Samherji krefst þess að RÚV biðjist afsökunar á „meiðandi frétt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 14:08 Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. Vísir/vilhelm Samherji krefur Ríkisútvarpið um afsökunarbeiðni og leiðréttingu á „meiðandi frétt“ sem sýnd var í tíufréttum RÚV síðasta fimmtudagskvöld. Þetta kemur fram í erindi sem Samherji sendi stjórn Ríkisútvarpsins í dag. Fyrirtækið sakar fréttastofuna um að bera órökstuddar ásakanir um refsiverðan verknað á hendur Samherja, sem og brot á eigin vinnureglum. Frétt Ríkisútvarpsins fjallaði um þróunaraðstoð og spillingu. Rætt var á almennum nótum við Susönnu Moorehead, formann Þróunarsamvinnunefndar OECD, um málaflokkinn. Nefnt var sérstaklega að Íslendingar hefðu veitt Namibíumönnum þróunaraðstoð árum saman, og myndir sýndar af skipi og stjórnendum Samherja. Þá sagði orðrétt í fréttinni: „Þegar aðstoðinni var lokið tókst Samherja hins vegar að afla sér kvóta í landinu með því að múta embættismönnum […] Heimamenn nutu því ekki aðstoðarinnar sem veitt var.“ „Fyrirvaralaus ásökun um alvarlegan refsiverðan verknað“ Í erindi sem Samherji hefur sent bæði stjórn Ríkisútvarpsins og nýjum útvarpsstjóra Stefáni Eiríkssyni segir að þessi fullyrðing eigi sér enga stoð í raunveruleikanum og sé úr lausu lofti gripin. „Þetta hefði mögulega mátt forðast hefði Samherja verið gefinn kostur á andmælum áður en fréttin var flutt svo sem reglur áskilja.“ Þá gerir Samherji jafnframt athugasemd við fleiri þætti fréttarinnar. „Auk þess er í fréttinni stillt upp erlendum viðmælenda sem ræðir um spillingu og látið líta út eins og umræðuefnið sé mál Samherja, sem fréttastofunni er undarlega hugleikið. Viðmælandinn sagði þó ekkert um Samherja í viðtalinu. Á meðan voru sýndar myndir af stjórnendum Samherja.“ Bernhardt Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Þorsteinn Már Baldvinsson fyrrverandi forstjóri Samherja á fundi árið 2015. Myndin var sýnd í umræddri frétt RÚV á fimmtudagskvöld.wikileaks Gagnrýninn sonur stjórnarmanns Þá sakar Samherji Ríkisútvarpið um að hafa með fréttinni brotið gegn vinnureglum fréttastofunnar með a.m.k. tvennum hætti. Enn alvarlegra sé þó að fullyrðing fréttamanns Ríkisútvarpsins um að Samherji hafi mútað embættismönnum í Namibíu „er fyrirvaralaus ásökun um alvarlegan refsiverðan verknað og hún er ekki studd neinum rökum,“ segir í erindi Samherja. „Samherji hefur hvorki verið sakfelldur né ákærður fyrir slík brot eða önnur. Enginn starfsmaður Samherja hefur réttarstöðu sakbornings vegna málsins. Fullyrðing um að heimamenn í Namibíu hafi ekki notið þróunaraðstoðar vegna meintra athafna Samherja er líka til þess fallin að verða virðingu Samherja til hnekkis.“ Magnús Óskarsson hæstaréttarlögmaður skrifar undir erindið fyrir hönd Samherja. Magnús er sonur Óskars Magnússonar, stjórnarmanns í Samherja, og nú síðast í janúar var birt eftir hann grein í Morgunblaðinu, þar sem hann gagnrýnir fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir ófagleg vinnubrögð. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur tók starfsemi Samherja til umfjöllunar í nóvember síðastliðnum, líkt og frægt er orðið. Samherji er sakaður um að hafa greitt namibískum embættismönnum mútur í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Sex einstaklingar, þar af tveir fyrrverandi ráðherrar, sitja nú í gæsluvarðhaldi í Namibíu vegna málsins. Héraðssaksóknari hefur jafnframt mál Samherja til rannsóknar hér á landi. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Tilgangurinn er að auka gegnsæi og traust segir formaður Viðreisnar. 4. febrúar 2020 12:30 Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 DNB hætt viðskiptum við Samherja NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja. 12. febrúar 2020 17:39 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Samherji krefur Ríkisútvarpið um afsökunarbeiðni og leiðréttingu á „meiðandi frétt“ sem sýnd var í tíufréttum RÚV síðasta fimmtudagskvöld. Þetta kemur fram í erindi sem Samherji sendi stjórn Ríkisútvarpsins í dag. Fyrirtækið sakar fréttastofuna um að bera órökstuddar ásakanir um refsiverðan verknað á hendur Samherja, sem og brot á eigin vinnureglum. Frétt Ríkisútvarpsins fjallaði um þróunaraðstoð og spillingu. Rætt var á almennum nótum við Susönnu Moorehead, formann Þróunarsamvinnunefndar OECD, um málaflokkinn. Nefnt var sérstaklega að Íslendingar hefðu veitt Namibíumönnum þróunaraðstoð árum saman, og myndir sýndar af skipi og stjórnendum Samherja. Þá sagði orðrétt í fréttinni: „Þegar aðstoðinni var lokið tókst Samherja hins vegar að afla sér kvóta í landinu með því að múta embættismönnum […] Heimamenn nutu því ekki aðstoðarinnar sem veitt var.“ „Fyrirvaralaus ásökun um alvarlegan refsiverðan verknað“ Í erindi sem Samherji hefur sent bæði stjórn Ríkisútvarpsins og nýjum útvarpsstjóra Stefáni Eiríkssyni segir að þessi fullyrðing eigi sér enga stoð í raunveruleikanum og sé úr lausu lofti gripin. „Þetta hefði mögulega mátt forðast hefði Samherja verið gefinn kostur á andmælum áður en fréttin var flutt svo sem reglur áskilja.“ Þá gerir Samherji jafnframt athugasemd við fleiri þætti fréttarinnar. „Auk þess er í fréttinni stillt upp erlendum viðmælenda sem ræðir um spillingu og látið líta út eins og umræðuefnið sé mál Samherja, sem fréttastofunni er undarlega hugleikið. Viðmælandinn sagði þó ekkert um Samherja í viðtalinu. Á meðan voru sýndar myndir af stjórnendum Samherja.“ Bernhardt Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Þorsteinn Már Baldvinsson fyrrverandi forstjóri Samherja á fundi árið 2015. Myndin var sýnd í umræddri frétt RÚV á fimmtudagskvöld.wikileaks Gagnrýninn sonur stjórnarmanns Þá sakar Samherji Ríkisútvarpið um að hafa með fréttinni brotið gegn vinnureglum fréttastofunnar með a.m.k. tvennum hætti. Enn alvarlegra sé þó að fullyrðing fréttamanns Ríkisútvarpsins um að Samherji hafi mútað embættismönnum í Namibíu „er fyrirvaralaus ásökun um alvarlegan refsiverðan verknað og hún er ekki studd neinum rökum,“ segir í erindi Samherja. „Samherji hefur hvorki verið sakfelldur né ákærður fyrir slík brot eða önnur. Enginn starfsmaður Samherja hefur réttarstöðu sakbornings vegna málsins. Fullyrðing um að heimamenn í Namibíu hafi ekki notið þróunaraðstoðar vegna meintra athafna Samherja er líka til þess fallin að verða virðingu Samherja til hnekkis.“ Magnús Óskarsson hæstaréttarlögmaður skrifar undir erindið fyrir hönd Samherja. Magnús er sonur Óskars Magnússonar, stjórnarmanns í Samherja, og nú síðast í janúar var birt eftir hann grein í Morgunblaðinu, þar sem hann gagnrýnir fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir ófagleg vinnubrögð. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur tók starfsemi Samherja til umfjöllunar í nóvember síðastliðnum, líkt og frægt er orðið. Samherji er sakaður um að hafa greitt namibískum embættismönnum mútur í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Sex einstaklingar, þar af tveir fyrrverandi ráðherrar, sitja nú í gæsluvarðhaldi í Namibíu vegna málsins. Héraðssaksóknari hefur jafnframt mál Samherja til rannsóknar hér á landi.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Tilgangurinn er að auka gegnsæi og traust segir formaður Viðreisnar. 4. febrúar 2020 12:30 Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 DNB hætt viðskiptum við Samherja NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja. 12. febrúar 2020 17:39 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Tilgangurinn er að auka gegnsæi og traust segir formaður Viðreisnar. 4. febrúar 2020 12:30
Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35
Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21
DNB hætt viðskiptum við Samherja NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja. 12. febrúar 2020 17:39