Samherji krefst þess að RÚV biðjist afsökunar á „meiðandi frétt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 14:08 Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. Vísir/vilhelm Samherji krefur Ríkisútvarpið um afsökunarbeiðni og leiðréttingu á „meiðandi frétt“ sem sýnd var í tíufréttum RÚV síðasta fimmtudagskvöld. Þetta kemur fram í erindi sem Samherji sendi stjórn Ríkisútvarpsins í dag. Fyrirtækið sakar fréttastofuna um að bera órökstuddar ásakanir um refsiverðan verknað á hendur Samherja, sem og brot á eigin vinnureglum. Frétt Ríkisútvarpsins fjallaði um þróunaraðstoð og spillingu. Rætt var á almennum nótum við Susönnu Moorehead, formann Þróunarsamvinnunefndar OECD, um málaflokkinn. Nefnt var sérstaklega að Íslendingar hefðu veitt Namibíumönnum þróunaraðstoð árum saman, og myndir sýndar af skipi og stjórnendum Samherja. Þá sagði orðrétt í fréttinni: „Þegar aðstoðinni var lokið tókst Samherja hins vegar að afla sér kvóta í landinu með því að múta embættismönnum […] Heimamenn nutu því ekki aðstoðarinnar sem veitt var.“ „Fyrirvaralaus ásökun um alvarlegan refsiverðan verknað“ Í erindi sem Samherji hefur sent bæði stjórn Ríkisútvarpsins og nýjum útvarpsstjóra Stefáni Eiríkssyni segir að þessi fullyrðing eigi sér enga stoð í raunveruleikanum og sé úr lausu lofti gripin. „Þetta hefði mögulega mátt forðast hefði Samherja verið gefinn kostur á andmælum áður en fréttin var flutt svo sem reglur áskilja.“ Þá gerir Samherji jafnframt athugasemd við fleiri þætti fréttarinnar. „Auk þess er í fréttinni stillt upp erlendum viðmælenda sem ræðir um spillingu og látið líta út eins og umræðuefnið sé mál Samherja, sem fréttastofunni er undarlega hugleikið. Viðmælandinn sagði þó ekkert um Samherja í viðtalinu. Á meðan voru sýndar myndir af stjórnendum Samherja.“ Bernhardt Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Þorsteinn Már Baldvinsson fyrrverandi forstjóri Samherja á fundi árið 2015. Myndin var sýnd í umræddri frétt RÚV á fimmtudagskvöld.wikileaks Gagnrýninn sonur stjórnarmanns Þá sakar Samherji Ríkisútvarpið um að hafa með fréttinni brotið gegn vinnureglum fréttastofunnar með a.m.k. tvennum hætti. Enn alvarlegra sé þó að fullyrðing fréttamanns Ríkisútvarpsins um að Samherji hafi mútað embættismönnum í Namibíu „er fyrirvaralaus ásökun um alvarlegan refsiverðan verknað og hún er ekki studd neinum rökum,“ segir í erindi Samherja. „Samherji hefur hvorki verið sakfelldur né ákærður fyrir slík brot eða önnur. Enginn starfsmaður Samherja hefur réttarstöðu sakbornings vegna málsins. Fullyrðing um að heimamenn í Namibíu hafi ekki notið þróunaraðstoðar vegna meintra athafna Samherja er líka til þess fallin að verða virðingu Samherja til hnekkis.“ Magnús Óskarsson hæstaréttarlögmaður skrifar undir erindið fyrir hönd Samherja. Magnús er sonur Óskars Magnússonar, stjórnarmanns í Samherja, og nú síðast í janúar var birt eftir hann grein í Morgunblaðinu, þar sem hann gagnrýnir fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir ófagleg vinnubrögð. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur tók starfsemi Samherja til umfjöllunar í nóvember síðastliðnum, líkt og frægt er orðið. Samherji er sakaður um að hafa greitt namibískum embættismönnum mútur í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Sex einstaklingar, þar af tveir fyrrverandi ráðherrar, sitja nú í gæsluvarðhaldi í Namibíu vegna málsins. Héraðssaksóknari hefur jafnframt mál Samherja til rannsóknar hér á landi. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Tilgangurinn er að auka gegnsæi og traust segir formaður Viðreisnar. 4. febrúar 2020 12:30 Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 DNB hætt viðskiptum við Samherja NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja. 12. febrúar 2020 17:39 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Samherji krefur Ríkisútvarpið um afsökunarbeiðni og leiðréttingu á „meiðandi frétt“ sem sýnd var í tíufréttum RÚV síðasta fimmtudagskvöld. Þetta kemur fram í erindi sem Samherji sendi stjórn Ríkisútvarpsins í dag. Fyrirtækið sakar fréttastofuna um að bera órökstuddar ásakanir um refsiverðan verknað á hendur Samherja, sem og brot á eigin vinnureglum. Frétt Ríkisútvarpsins fjallaði um þróunaraðstoð og spillingu. Rætt var á almennum nótum við Susönnu Moorehead, formann Þróunarsamvinnunefndar OECD, um málaflokkinn. Nefnt var sérstaklega að Íslendingar hefðu veitt Namibíumönnum þróunaraðstoð árum saman, og myndir sýndar af skipi og stjórnendum Samherja. Þá sagði orðrétt í fréttinni: „Þegar aðstoðinni var lokið tókst Samherja hins vegar að afla sér kvóta í landinu með því að múta embættismönnum […] Heimamenn nutu því ekki aðstoðarinnar sem veitt var.“ „Fyrirvaralaus ásökun um alvarlegan refsiverðan verknað“ Í erindi sem Samherji hefur sent bæði stjórn Ríkisútvarpsins og nýjum útvarpsstjóra Stefáni Eiríkssyni segir að þessi fullyrðing eigi sér enga stoð í raunveruleikanum og sé úr lausu lofti gripin. „Þetta hefði mögulega mátt forðast hefði Samherja verið gefinn kostur á andmælum áður en fréttin var flutt svo sem reglur áskilja.“ Þá gerir Samherji jafnframt athugasemd við fleiri þætti fréttarinnar. „Auk þess er í fréttinni stillt upp erlendum viðmælenda sem ræðir um spillingu og látið líta út eins og umræðuefnið sé mál Samherja, sem fréttastofunni er undarlega hugleikið. Viðmælandinn sagði þó ekkert um Samherja í viðtalinu. Á meðan voru sýndar myndir af stjórnendum Samherja.“ Bernhardt Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Þorsteinn Már Baldvinsson fyrrverandi forstjóri Samherja á fundi árið 2015. Myndin var sýnd í umræddri frétt RÚV á fimmtudagskvöld.wikileaks Gagnrýninn sonur stjórnarmanns Þá sakar Samherji Ríkisútvarpið um að hafa með fréttinni brotið gegn vinnureglum fréttastofunnar með a.m.k. tvennum hætti. Enn alvarlegra sé þó að fullyrðing fréttamanns Ríkisútvarpsins um að Samherji hafi mútað embættismönnum í Namibíu „er fyrirvaralaus ásökun um alvarlegan refsiverðan verknað og hún er ekki studd neinum rökum,“ segir í erindi Samherja. „Samherji hefur hvorki verið sakfelldur né ákærður fyrir slík brot eða önnur. Enginn starfsmaður Samherja hefur réttarstöðu sakbornings vegna málsins. Fullyrðing um að heimamenn í Namibíu hafi ekki notið þróunaraðstoðar vegna meintra athafna Samherja er líka til þess fallin að verða virðingu Samherja til hnekkis.“ Magnús Óskarsson hæstaréttarlögmaður skrifar undir erindið fyrir hönd Samherja. Magnús er sonur Óskars Magnússonar, stjórnarmanns í Samherja, og nú síðast í janúar var birt eftir hann grein í Morgunblaðinu, þar sem hann gagnrýnir fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir ófagleg vinnubrögð. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur tók starfsemi Samherja til umfjöllunar í nóvember síðastliðnum, líkt og frægt er orðið. Samherji er sakaður um að hafa greitt namibískum embættismönnum mútur í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Sex einstaklingar, þar af tveir fyrrverandi ráðherrar, sitja nú í gæsluvarðhaldi í Namibíu vegna málsins. Héraðssaksóknari hefur jafnframt mál Samherja til rannsóknar hér á landi.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Tilgangurinn er að auka gegnsæi og traust segir formaður Viðreisnar. 4. febrúar 2020 12:30 Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 DNB hætt viðskiptum við Samherja NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja. 12. febrúar 2020 17:39 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Tilgangurinn er að auka gegnsæi og traust segir formaður Viðreisnar. 4. febrúar 2020 12:30
Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35
Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21
DNB hætt viðskiptum við Samherja NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja. 12. febrúar 2020 17:39