Borgarstjóri segir að áhrif allsherjaverkfalls Eflingarfólks hjá borginni verði veruleg á leikskólum, í velferðarþjónustu og umhirðu borgarinnar. Hann óttast að ef farið verði af kröfum Eflingar sé hætta á launahækkunum hjá öðrum hópum og þar með sé lífskjarasamningurinn brostinn. Fjallað verður um verkfall Eflingar sem á að hefjast á miðnætti í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Einnig verður fjallað um ungan mann sem þjáist af sjaldgæfum svefnsjúkdómi en þarf að flytja sjálfur inn lyfin til Íslands og greiða áðra milljón króna á ári fyrir þau.
Þá verður sýnt frá mótmælum við dómsmálaráðuneytið í dag þar sem mótmælt var brottvísun trans drengs og fjölskyldu hans. Við sýnum frá flóðum í Bretlandi, fjöllum um persónuleikapróf Íslenskrar erfðagreiningar og sýnum frá danshátíð á Flúðum.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2
Myndbandaspilari er að hlaða.
x
AÐDRÁTTARAÐSTOÐ
Dragðu aðdráttarsvæðið með músinni þinni.100%