Enn einn fyrrverandi starfsmaður CIA ákærður fyrir njósnir Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2020 10:58 Ma, sem starfaði fyrir CIA á níunda áratug síðustu aldar og fyrir FBI á fyrsta áratug þessarar aldar, var handtekinn á föstudaginn. Getty/Brooks Kraft Fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir njósnir á vegum yfirvalda í Kína. Maðurinn er sagður hafa selt leynilegar upplýsingar til Kína í samstarfi við ættingja sinn, sem starfaði einnig áður hjá CIA. Brot mannsins eiga að hafa staðið yfir í meira en áratug. Þó nokkrir fyrrverandi starfsmenn CIA hafa verið ákærðir vegna njósna fyrir Kínverja á undanförnum árum. Að þessi hefur maður sem heitir Alexander Yuk Ching Ma verið ákærður. Hann er 67 ára gamall og er sagður hafa fært Kínverjum upplýsingar um starfsmenn CIA, aðgerðir þeirra og samskiptaaðferðir. Það á hann að hafa gert í samfloti með 87 ára gömlum frænda sínum, sem vann einnig hjá CIA. Sá hefur þó ekki verið ákærður vegna þess að hann þjáist af alvarlegum vitglöpum. Njósnir þeirra hófust árið 2001 og fengu þeir 50 þúsund dali frá Kína fyrir leynilegar upplýsingar. Ma, sem starfaði fyrir CIA á níunda áratug síðustu aldar og fyrir FBI á fyrsta áratug þessarar aldar, var handtekinn á föstudaginn, samkvæmt frétt New York Times. Í nóvember í fyrra var Jerry Chun Shing Lee dæmdur í nítján ára fangelsi vegna njósna fyrir yfirvöld í Kína. Í maí í fyrra var svo Kevin Mallory dæmdur fyrir njósnir fyrir yfirvöld í Kína. Njósnir Lee leiddu meðal annars til þess að yfirvöld í Kína þurrkuðu út njósnahring Bandaríkjanna þar í landi með kerfisbundnum hætti. Það er eitt versta áfall CIA í sögu stofnunarinnar og var sömuleiðis rakið til galla í samskiptakerfi stofnunarinnar. Ma er sagður hafa útvegað Kínverjum upplýsingar um minnst tvo aðila sem taldir voru vera njósnarar í Kína. Það var árið 2006, löngu áður en njósnahringurinn var þurrkaður út. Í yfirlýsingu frá aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að njósnasaga Kína í Bandaríkjunum sé löng og því miður sé hún þakin fyrrverandi starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna sem hafi svikið samstarfsmenn sína, land sitt og gildi þess til að styðja harðstjórn í Kína. Ma fæddist í Hong KOng áriðo 1952 en fluttist til Hawaii árið 1968. Þar gekk hann í skóla og varð bandarískur ríkisborgari. Hann gekk til liðs við CIA áriðo 1982 og starfaði þar til ársins 1989. Hann virðist hafa flust til Kína í nokkur ár en sneri aftur til Bandaríkjanna árið 2000. Árið 2006 hóf hann störf hjá FBI sem túlkur. Það ár færði hann eldri frænda sínum myndir af fólki sem Kínverjar töldu vera að njósna fyrir Bandaríkin. Frændinn gat bent á tvo af fimm aðilum sem höfðu verið myndaðir. Kona Ma ferðaðist síðan til Shanghai þar sem hún færði útsendurum leyniþjónusta Kína fartölvu sem innihélt leynilegar upplýsingar. Á meðan hann starfaði fyrir FBI tók hann ítrekað afrit af leynilegum skjölum sem hann átti að túlka og afhenti Kínverjum þau. Eftir að FBI kom höndum yfir leynilega upptöku af upprunalegum fundi Ma og kínverskra njósnara hafði starfsmaður FBI samband við Ma. Sá þóttist vera útsendari leyniþjónustu Kína. Þeir funduðu nokkrum sinum og viðurkenndi Ma að njósnir sínar. Bandaríkin Kína Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir njósnir á vegum yfirvalda í Kína. Maðurinn er sagður hafa selt leynilegar upplýsingar til Kína í samstarfi við ættingja sinn, sem starfaði einnig áður hjá CIA. Brot mannsins eiga að hafa staðið yfir í meira en áratug. Þó nokkrir fyrrverandi starfsmenn CIA hafa verið ákærðir vegna njósna fyrir Kínverja á undanförnum árum. Að þessi hefur maður sem heitir Alexander Yuk Ching Ma verið ákærður. Hann er 67 ára gamall og er sagður hafa fært Kínverjum upplýsingar um starfsmenn CIA, aðgerðir þeirra og samskiptaaðferðir. Það á hann að hafa gert í samfloti með 87 ára gömlum frænda sínum, sem vann einnig hjá CIA. Sá hefur þó ekki verið ákærður vegna þess að hann þjáist af alvarlegum vitglöpum. Njósnir þeirra hófust árið 2001 og fengu þeir 50 þúsund dali frá Kína fyrir leynilegar upplýsingar. Ma, sem starfaði fyrir CIA á níunda áratug síðustu aldar og fyrir FBI á fyrsta áratug þessarar aldar, var handtekinn á föstudaginn, samkvæmt frétt New York Times. Í nóvember í fyrra var Jerry Chun Shing Lee dæmdur í nítján ára fangelsi vegna njósna fyrir yfirvöld í Kína. Í maí í fyrra var svo Kevin Mallory dæmdur fyrir njósnir fyrir yfirvöld í Kína. Njósnir Lee leiddu meðal annars til þess að yfirvöld í Kína þurrkuðu út njósnahring Bandaríkjanna þar í landi með kerfisbundnum hætti. Það er eitt versta áfall CIA í sögu stofnunarinnar og var sömuleiðis rakið til galla í samskiptakerfi stofnunarinnar. Ma er sagður hafa útvegað Kínverjum upplýsingar um minnst tvo aðila sem taldir voru vera njósnarar í Kína. Það var árið 2006, löngu áður en njósnahringurinn var þurrkaður út. Í yfirlýsingu frá aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að njósnasaga Kína í Bandaríkjunum sé löng og því miður sé hún þakin fyrrverandi starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna sem hafi svikið samstarfsmenn sína, land sitt og gildi þess til að styðja harðstjórn í Kína. Ma fæddist í Hong KOng áriðo 1952 en fluttist til Hawaii árið 1968. Þar gekk hann í skóla og varð bandarískur ríkisborgari. Hann gekk til liðs við CIA áriðo 1982 og starfaði þar til ársins 1989. Hann virðist hafa flust til Kína í nokkur ár en sneri aftur til Bandaríkjanna árið 2000. Árið 2006 hóf hann störf hjá FBI sem túlkur. Það ár færði hann eldri frænda sínum myndir af fólki sem Kínverjar töldu vera að njósna fyrir Bandaríkin. Frændinn gat bent á tvo af fimm aðilum sem höfðu verið myndaðir. Kona Ma ferðaðist síðan til Shanghai þar sem hún færði útsendurum leyniþjónusta Kína fartölvu sem innihélt leynilegar upplýsingar. Á meðan hann starfaði fyrir FBI tók hann ítrekað afrit af leynilegum skjölum sem hann átti að túlka og afhenti Kínverjum þau. Eftir að FBI kom höndum yfir leynilega upptöku af upprunalegum fundi Ma og kínverskra njósnara hafði starfsmaður FBI samband við Ma. Sá þóttist vera útsendari leyniþjónustu Kína. Þeir funduðu nokkrum sinum og viðurkenndi Ma að njósnir sínar.
Bandaríkin Kína Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira