Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 15:15 Caroline Flack naut fádæma vinsælda sem þáttastjórnandi Love Island. Hún svipti sig lífi á laugardag. vísir/getty „Ég held að fólk tengi við þessar aðstæður. Það skiptir ekki máli hver þú ert, hvað þú gerir, hvaðan þú kemur, hversu gamall eða gömul þú ert, það skiptir ekki máli hversu mikla reynslu þú hefur eða hversu mikla menntun: tilfinningar eru alls staðar og alltaf þær sömu.“ Þetta sagði breski þáttastjórnandinn Caroline Flack í viðtali við dagblaðið The Telegraph árið 2017 þar sem hún ræddi hinar miklu vinsældir raunveruleikaþáttanna Love Island sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni ITV2. Í þáttunum keppa einhleyp ungmenni um ást hvers annars. Flack stýrði þáttunum frá árinu 2015 og þar til í fyrra. Hún var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi og hafa því fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina vakið mikla athygli og umtal þar í landi. Í því samhengi beinast spjótin ekki hvað síst að bresku slúðurpressunni, blöðum á borð við The Sun og The Daily Mail, sem fjölluðu mikið um einkalíf Flack og líkamsárás sem hún var ákærð fyrir á síðasta ári. Flack var ákærð fyrir að ráðast á kærasta sinn, fyrrverandi tennisleikarann Lewis Burton, á heimili þeirra í London. Hún neitaði sök en steig engu að síður til hliðar í desember síðastliðnum sem þáttastjórnandi Love Island vegna ákærunnar. Sagðist Flack ekki vilja draga athyglina frá vetrarþáttaröðinni sem nú er í gangi og hún átti að stýra. Réttarhöld í máli hennar áttu að fara fram innan nokkurra vikna. Þá hafa framleiðendur Love Island einnig verið gagnrýndir í kjölfar andláts Flack, til að mynda verið sakaðir um að sýna henni ekki nógu mikinn stuðning vegna ákærunnar, en sjálfsvíg þáttstjórnandans fyrrverandi er þriðja sjálfsvígið á síðustu tveimur árum sem tengist þáttunum. Tveir fyrrverandi þátttakendur hafa þannig svipt sig lífi, annars vegar Sophie Gradon og hins vegar Mike Thalassitis. Í kjölfarið létu áhorfendur í ljós áhyggjur sínar af sálarlífi þátttakenda og illri meðferð á þeim. Flack sést hér koma fyrir rétt á Þorláksmessu til að svara til saka vegna ákæru um líkamsárás á kærastann sinn, Lewis Burton.vísir/getty Vann Strictly Come Dancing og stýrði The X Factor Flack var fædd í nóvember 1979 í London. Hún átti tvíburasystur, Jody, aðra systur, Elizabeth, og bróðurinn Paul. Fjölskyldan flutti til Norfolk þegar Flack var barn en snemma kom í ljós að henni þótti gaman að syngja og koma fram. Flack lærði leiklist og söng hjá Bodywork Company í Cambridge en fyrsta „giggið“ hennar í skemmtanabransanum var í gamanþáttunum Bo‘ Selecta þar sem hún fór með hlutverk Bubbles. Árið 2003 fór hún síðan að vinna sem þáttastjórnandi. Flack vann sig hægt og bítandi upp í vinsælli þætti. Á árunum 2009 og 2010 stýrði hún meðal annars I‘m a Celebrity – Get Me Out of Here! NOW!. Þar var skyggnst á bak við tjöldin við gerð raunveruleikaþáttanna I‘m a Celebrity – Get Me Out of Here! sem lengi hafa notið mikilla vinsælda. Þá var hún baksviðs þáttastjórnandi í raunveruleikaþættinum The X Factor árið 2013 og árið 2014 tók hún þátt í Strictly Come Dancing sem hún vann ásamt fagdansaranum Pasha Kovalev. Árið 2015 tóku hún og söngvarinn Olly Murs svo við sem aðalstjórnendur The X Factor. Þegar Murs tilkynnti að hann ætlaði ekki að halda áfram í þættinum árið 2016 heldur einbeita sér að tónlistinni ákvað Flack að hætta líka en hún var þá þegar byrjuð sem þáttastjórnandi Love Island. Flack og Burton sjást hér úti á lífinu í London í október í fyrra.vísir/getty Kölluð pervert og barnaníðingur vegna sambandsins við Harry Styles Tim Jonze, aðstoðarritstjóri menningar hjá breska blaðinu Guardian, segir að Flack hafi átt stóran þátt í því hversu vinsælir þættirnir voru. Hún hafi ekki verið svo frábrugðin keppendunum sjálfum: „Sjáðu fyrir þér týpískan keppanda í Love Island: fallegur, glæsilegur, geislar af sjálfstrausti. Síðan skaltu sjá hann aftur fyrir þér eftir nokkra daga þegar þú hefur kynnst honum á skjánum: berskjaldaður, mislyndur, miklu viðkvæmari en þig grunaði í fyrstu. Það er ekki erfitt að sjá hvers vegna sjónvarpsáhorfendur tóku Flack alvarlega, sem nú er látin fertug að aldri. Hún átti mjög stóran þátt í velgengni þáttanna því hún var á svo margan hátt ekkert öðruvísi en keppendurnir sjálfir. Flack hefði hæglega getað verið keppandi sjálf,“ skrifar Jonze og heldur áfram: „Óteljandi þáttastjórnendur hefðu litið á þennan þátt og allt í kringum hann sem fyrir neðan sína virðingu. Flack hins vegar virtist tengja við tilfinningarússíbana þátttakenda af mikilli einlægni sem var ekki alltaf í samræmi við þættina sjálfa. Hún virtist raunverulega vilja að þátttakendur myndu finna ástina. Hún var jafnmikill aðdáandi eins og hún var þáttastjórnandi svo þetta virtist henta henni fullkomlega,“ skrifar Jonze. Þá hafi keppendur í þáttunum sjaldnast haft eitthvað slæmt um hana að segja. Frægðin var Flack hins vegar erfið. Hún var opinská um það hversu erfitt henni þótti að vera nánast stöðugt til umfjöllunar í slúðurpressunni og hversu takmörkuð virðing væri þar af leiðandi borin fyrir einkalífi hennar. Hinni miklu fjölmiðlaumfjöllun fylgdu síðan alls kyns athugasemdir á samfélagsmiðlum þar sem oftar en ekki var farið ófögrum orðum um Flack. Ástarsambönd hennar vöktu þannig alltaf mikla athygli. Flack „deitaði“ Harry Bretaprins árið 2009 en því sambandi lauk snögglega þegar slúðurmiðlarnir greindu frá því, að sögn Flack sem sagði svo frá í sjálfsævisögu sinni. Það má síðan segja að gula pressan hafi komist í feitt þegar Flack og söngvarinn Harry Styles byrjuðu saman árið 2011. Hann var þá 17 ára en hún 31 árs. Rifjaði Flack síðar upp hvernig hún hefði verið kölluð pervert og barnaníðingur vegna sambands þeirra Styles. Ætlaði ekki að láta þagga niður í sér Flack greindi einnig frá baráttu sinni við þunglyndi og hvernig henni leið til dæmis eftir að hafa unnið Strictly Come Dancing árið 2014. „Mér leið fáránlega, að vera svona leið þegar ég var nýbúin að vinna stærsta raunveruleikaþáttinn í sjónvarpi,“ sagði Flack í viðtali. Seint á síðasta ári deildi hún síðan mynd á Instagram þar sem hún ræddi um geðheilbrigði sitt. „Síðustu vikur hef ég verið á mjög skrýtnum stað… Mér finnst erfitt að tala um það… Ætli þetta sé ekki kvíði og mikil pressa í lífinu,“ skrifað Flack og lauk færslunni á þessum orðum: „Verið góð við hvort annað. Þú veist aldrei hvað er í gangi. Aldrei.“ View this post on Instagram I wanted to write something about mental health day last week but I was knee deep in work. And some days it’s hard to write your feelings of your not in the right place. The last few weeks I’ve been in a really weird place... I find it hard to talk about it .. I guess it’s anxiety and pressure of life ... and when I actually reached out to someone they said I was draining. I feel like this is why some people keep their emotions to themselves. I certainly hate talking about my feelings. And being a burden is my biggest fear.... I’m lucky to be able to pick myself up when things feel shit. But what happens if someone can’t . Be nice to people. You never know what’s going on . Ever A post shared by Caroline (@carolineflack) on Oct 14, 2019 at 11:50am PDT Breskir fjölmiðlar segja að það hafi verið Flack mikið áfall að fá á sig ákæru fyrir líkamsárás á kærastann Burton. Sjálfur var Burton mótfallinn því að hún yrði ákærð en þeim var bannað af ákæruvaldinu að vera í samskiptum fram að réttarhöldum í málinu. Vegna ákærunnar varð Flack enn meiri matur, ef svo má að orði komast, fyrir bresku slúðurpressuna. Á aðfangadag birti Flack færslu á Instagram þar sem hún sagði athyglina og slúðursögurnar yfirþyrmandi. Þótti líklegt að hún væri að vísa í ákæruna en Flack sagði að hún ætlaði ekki að láta þagga niður í sér. Einn daginn myndi hún segja sína sögu. „Ég mun fokking lampa þig“ Það var síðan á föstudag, Valentínusardaginn, sem The Sun birti grein þar sem gert var grín að líkamsárásinni. Í greininni var mynd af Valentínusarkorti með mynd af Flack og undir stóð „Ég mun fokking lampa þig.“ Textinn var tilvísun í árásina þar sem Flack var ákærð fyrir að hafa lamið Burton með lampa. Eftir að greint hafði verið frá andláti Flack á laugardag var greinin tekin út af vefsíðu The Sun en blaðið, líkt og aðrir slúðurmiðlar, hefur ekki farið varhluta af gagnrýni eftir að Flack lést.Breskir stjórnmálamenn hafa til að mynda fordæmt þá innrás sem Flack mátti þola í einkalíf sitt af hálfu fjölmiðla og kalla þeir eftir stífari reglum bæði um fjölmiðla og samfélagsmiðla. Þá sagði talsmaður Boris Johnson, forsætisráðherra, að ráðherrann hefði beint því til samfélagsmiðla að lengra yrði gengið í því að fjarlægja þaðan óásættanlegt efni. Fjölmargir hafa minnst Flack á samfélagsmiðlum síðan hún lést á laugardag, þar á meðal kærasti hennar, Burton sem skrifaði hjartnæma færslu á Instagram í gær. Kvaðst hann vera orðlaus og í miklum sársauka vegna þess hversu sárt hann saknaði Flack. View this post on Instagram My heart is broken we had something so special. I am so lost for words I am in so much pain I miss you so much I know you felt safe with me you always said I don’t think about anything else when I am with you and I was not allowed to be there this time I kept asking and asking. I will be your voice baby I promise I will ask all the questions you wanted and I will get all the answers nothing will bring you back but I will try make you proud everyday. I love you with all my heart A post shared by Lewis Burton (@mrlewisburton) on Feb 15, 2020 at 11:42pm PST Lífleg og elskuleg manneskja Þá minntist fjölmiðlakonan Laura Whitmore Flack í útvarpsþætti á BBC Radio 5 í gær en Whitmore tók við sem þáttastjórnandi Love Island eftir að Flack hætti í kjölfar ákærunnar. Whitmore var grátandi þegar hún minntist vinkonu sinnar: „Fertug að aldri tók Caroline Flack þá ákvörðun að svipta sig lífi og ég vil tala um það. Mig langar að tala um hana og votta henni þá virðingu sem hún á skilið og hún fékk ekki alltaf. Allir sem þekktu Caroline vissu að hún var lífleg, elskuleg og hafði ástríðu fyrir lífinu. Þess vegna „meikar“ ekkert af þessu „sens,“ sagði Whitmore meðal annars. Þátturinn sem fara átti í loftið af Love Island í Bretlandi í gærkvöldi var frestað vegna andláts Flack en verður sýndur í kvöld. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bíó og sjónvarp Bretland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fyrrverandi þáttastýra Love Island fannst látin Breska sjónvarpsstjarnan Caroline Flack er látin, 40 ára að aldri. Hún fannst látin í íbúð sinni í London í dag. 15. febrúar 2020 18:17 Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
„Ég held að fólk tengi við þessar aðstæður. Það skiptir ekki máli hver þú ert, hvað þú gerir, hvaðan þú kemur, hversu gamall eða gömul þú ert, það skiptir ekki máli hversu mikla reynslu þú hefur eða hversu mikla menntun: tilfinningar eru alls staðar og alltaf þær sömu.“ Þetta sagði breski þáttastjórnandinn Caroline Flack í viðtali við dagblaðið The Telegraph árið 2017 þar sem hún ræddi hinar miklu vinsældir raunveruleikaþáttanna Love Island sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni ITV2. Í þáttunum keppa einhleyp ungmenni um ást hvers annars. Flack stýrði þáttunum frá árinu 2015 og þar til í fyrra. Hún var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi og hafa því fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina vakið mikla athygli og umtal þar í landi. Í því samhengi beinast spjótin ekki hvað síst að bresku slúðurpressunni, blöðum á borð við The Sun og The Daily Mail, sem fjölluðu mikið um einkalíf Flack og líkamsárás sem hún var ákærð fyrir á síðasta ári. Flack var ákærð fyrir að ráðast á kærasta sinn, fyrrverandi tennisleikarann Lewis Burton, á heimili þeirra í London. Hún neitaði sök en steig engu að síður til hliðar í desember síðastliðnum sem þáttastjórnandi Love Island vegna ákærunnar. Sagðist Flack ekki vilja draga athyglina frá vetrarþáttaröðinni sem nú er í gangi og hún átti að stýra. Réttarhöld í máli hennar áttu að fara fram innan nokkurra vikna. Þá hafa framleiðendur Love Island einnig verið gagnrýndir í kjölfar andláts Flack, til að mynda verið sakaðir um að sýna henni ekki nógu mikinn stuðning vegna ákærunnar, en sjálfsvíg þáttstjórnandans fyrrverandi er þriðja sjálfsvígið á síðustu tveimur árum sem tengist þáttunum. Tveir fyrrverandi þátttakendur hafa þannig svipt sig lífi, annars vegar Sophie Gradon og hins vegar Mike Thalassitis. Í kjölfarið létu áhorfendur í ljós áhyggjur sínar af sálarlífi þátttakenda og illri meðferð á þeim. Flack sést hér koma fyrir rétt á Þorláksmessu til að svara til saka vegna ákæru um líkamsárás á kærastann sinn, Lewis Burton.vísir/getty Vann Strictly Come Dancing og stýrði The X Factor Flack var fædd í nóvember 1979 í London. Hún átti tvíburasystur, Jody, aðra systur, Elizabeth, og bróðurinn Paul. Fjölskyldan flutti til Norfolk þegar Flack var barn en snemma kom í ljós að henni þótti gaman að syngja og koma fram. Flack lærði leiklist og söng hjá Bodywork Company í Cambridge en fyrsta „giggið“ hennar í skemmtanabransanum var í gamanþáttunum Bo‘ Selecta þar sem hún fór með hlutverk Bubbles. Árið 2003 fór hún síðan að vinna sem þáttastjórnandi. Flack vann sig hægt og bítandi upp í vinsælli þætti. Á árunum 2009 og 2010 stýrði hún meðal annars I‘m a Celebrity – Get Me Out of Here! NOW!. Þar var skyggnst á bak við tjöldin við gerð raunveruleikaþáttanna I‘m a Celebrity – Get Me Out of Here! sem lengi hafa notið mikilla vinsælda. Þá var hún baksviðs þáttastjórnandi í raunveruleikaþættinum The X Factor árið 2013 og árið 2014 tók hún þátt í Strictly Come Dancing sem hún vann ásamt fagdansaranum Pasha Kovalev. Árið 2015 tóku hún og söngvarinn Olly Murs svo við sem aðalstjórnendur The X Factor. Þegar Murs tilkynnti að hann ætlaði ekki að halda áfram í þættinum árið 2016 heldur einbeita sér að tónlistinni ákvað Flack að hætta líka en hún var þá þegar byrjuð sem þáttastjórnandi Love Island. Flack og Burton sjást hér úti á lífinu í London í október í fyrra.vísir/getty Kölluð pervert og barnaníðingur vegna sambandsins við Harry Styles Tim Jonze, aðstoðarritstjóri menningar hjá breska blaðinu Guardian, segir að Flack hafi átt stóran þátt í því hversu vinsælir þættirnir voru. Hún hafi ekki verið svo frábrugðin keppendunum sjálfum: „Sjáðu fyrir þér týpískan keppanda í Love Island: fallegur, glæsilegur, geislar af sjálfstrausti. Síðan skaltu sjá hann aftur fyrir þér eftir nokkra daga þegar þú hefur kynnst honum á skjánum: berskjaldaður, mislyndur, miklu viðkvæmari en þig grunaði í fyrstu. Það er ekki erfitt að sjá hvers vegna sjónvarpsáhorfendur tóku Flack alvarlega, sem nú er látin fertug að aldri. Hún átti mjög stóran þátt í velgengni þáttanna því hún var á svo margan hátt ekkert öðruvísi en keppendurnir sjálfir. Flack hefði hæglega getað verið keppandi sjálf,“ skrifar Jonze og heldur áfram: „Óteljandi þáttastjórnendur hefðu litið á þennan þátt og allt í kringum hann sem fyrir neðan sína virðingu. Flack hins vegar virtist tengja við tilfinningarússíbana þátttakenda af mikilli einlægni sem var ekki alltaf í samræmi við þættina sjálfa. Hún virtist raunverulega vilja að þátttakendur myndu finna ástina. Hún var jafnmikill aðdáandi eins og hún var þáttastjórnandi svo þetta virtist henta henni fullkomlega,“ skrifar Jonze. Þá hafi keppendur í þáttunum sjaldnast haft eitthvað slæmt um hana að segja. Frægðin var Flack hins vegar erfið. Hún var opinská um það hversu erfitt henni þótti að vera nánast stöðugt til umfjöllunar í slúðurpressunni og hversu takmörkuð virðing væri þar af leiðandi borin fyrir einkalífi hennar. Hinni miklu fjölmiðlaumfjöllun fylgdu síðan alls kyns athugasemdir á samfélagsmiðlum þar sem oftar en ekki var farið ófögrum orðum um Flack. Ástarsambönd hennar vöktu þannig alltaf mikla athygli. Flack „deitaði“ Harry Bretaprins árið 2009 en því sambandi lauk snögglega þegar slúðurmiðlarnir greindu frá því, að sögn Flack sem sagði svo frá í sjálfsævisögu sinni. Það má síðan segja að gula pressan hafi komist í feitt þegar Flack og söngvarinn Harry Styles byrjuðu saman árið 2011. Hann var þá 17 ára en hún 31 árs. Rifjaði Flack síðar upp hvernig hún hefði verið kölluð pervert og barnaníðingur vegna sambands þeirra Styles. Ætlaði ekki að láta þagga niður í sér Flack greindi einnig frá baráttu sinni við þunglyndi og hvernig henni leið til dæmis eftir að hafa unnið Strictly Come Dancing árið 2014. „Mér leið fáránlega, að vera svona leið þegar ég var nýbúin að vinna stærsta raunveruleikaþáttinn í sjónvarpi,“ sagði Flack í viðtali. Seint á síðasta ári deildi hún síðan mynd á Instagram þar sem hún ræddi um geðheilbrigði sitt. „Síðustu vikur hef ég verið á mjög skrýtnum stað… Mér finnst erfitt að tala um það… Ætli þetta sé ekki kvíði og mikil pressa í lífinu,“ skrifað Flack og lauk færslunni á þessum orðum: „Verið góð við hvort annað. Þú veist aldrei hvað er í gangi. Aldrei.“ View this post on Instagram I wanted to write something about mental health day last week but I was knee deep in work. And some days it’s hard to write your feelings of your not in the right place. The last few weeks I’ve been in a really weird place... I find it hard to talk about it .. I guess it’s anxiety and pressure of life ... and when I actually reached out to someone they said I was draining. I feel like this is why some people keep their emotions to themselves. I certainly hate talking about my feelings. And being a burden is my biggest fear.... I’m lucky to be able to pick myself up when things feel shit. But what happens if someone can’t . Be nice to people. You never know what’s going on . Ever A post shared by Caroline (@carolineflack) on Oct 14, 2019 at 11:50am PDT Breskir fjölmiðlar segja að það hafi verið Flack mikið áfall að fá á sig ákæru fyrir líkamsárás á kærastann Burton. Sjálfur var Burton mótfallinn því að hún yrði ákærð en þeim var bannað af ákæruvaldinu að vera í samskiptum fram að réttarhöldum í málinu. Vegna ákærunnar varð Flack enn meiri matur, ef svo má að orði komast, fyrir bresku slúðurpressuna. Á aðfangadag birti Flack færslu á Instagram þar sem hún sagði athyglina og slúðursögurnar yfirþyrmandi. Þótti líklegt að hún væri að vísa í ákæruna en Flack sagði að hún ætlaði ekki að láta þagga niður í sér. Einn daginn myndi hún segja sína sögu. „Ég mun fokking lampa þig“ Það var síðan á föstudag, Valentínusardaginn, sem The Sun birti grein þar sem gert var grín að líkamsárásinni. Í greininni var mynd af Valentínusarkorti með mynd af Flack og undir stóð „Ég mun fokking lampa þig.“ Textinn var tilvísun í árásina þar sem Flack var ákærð fyrir að hafa lamið Burton með lampa. Eftir að greint hafði verið frá andláti Flack á laugardag var greinin tekin út af vefsíðu The Sun en blaðið, líkt og aðrir slúðurmiðlar, hefur ekki farið varhluta af gagnrýni eftir að Flack lést.Breskir stjórnmálamenn hafa til að mynda fordæmt þá innrás sem Flack mátti þola í einkalíf sitt af hálfu fjölmiðla og kalla þeir eftir stífari reglum bæði um fjölmiðla og samfélagsmiðla. Þá sagði talsmaður Boris Johnson, forsætisráðherra, að ráðherrann hefði beint því til samfélagsmiðla að lengra yrði gengið í því að fjarlægja þaðan óásættanlegt efni. Fjölmargir hafa minnst Flack á samfélagsmiðlum síðan hún lést á laugardag, þar á meðal kærasti hennar, Burton sem skrifaði hjartnæma færslu á Instagram í gær. Kvaðst hann vera orðlaus og í miklum sársauka vegna þess hversu sárt hann saknaði Flack. View this post on Instagram My heart is broken we had something so special. I am so lost for words I am in so much pain I miss you so much I know you felt safe with me you always said I don’t think about anything else when I am with you and I was not allowed to be there this time I kept asking and asking. I will be your voice baby I promise I will ask all the questions you wanted and I will get all the answers nothing will bring you back but I will try make you proud everyday. I love you with all my heart A post shared by Lewis Burton (@mrlewisburton) on Feb 15, 2020 at 11:42pm PST Lífleg og elskuleg manneskja Þá minntist fjölmiðlakonan Laura Whitmore Flack í útvarpsþætti á BBC Radio 5 í gær en Whitmore tók við sem þáttastjórnandi Love Island eftir að Flack hætti í kjölfar ákærunnar. Whitmore var grátandi þegar hún minntist vinkonu sinnar: „Fertug að aldri tók Caroline Flack þá ákvörðun að svipta sig lífi og ég vil tala um það. Mig langar að tala um hana og votta henni þá virðingu sem hún á skilið og hún fékk ekki alltaf. Allir sem þekktu Caroline vissu að hún var lífleg, elskuleg og hafði ástríðu fyrir lífinu. Þess vegna „meikar“ ekkert af þessu „sens,“ sagði Whitmore meðal annars. Þátturinn sem fara átti í loftið af Love Island í Bretlandi í gærkvöldi var frestað vegna andláts Flack en verður sýndur í kvöld. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bíó og sjónvarp Bretland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fyrrverandi þáttastýra Love Island fannst látin Breska sjónvarpsstjarnan Caroline Flack er látin, 40 ára að aldri. Hún fannst látin í íbúð sinni í London í dag. 15. febrúar 2020 18:17 Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Fyrrverandi þáttastýra Love Island fannst látin Breska sjónvarpsstjarnan Caroline Flack er látin, 40 ára að aldri. Hún fannst látin í íbúð sinni í London í dag. 15. febrúar 2020 18:17
Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57