ganga á þeim miðlum sem við notum í dag.“Lögðust í mikla rannsóknarvinnuGuðni Bergsson, formaður KSÍ, í ræðustól. Fyrir aftan hann sést gamla merki KSÍ.mynd/ksíEn hvernig fer vinna við að hanna nýtt landsliðsmerki fram? „Það er allt tekið til skoðunar. Við höfum litið í kringum okkur, hvernig þróunin er og í hvaða átt önnur lönd eru að stefna. Við lögðumst í óhemju mikla rannsóknarvinnu, að skoða nánast hvert einasta merki hjá landsliðum og félagsliðum líka. Út frá þessari rannsóknarvinnu skoðuðum við nokkrar mismunandi leiðir sem voru svo kynntar fyrir KSÍ. Lokaniðurstaðan var svo þetta val sem verður kynnt á næstunni,“ sagði Ragnar. „Það stóð alltaf til að hafa merki sambandsins frekar einfalt og gott í notkun. Meginfókusinn var á landsliðsmerkið sem uppfyllti skilyrði KSÍ.“Verður allt að passa samanNýr landsliðsbúningur verður kynntur á vordögum.vísir/vilhelmRagnar segir að Brandenburg muni ekki koma að hönnum nýja landsliðsbúningsins. Það sé á könnu íþróttavöruframleiðandans. „Það er bara aðilinn sem framleiðir búninginn en auðvitað tekur þetta mið af þeim áherslum sem búið er að kynna fyrir þeim. Þetta verður allt að passa saman,“ sagði Ragnar. Hann segir viðbúið að fólk myndi hafa skoðun á nýju merki KSÍ. Fátt komi blóðinu meira af stað en fótbolti. „Það eru spennandi tímar framundan. Við bjuggumst alveg við því að fólk hefði sterka skoðun á þessu máli,“ sagði Ragnar að lokum.
Auglýsinga- og markaðsmál Íslenski boltinn KSÍ Tíska og hönnun Tengdar fréttir Nýja KSÍ-merkið fær falleinkunn á Twitter: „Vonandi borguðu þeir engum fyrir þetta“ Nýtt merki KSÍ mælist ekki vel fyrir hjá Twitter-samfélaginu. 14. febrúar 2020 14:56 KSÍ frumsýnir nýtt merki | Mynd Merki KSÍ verða nú tvö. Merki sambandsins var frumsýnt í dag. 14. febrúar 2020 13:52 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Nýja KSÍ-merkið fær falleinkunn á Twitter: „Vonandi borguðu þeir engum fyrir þetta“ Nýtt merki KSÍ mælist ekki vel fyrir hjá Twitter-samfélaginu. 14. febrúar 2020 14:56
KSÍ frumsýnir nýtt merki | Mynd Merki KSÍ verða nú tvö. Merki sambandsins var frumsýnt í dag. 14. febrúar 2020 13:52