Vilja fara ólíkar leiðir til þess að bæta kjör félagsmanna Eflingar Eiður Þór Árnason skrifar 18. febrúar 2020 20:58 Staðan í kjaraviðræðum Reykjavíkurborgar og Eflingar var til umræðu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag en ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst í dag. Sumir borgarfulltrúar minnihlutans tóku mjög virkan þátt í þeirri umræðu en athygli vakti að enginn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók þar til máls. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, sagði stöðuna vera grafalvarlega í samtali við fréttastofu. „Við Sósíalistar óskum eftir umræðu um hvernig láglaunastefnan hefur áhrif á starfsmenn borgarinnar. Þetta er gríðarlega slítandi að þurfa hér mánuð eftir mánuð að þurfa að vera settur í þá stöðu að þurfa að komast af á lægstu launum sem duga engan veginn til þess að greiða reikninga, greiða leigu, framfleyta sér og sinni fjölskyldu.“ „Þetta er gjörsamlega óboðlegt og það er okkar að mæta láglaunafólki, hlusta á kröfur Eflingar, hlusta á raddir þessara einstaklinga sem eru núna að stíga fram, leggja niður störf og segja bara „Við getum þetta ekki lengur.“ Það er það sem ég var að kalla eftir á borgarstjórnarfundi núna. Að við myndum eiga virkt samtal um þetta og ég fékk ekki mörg svör,“ bætti Sanna við. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir flokkinn frekar leggja áherslu á að lækka álögur á borgarbúa. „Við komum með þá ábendingu að borgin getur gert margt til að auka kaupmátt. Borgin tekur mjög mikið af laununum í skatt, tekur útsvar sem er hærra heldur í nágrannasveitarfélögunum og borgin getur gert miklu meira af því að vera með hagstætt húsnæði, það er að segja byggja á hagstæðum reitum og þetta höfum við lagt til ítrekað.“ „Við höfum líka bent á það að borgin getur stytt vinnuvikuna með því að vera ekki með svona miklar tafir í umferð. Þetta allt saman, lækka launaskatta, greiða fyrir umferð og vera í raun og veru ekki að taka svona mikið af fólkinu, það er okkar framlag. Borgin á að leggja minni byrgðar á fólkið.“ Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Skorar á meirihlutann að standa við ákvæði meirihlutasáttmála um að leiðrétta laun kvennastétta Krafa Eflingar um leiðréttingu launa þeirra stétta sem nú eru í verkfalli vegna kjaradeilu við Reykjavíkurborg er eðlileg og það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að verða við þeim kröfum. Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. 18. febrúar 2020 15:16 Koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra. 18. febrúar 2020 07:56 Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Fleiri fréttir „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Sjá meira
Staðan í kjaraviðræðum Reykjavíkurborgar og Eflingar var til umræðu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag en ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst í dag. Sumir borgarfulltrúar minnihlutans tóku mjög virkan þátt í þeirri umræðu en athygli vakti að enginn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók þar til máls. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, sagði stöðuna vera grafalvarlega í samtali við fréttastofu. „Við Sósíalistar óskum eftir umræðu um hvernig láglaunastefnan hefur áhrif á starfsmenn borgarinnar. Þetta er gríðarlega slítandi að þurfa hér mánuð eftir mánuð að þurfa að vera settur í þá stöðu að þurfa að komast af á lægstu launum sem duga engan veginn til þess að greiða reikninga, greiða leigu, framfleyta sér og sinni fjölskyldu.“ „Þetta er gjörsamlega óboðlegt og það er okkar að mæta láglaunafólki, hlusta á kröfur Eflingar, hlusta á raddir þessara einstaklinga sem eru núna að stíga fram, leggja niður störf og segja bara „Við getum þetta ekki lengur.“ Það er það sem ég var að kalla eftir á borgarstjórnarfundi núna. Að við myndum eiga virkt samtal um þetta og ég fékk ekki mörg svör,“ bætti Sanna við. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir flokkinn frekar leggja áherslu á að lækka álögur á borgarbúa. „Við komum með þá ábendingu að borgin getur gert margt til að auka kaupmátt. Borgin tekur mjög mikið af laununum í skatt, tekur útsvar sem er hærra heldur í nágrannasveitarfélögunum og borgin getur gert miklu meira af því að vera með hagstætt húsnæði, það er að segja byggja á hagstæðum reitum og þetta höfum við lagt til ítrekað.“ „Við höfum líka bent á það að borgin getur stytt vinnuvikuna með því að vera ekki með svona miklar tafir í umferð. Þetta allt saman, lækka launaskatta, greiða fyrir umferð og vera í raun og veru ekki að taka svona mikið af fólkinu, það er okkar framlag. Borgin á að leggja minni byrgðar á fólkið.“
Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Skorar á meirihlutann að standa við ákvæði meirihlutasáttmála um að leiðrétta laun kvennastétta Krafa Eflingar um leiðréttingu launa þeirra stétta sem nú eru í verkfalli vegna kjaradeilu við Reykjavíkurborg er eðlileg og það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að verða við þeim kröfum. Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. 18. febrúar 2020 15:16 Koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra. 18. febrúar 2020 07:56 Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Fleiri fréttir „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Sjá meira
Skorar á meirihlutann að standa við ákvæði meirihlutasáttmála um að leiðrétta laun kvennastétta Krafa Eflingar um leiðréttingu launa þeirra stétta sem nú eru í verkfalli vegna kjaradeilu við Reykjavíkurborg er eðlileg og það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að verða við þeim kröfum. Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. 18. febrúar 2020 15:16
Koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra. 18. febrúar 2020 07:56
Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01
Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28