Skorar á meirihlutann að standa við ákvæði meirihlutasáttmála um að leiðrétta laun kvennastétta Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 15:16 Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Vísir/Vilhelm Krafa Eflingar um leiðréttingu launa þeirra stétta sem nú eru í verkfalli vegna kjaradeilu við Reykjavíkurborg er eðlileg og það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að verða við þeim kröfum. Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Umræða fór fram í borgarstjórn í dag um stöðu kjarasamningsviðræðna að beiðni þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta í borginni. Samhliða fara fram umræður að beiðni Sósíalistaflokksins um „lág laun sem Reykjavíkurborg greiðir og áhrif þess á starfsfólk.“ Sanna sagði að ekki verði lengur unað við núverandi aðstæður. Hún rifjaði jafnframt upp að í meirihlutasáttmála Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar segi „við ætlum að leiðrétta laun kvennastétta.“ Velti Sanna vöngum yfir því hvers vegna ekki væri staðið við þetta loforð, nú væri tækifærið. Gríðarlegur stuðningur virðist vera við yfirstandandi verkfallsaðgerðir. „Ég velti því fyrir mér hvað það muni taka langan tíma fyrir meirihluta borgarstjórnar til að sjá hvað þessi störf skipti miklu máli,“ sagði Sanna. „Krafan um leiðréttingu er svo eðlileg.“ Fólk eigi erfitt með að eiga fyrir reikningum, mat og húsnæði og hvað til að eiga fyrir öðrum nauðsynjum eða til að stunda frístundir. „Þetta er krafa um réttlæti og sanngirni sem borgin þarf að mæta,“ sagði Sunna. Það sé að mati Sönnu til háborinnar skammar fyrir Reykjavíkurborg að þar búi fólk á barmi fátæktar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstur til máls. Hann ítrekaði mikilvægi lífskjarasamninganna þar sem lagt sé upp með að mæta helst þeim hópi sem lægst hafi launin. Þá hafi mikil vinna verið lögð í útfærslu styttingar vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki og vinnuhópur sem unnið hafi að þeirri útfærslu hafi skilað af sér í síðustu viku. Þá fagnaði hann því að samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar hafi komið saman aftur til fundar í morgun í fyrsta sinn í ellefu daga. Batt hann vonir við það að fundurinn í dag og sá sem áformaður er á morgun leiði til farsællar niðurstöðu. Borgarstjóri geti leyst deiluna „á einni sekúndu“ Hann kvaðst deila óþolinmæli samningsaðila og annarra viðsemjenda borgarinnar eftir því að samningar takist og það skipti borgina máli að það gangi vel fyrir sig, enda eigi borgin líka eftir að semja við fleiri hópa. Kröfur Eflingar hafi verið á öðrum nótum en að miða aðeins við lífskjarasamninga og styttingu vinnuvikunnar. „Þetta er mikilvægt starfsfólk sem sinnir mikilvægum störfum,“ sagði Dagur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sagði að borgarstjóri gæti „á einni sekúndu ákveðið að leysa þessa deilu.“ Samninganefndirnar þurfi að vinna eftir því umboði sem þær hafa og það sé í hans valdi að veita umboðið. Þá skaut hún á Samfylkinguna fyrir að stæra sig af því að vera jafnaðarmannaflokkur á sama tíma og brösulega gangi að semja við kvennastéttir. Staðan hefði komið henni minna á óvart ef Sjálfstæðisflokkurinn væri í brúnni. „En við erum að tala um Samfylkinguna!“ sagði Kolbrún. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.visir/vilhelm Borgarstjórn Jafnréttismál Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Sjá meira
Krafa Eflingar um leiðréttingu launa þeirra stétta sem nú eru í verkfalli vegna kjaradeilu við Reykjavíkurborg er eðlileg og það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að verða við þeim kröfum. Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Umræða fór fram í borgarstjórn í dag um stöðu kjarasamningsviðræðna að beiðni þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta í borginni. Samhliða fara fram umræður að beiðni Sósíalistaflokksins um „lág laun sem Reykjavíkurborg greiðir og áhrif þess á starfsfólk.“ Sanna sagði að ekki verði lengur unað við núverandi aðstæður. Hún rifjaði jafnframt upp að í meirihlutasáttmála Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar segi „við ætlum að leiðrétta laun kvennastétta.“ Velti Sanna vöngum yfir því hvers vegna ekki væri staðið við þetta loforð, nú væri tækifærið. Gríðarlegur stuðningur virðist vera við yfirstandandi verkfallsaðgerðir. „Ég velti því fyrir mér hvað það muni taka langan tíma fyrir meirihluta borgarstjórnar til að sjá hvað þessi störf skipti miklu máli,“ sagði Sanna. „Krafan um leiðréttingu er svo eðlileg.“ Fólk eigi erfitt með að eiga fyrir reikningum, mat og húsnæði og hvað til að eiga fyrir öðrum nauðsynjum eða til að stunda frístundir. „Þetta er krafa um réttlæti og sanngirni sem borgin þarf að mæta,“ sagði Sunna. Það sé að mati Sönnu til háborinnar skammar fyrir Reykjavíkurborg að þar búi fólk á barmi fátæktar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstur til máls. Hann ítrekaði mikilvægi lífskjarasamninganna þar sem lagt sé upp með að mæta helst þeim hópi sem lægst hafi launin. Þá hafi mikil vinna verið lögð í útfærslu styttingar vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki og vinnuhópur sem unnið hafi að þeirri útfærslu hafi skilað af sér í síðustu viku. Þá fagnaði hann því að samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar hafi komið saman aftur til fundar í morgun í fyrsta sinn í ellefu daga. Batt hann vonir við það að fundurinn í dag og sá sem áformaður er á morgun leiði til farsællar niðurstöðu. Borgarstjóri geti leyst deiluna „á einni sekúndu“ Hann kvaðst deila óþolinmæli samningsaðila og annarra viðsemjenda borgarinnar eftir því að samningar takist og það skipti borgina máli að það gangi vel fyrir sig, enda eigi borgin líka eftir að semja við fleiri hópa. Kröfur Eflingar hafi verið á öðrum nótum en að miða aðeins við lífskjarasamninga og styttingu vinnuvikunnar. „Þetta er mikilvægt starfsfólk sem sinnir mikilvægum störfum,“ sagði Dagur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sagði að borgarstjóri gæti „á einni sekúndu ákveðið að leysa þessa deilu.“ Samninganefndirnar þurfi að vinna eftir því umboði sem þær hafa og það sé í hans valdi að veita umboðið. Þá skaut hún á Samfylkinguna fyrir að stæra sig af því að vera jafnaðarmannaflokkur á sama tíma og brösulega gangi að semja við kvennastéttir. Staðan hefði komið henni minna á óvart ef Sjálfstæðisflokkurinn væri í brúnni. „En við erum að tala um Samfylkinguna!“ sagði Kolbrún. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.visir/vilhelm
Borgarstjórn Jafnréttismál Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Sjá meira