Metanbóndi segir metanframleiðslu góða nýtingu á lífrænum úrgangi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 21:00 Hægt er að framleiða metan úr lífrænum úrgangi sem fellur til. vísir/vilhelm „Þetta er takmörkuð auðlind og leysir ekki orkuþörf samgönguflotans en það er gott að þetta geti verið valkostur í þessari grein. Rafmagnið er mjög góður kostur fyrir léttari og smærri bíla en það væri gott að geta afsett þessa vöru við nýtingu á úrganginum,“ segir Jón Tryggvi Guðmundsson, metanbóndi. Jón hefur framleitt metan á búi sínu í rúm tíu ár og á tímabili nýtti hann aðeins heimagert metan sem eldsneyti á ökutæki. Jón ræddi metanbúskapinn í Reykjavík síðdegis og sagði hann undirbúninginn að framleiðslunni hafa byrjað árið 2008 þegar hann keypti búnað til að geta hafið framleiðsluna. Hann segir auðvelt að nálgast hráefni, enda nýtist ýmiss konar lífrænn úrgangur í framleiðsluna. „Það er hægt að sækja hráefni nokkuð víða, það er hægt að nota í þetta allskonar lífrænan úrgang og haugmykjan hentar vel sem grunnur. Það má líka nota hey og lífrænan úrgang úr þéttbýlinu og frá hreinsistöðvum og annað slíkt.“ Þá segir hann úrganginn sem komi úr framleiðslunni nýtast vel sem áburður á tún. „Þetta er mjög góð leið til að farga lífrænum úrgangi. Nýta þetta sem leið til að sleppa urðun og gera eitthvað gagn úr hráefni sem nýtist ekki.“ Jón segir restina af úrganginum, sem verður eftir þegar metanið hefur myndast úr hráefninu, nýtast vel sem áburð. Eftir sitji næringarrík efni sem henti einstaklega vel sem áburður. Úrgangurinn nýtist betur eftir að búið er að taka metan-gasið úr honum þar sem auðveldara sé fyrir plöntur að taka upp næringarefnin eftir að gasið er farið úr úrganginum,“ segir Jón. Jón segir bæði kosti og galla við að framleiða metan úr lífrænum úrgangi heima fyrir. Erfitt geti verið að standa undir kostnaði, enda sé búnaðurinn dýr og segir hann einnig mikla vinnu liggja að baki framleiðslunni. Metanframleiðsla á sveitabæjum gæti til að mynda verið mikil aukaleg vinnuábót fyrir bændur. „Það er ákveðin stærðarhagkvæmni í svona stöðvum þannig að eflaust er betra að menn tækju sig saman um þetta á einhverju svæði og létu byggja miðlæga stöð. Ég held að það sé kannski meiri framtíð heldur en litlar stöðvar á hverju búi.“ Orkumál Reykjavík síðdegis Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
„Þetta er takmörkuð auðlind og leysir ekki orkuþörf samgönguflotans en það er gott að þetta geti verið valkostur í þessari grein. Rafmagnið er mjög góður kostur fyrir léttari og smærri bíla en það væri gott að geta afsett þessa vöru við nýtingu á úrganginum,“ segir Jón Tryggvi Guðmundsson, metanbóndi. Jón hefur framleitt metan á búi sínu í rúm tíu ár og á tímabili nýtti hann aðeins heimagert metan sem eldsneyti á ökutæki. Jón ræddi metanbúskapinn í Reykjavík síðdegis og sagði hann undirbúninginn að framleiðslunni hafa byrjað árið 2008 þegar hann keypti búnað til að geta hafið framleiðsluna. Hann segir auðvelt að nálgast hráefni, enda nýtist ýmiss konar lífrænn úrgangur í framleiðsluna. „Það er hægt að sækja hráefni nokkuð víða, það er hægt að nota í þetta allskonar lífrænan úrgang og haugmykjan hentar vel sem grunnur. Það má líka nota hey og lífrænan úrgang úr þéttbýlinu og frá hreinsistöðvum og annað slíkt.“ Þá segir hann úrganginn sem komi úr framleiðslunni nýtast vel sem áburður á tún. „Þetta er mjög góð leið til að farga lífrænum úrgangi. Nýta þetta sem leið til að sleppa urðun og gera eitthvað gagn úr hráefni sem nýtist ekki.“ Jón segir restina af úrganginum, sem verður eftir þegar metanið hefur myndast úr hráefninu, nýtast vel sem áburð. Eftir sitji næringarrík efni sem henti einstaklega vel sem áburður. Úrgangurinn nýtist betur eftir að búið er að taka metan-gasið úr honum þar sem auðveldara sé fyrir plöntur að taka upp næringarefnin eftir að gasið er farið úr úrganginum,“ segir Jón. Jón segir bæði kosti og galla við að framleiða metan úr lífrænum úrgangi heima fyrir. Erfitt geti verið að standa undir kostnaði, enda sé búnaðurinn dýr og segir hann einnig mikla vinnu liggja að baki framleiðslunni. Metanframleiðsla á sveitabæjum gæti til að mynda verið mikil aukaleg vinnuábót fyrir bændur. „Það er ákveðin stærðarhagkvæmni í svona stöðvum þannig að eflaust er betra að menn tækju sig saman um þetta á einhverju svæði og létu byggja miðlæga stöð. Ég held að það sé kannski meiri framtíð heldur en litlar stöðvar á hverju búi.“
Orkumál Reykjavík síðdegis Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira