Óttast um lífskjarasamninginn verði farið að ítrustu kröfum Eflingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. febrúar 2020 19:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að lífskjarasamningurinn gæti farið í uppnám verði farið að ítrustu kröfum Eflingar um launahækkanir. Borgarstjóri segir að áhrif allsherjaverkfalls Eflingarfólks hjá borginni verði veruleg á leikskólum, í velferðarþjónustu og umhirðu borgarinnar. Hann óttast að ef farið verði af kröfum Eflingar sé hætta á launahækkunum hjá öðrum hópum og þar með sé lífskjarasamningurinn brostinn. Verkfallið á að hefjast á miðnætti. Um 1850 manns í Eflingu sem starfa hjá borginni á 129 starfsstöðvum hafa boðað verkfall á miðnætti . Engin fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara en samninganefndirnar hittust þar síðast 7. febrúar. „Ég hef sagt það áður að ég hef áhyggjur af þessu staðan er erfið og að það verði erfitt að leysa kjaradeiluna. Áhrifin verða víðtæk en einna mest á leikskóla auk matarþjónustu í grunnskólum og það mun reyna á í velferðaþjónustu þrátt fyrir undanþágur á viðkvæmustu stöðunum. Þetta mun jafnframt hafa veruleg áhrif á umhirðu borgarinnar ,“ segir Dagur. Borgarstjóri segir erfitt að mæta kröfum Eflingar um hærri greiðslur til láglaunafólks en kveðið er á um í lífkjarasamningnum. „Þessar kröfur bætast ofaná lífskjarasamninginn en hann tryggir mestu hækkunina til þeirra sem hafa lægstu launin. Við höfum lýst þeirri skoðun að ef þeim kröfum yrði mætt gengi það yfir aðra hópa og þar með væru forsendur lífkjarasamningsins brostnar,“ segir Dagur. Drífa Snædal segir að lífskjarasamningurinn hafi ekki átt að læsa ákveðnar stéttir inni þegar kemur að launahækkunum.ASÍ Drífa Snædal forseti ASÍ lýsti annarri skoðun á lífskjarasamningum í Víglínunni í dag. „Það var engin að framselja réttindi sín á frekari kjarabaráttu í lífskjarasamningum. Við skulum alveg hafa það á hreinu að það var ekki skrifað inní þá eins og oft er að ef það verða hækkanir annars staðar þá læsist aðrir hópar inni,“ segir Drífa. Jórunn Frímannsdóttir forstöðukona Droplaugarstaða fagnar því að starfsfólk Eflingar í umönnun hafi fengið undanþágu til að starfa í verkfallinu. Það hafi verið nauðsynlegt. Hjúkrunarheimilin Droplaugarstaðir og Seljahlíð fengu undanþágur fyrir starfsmenn Eflingar sem sinna umönnun. Jórunn Frímannsdóttir forstöðukona Droplaugarstaða segir að það hafi verið nauðsyn. „Við auðvitað getum ekki annað en haldið þessari nauðsynlegu þjónustu uppi. Full mönnun á hjúkrunarheimili er í raun og veru bara lágmarksmönnun. Við bara rétt náum að sinna því sem við eigum að sinna. Það er mikilvægt að baða fólk, þrífa, við þurfum að passa uppá sýkingar. Þessi umönnun er nauðsynleg og því fengum við þessar undanþágur í gegn,“ segir Jórunn. Það fengust hins vegar ekki undanþágur fyrir fólk í uppvaski þannig að það þarf að kaupa mikið magn af einnota matarílátum. „Það eru þúsundir af matarílátum, diskum glösum og hnífapörum sem við munum þurfum að kaupa og farga því miður,“ segir Jórunn. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Borgarstjóri segir að áhrif allsherjaverkfalls Eflingarfólks hjá borginni verði veruleg á leikskólum, í velferðarþjónustu og umhirðu borgarinnar. Hann óttast að ef farið verði af kröfum Eflingar sé hætta á launahækkunum hjá öðrum hópum og þar með sé lífskjarasamningurinn brostinn. Verkfallið á að hefjast á miðnætti. Um 1850 manns í Eflingu sem starfa hjá borginni á 129 starfsstöðvum hafa boðað verkfall á miðnætti . Engin fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara en samninganefndirnar hittust þar síðast 7. febrúar. „Ég hef sagt það áður að ég hef áhyggjur af þessu staðan er erfið og að það verði erfitt að leysa kjaradeiluna. Áhrifin verða víðtæk en einna mest á leikskóla auk matarþjónustu í grunnskólum og það mun reyna á í velferðaþjónustu þrátt fyrir undanþágur á viðkvæmustu stöðunum. Þetta mun jafnframt hafa veruleg áhrif á umhirðu borgarinnar ,“ segir Dagur. Borgarstjóri segir erfitt að mæta kröfum Eflingar um hærri greiðslur til láglaunafólks en kveðið er á um í lífkjarasamningnum. „Þessar kröfur bætast ofaná lífskjarasamninginn en hann tryggir mestu hækkunina til þeirra sem hafa lægstu launin. Við höfum lýst þeirri skoðun að ef þeim kröfum yrði mætt gengi það yfir aðra hópa og þar með væru forsendur lífkjarasamningsins brostnar,“ segir Dagur. Drífa Snædal segir að lífskjarasamningurinn hafi ekki átt að læsa ákveðnar stéttir inni þegar kemur að launahækkunum.ASÍ Drífa Snædal forseti ASÍ lýsti annarri skoðun á lífskjarasamningum í Víglínunni í dag. „Það var engin að framselja réttindi sín á frekari kjarabaráttu í lífskjarasamningum. Við skulum alveg hafa það á hreinu að það var ekki skrifað inní þá eins og oft er að ef það verða hækkanir annars staðar þá læsist aðrir hópar inni,“ segir Drífa. Jórunn Frímannsdóttir forstöðukona Droplaugarstaða fagnar því að starfsfólk Eflingar í umönnun hafi fengið undanþágu til að starfa í verkfallinu. Það hafi verið nauðsynlegt. Hjúkrunarheimilin Droplaugarstaðir og Seljahlíð fengu undanþágur fyrir starfsmenn Eflingar sem sinna umönnun. Jórunn Frímannsdóttir forstöðukona Droplaugarstaða segir að það hafi verið nauðsyn. „Við auðvitað getum ekki annað en haldið þessari nauðsynlegu þjónustu uppi. Full mönnun á hjúkrunarheimili er í raun og veru bara lágmarksmönnun. Við bara rétt náum að sinna því sem við eigum að sinna. Það er mikilvægt að baða fólk, þrífa, við þurfum að passa uppá sýkingar. Þessi umönnun er nauðsynleg og því fengum við þessar undanþágur í gegn,“ segir Jórunn. Það fengust hins vegar ekki undanþágur fyrir fólk í uppvaski þannig að það þarf að kaupa mikið magn af einnota matarílátum. „Það eru þúsundir af matarílátum, diskum glösum og hnífapörum sem við munum þurfum að kaupa og farga því miður,“ segir Jórunn.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent