Skorar á meirihlutann að standa við ákvæði meirihlutasáttmála um að leiðrétta laun kvennastétta Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 15:16 Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Vísir/Vilhelm Krafa Eflingar um leiðréttingu launa þeirra stétta sem nú eru í verkfalli vegna kjaradeilu við Reykjavíkurborg er eðlileg og það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að verða við þeim kröfum. Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Umræða fór fram í borgarstjórn í dag um stöðu kjarasamningsviðræðna að beiðni þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta í borginni. Samhliða fara fram umræður að beiðni Sósíalistaflokksins um „lág laun sem Reykjavíkurborg greiðir og áhrif þess á starfsfólk.“ Sanna sagði að ekki verði lengur unað við núverandi aðstæður. Hún rifjaði jafnframt upp að í meirihlutasáttmála Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar segi „við ætlum að leiðrétta laun kvennastétta.“ Velti Sanna vöngum yfir því hvers vegna ekki væri staðið við þetta loforð, nú væri tækifærið. Gríðarlegur stuðningur virðist vera við yfirstandandi verkfallsaðgerðir. „Ég velti því fyrir mér hvað það muni taka langan tíma fyrir meirihluta borgarstjórnar til að sjá hvað þessi störf skipti miklu máli,“ sagði Sanna. „Krafan um leiðréttingu er svo eðlileg.“ Fólk eigi erfitt með að eiga fyrir reikningum, mat og húsnæði og hvað til að eiga fyrir öðrum nauðsynjum eða til að stunda frístundir. „Þetta er krafa um réttlæti og sanngirni sem borgin þarf að mæta,“ sagði Sunna. Það sé að mati Sönnu til háborinnar skammar fyrir Reykjavíkurborg að þar búi fólk á barmi fátæktar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstur til máls. Hann ítrekaði mikilvægi lífskjarasamninganna þar sem lagt sé upp með að mæta helst þeim hópi sem lægst hafi launin. Þá hafi mikil vinna verið lögð í útfærslu styttingar vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki og vinnuhópur sem unnið hafi að þeirri útfærslu hafi skilað af sér í síðustu viku. Þá fagnaði hann því að samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar hafi komið saman aftur til fundar í morgun í fyrsta sinn í ellefu daga. Batt hann vonir við það að fundurinn í dag og sá sem áformaður er á morgun leiði til farsællar niðurstöðu. Borgarstjóri geti leyst deiluna „á einni sekúndu“ Hann kvaðst deila óþolinmæli samningsaðila og annarra viðsemjenda borgarinnar eftir því að samningar takist og það skipti borgina máli að það gangi vel fyrir sig, enda eigi borgin líka eftir að semja við fleiri hópa. Kröfur Eflingar hafi verið á öðrum nótum en að miða aðeins við lífskjarasamninga og styttingu vinnuvikunnar. „Þetta er mikilvægt starfsfólk sem sinnir mikilvægum störfum,“ sagði Dagur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sagði að borgarstjóri gæti „á einni sekúndu ákveðið að leysa þessa deilu.“ Samninganefndirnar þurfi að vinna eftir því umboði sem þær hafa og það sé í hans valdi að veita umboðið. Þá skaut hún á Samfylkinguna fyrir að stæra sig af því að vera jafnaðarmannaflokkur á sama tíma og brösulega gangi að semja við kvennastéttir. Staðan hefði komið henni minna á óvart ef Sjálfstæðisflokkurinn væri í brúnni. „En við erum að tala um Samfylkinguna!“ sagði Kolbrún. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.visir/vilhelm Borgarstjórn Jafnréttismál Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira
Krafa Eflingar um leiðréttingu launa þeirra stétta sem nú eru í verkfalli vegna kjaradeilu við Reykjavíkurborg er eðlileg og það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að verða við þeim kröfum. Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Umræða fór fram í borgarstjórn í dag um stöðu kjarasamningsviðræðna að beiðni þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta í borginni. Samhliða fara fram umræður að beiðni Sósíalistaflokksins um „lág laun sem Reykjavíkurborg greiðir og áhrif þess á starfsfólk.“ Sanna sagði að ekki verði lengur unað við núverandi aðstæður. Hún rifjaði jafnframt upp að í meirihlutasáttmála Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar segi „við ætlum að leiðrétta laun kvennastétta.“ Velti Sanna vöngum yfir því hvers vegna ekki væri staðið við þetta loforð, nú væri tækifærið. Gríðarlegur stuðningur virðist vera við yfirstandandi verkfallsaðgerðir. „Ég velti því fyrir mér hvað það muni taka langan tíma fyrir meirihluta borgarstjórnar til að sjá hvað þessi störf skipti miklu máli,“ sagði Sanna. „Krafan um leiðréttingu er svo eðlileg.“ Fólk eigi erfitt með að eiga fyrir reikningum, mat og húsnæði og hvað til að eiga fyrir öðrum nauðsynjum eða til að stunda frístundir. „Þetta er krafa um réttlæti og sanngirni sem borgin þarf að mæta,“ sagði Sunna. Það sé að mati Sönnu til háborinnar skammar fyrir Reykjavíkurborg að þar búi fólk á barmi fátæktar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstur til máls. Hann ítrekaði mikilvægi lífskjarasamninganna þar sem lagt sé upp með að mæta helst þeim hópi sem lægst hafi launin. Þá hafi mikil vinna verið lögð í útfærslu styttingar vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki og vinnuhópur sem unnið hafi að þeirri útfærslu hafi skilað af sér í síðustu viku. Þá fagnaði hann því að samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar hafi komið saman aftur til fundar í morgun í fyrsta sinn í ellefu daga. Batt hann vonir við það að fundurinn í dag og sá sem áformaður er á morgun leiði til farsællar niðurstöðu. Borgarstjóri geti leyst deiluna „á einni sekúndu“ Hann kvaðst deila óþolinmæli samningsaðila og annarra viðsemjenda borgarinnar eftir því að samningar takist og það skipti borgina máli að það gangi vel fyrir sig, enda eigi borgin líka eftir að semja við fleiri hópa. Kröfur Eflingar hafi verið á öðrum nótum en að miða aðeins við lífskjarasamninga og styttingu vinnuvikunnar. „Þetta er mikilvægt starfsfólk sem sinnir mikilvægum störfum,“ sagði Dagur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sagði að borgarstjóri gæti „á einni sekúndu ákveðið að leysa þessa deilu.“ Samninganefndirnar þurfi að vinna eftir því umboði sem þær hafa og það sé í hans valdi að veita umboðið. Þá skaut hún á Samfylkinguna fyrir að stæra sig af því að vera jafnaðarmannaflokkur á sama tíma og brösulega gangi að semja við kvennastéttir. Staðan hefði komið henni minna á óvart ef Sjálfstæðisflokkurinn væri í brúnni. „En við erum að tala um Samfylkinguna!“ sagði Kolbrún. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.visir/vilhelm
Borgarstjórn Jafnréttismál Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira