Gerir helmingur allra hrossabænda sig sekan um vanrækslu eða dýraníð? Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. febrúar 2020 14:00 Margir virðast halda, að það sé almenn regla, að bændur á Íslandi annist dýr sín vel og fylgi lögum um dýravernd og dýravelferð í sínu dýrahaldi. Væri vel, ef rétt væri. Undirritaður var þó að skoða Starfsskýrslu Matvælastofnunar, MAST, fyrir 2018, sem er 10 ára afmælisár hjá stofnuninni. Margt kemur fram í þessari skýrslu, m.a. það, að 2018 munu hafa verið um 73.000 hross í landinu, og var um 3.000 fullorðnum hrossum, auk 4.500 folalda, slátrað; seld í kjöthakk og annað kjötmeti. Kannski er ekki mikið um þetta að segja, ef menn vilja byggja sitt lífsviðurværi á því, að ala dýr í þennan heim - líka spendýr, sem eru í grundvallar atriðum sköpuð, eins og við, mannfólkið, þó stærð, form og lögun kunni að vera önnur - til þess að slátra þeim og selja í kjötiðnaðinn.Það hlýtur þó að vekja blendnar tilfinningar hjá sumum, vonandi mörgum, að Þarfasti þjónninn, sem hélt lífinu í þessari þjóð, á harðræðistímum, um ár og aldir, með fórnfýsi, dugnaði og þrautseigju, svo af bar, sé nú ekki meira metinn af bændum, en svo, að hann sé í stórum stíl, í þúsunda tali, seldur í kjöthakk.Á árinu 2016 (nýrri gögn voru greinilega ekki til) fór MAST á 269 starfsstöðvar hrossabænda til eftirlits. Þetta voru þó ekki nema 12% allra hrossabænda, þannig, að eftirlitið er greinilega af skornum skammti.Komu alvarleg frávik varðandi velferð hestanna fram hjá 37 bændum. Hjá frekari 110 bændum komu fram velferðarfrávik, „sem ekki voru metin eins alvarleg“, eins og segir í skýrslunni, en voru þó greinilega líka alvarleg. Á þennan hátt kom í ljós, að við eftirlit hjá 269 hrossa-bændum, voru misalvarleg brot á velferð dýranna hjá 147 bændanna í gangi; 55% dýranna sættu vanrækslu, illri meðferð eða hreinu níði. Af þeim 37 tilvikum, sem alvarlegast þóttu, var um skort á fóðri að ræða í 14 tilvikum; voru dýrin vanalin eða svelt. Athyglisvert er, að í lokaathugasemd um þessi 37 brotlegu hrossabú, kom þessi athugasemd: „Úrbótum ekki sinn í 23 tilvikum“. Hvað gert var við þá, sem sinntu ekki úrbótum, kemur ekkert fram. Kannski var það ekkert! Í sömu skýrslu kemur fram, að blóðmerar hafi verið haldnar á 92 hrossabýlum. Var það tæplega 30% aukning frá árinu áður; 20 blóðhrossabændur bættust við milli ára. Um þetta hefur lítið verið fjallað, en þetta blóðmerahald byggist á því, að hryssur er gerðar fylfullar og svo er tappað af þeim blóði, 5 lítrum í senn, yfir leitt fjórum sinnum á tveggja mánaða tímabili á haustin, alls 20 lítrum, en blóðið er síðan selt lyfjafyrirtækjum til framleiðslu á frjósemislyfjum. Er þetta gert í svo miklum mæli, að heildarmagn nemur mörgum tugum tonna af blóði ár hvert.Það skelfilega við þetta dýrahald, ef dýrahald skyldi kalla – dýraníð á sennilega betur við - er það, að þetta eru allt villtar merar - útigangshross -, sem auðvitað þarf að beita heiftarlegu ofbeldi – hreinum fantabrögðum – til að unnt sé að ná þeim í algjöra kyrrstöðu, meðan að blóðinu er tappað af þeim. Það munu vera eiðsvarðir dýralæknar, sem gefa sig í blóðtökuna. Ekki mikil sjálfsvirðing í gangi þar. Virðast bændur halda þúsundir dýra í þessu skyni. Aftur má spyrja um virðingu bænda fyrir Þarfasta þjóninum. Geta þessir bændur virkilega ekki skapað sér einhvern skárri afkomugrundvöll, sýnt af sér aðeins meiri mannsæmd í sínu starfi, en þetta? Það er fyrirtækið Ísteka, sem stendur að þessari fyrir mér ljótu iðju, en leyfi fékk fyrirtækið - sem hefur stundað þetta í 30 ár - frá Lyfjastofnun, og á MAST að hafa eftirlit með þessari starfsemi. Þetta eftirlit mun þó byggjast á „stikkprufum byggðu á áhættumati“, eins og segir í skýrslu MAST, sem undirritaður skilur sem málamynda prufur. Við í Jarðarvinum sendum forstjóra og aðstoðarforstjóra Lyfjastofnunar þessar spurningar 21. janúar sl. með tilvísunar í upplýsingalög nr. 140/2012, sem þýðir, að Lyfjastofnun hefði borið að svara innan viku:1. Hversu margar útigangshryssur eru í svokölluðu blóðmerahaldi? 2. Hversu margir bændur halda blóðmerar? 3. Hvaða aðferðum er beitt til að taka blóð af þessum merum? Nú eru þetta villt dýr. Er augljóst, að ekki verður tappað blóði af þeim, nema með heiftarlegu ofbeldi gagnvart þeim. Beðið er um lýsingu á þessum blóðtöku aðferðum. 4. Vinsamlegast upplýsið á grundvelli hverra lagaheimilda, þessi blóðtaka – sem mun hafa farið fram í 40 ár, og þeir, sem henni stýra, kalla „blóðgjöf blóðgjafahryssa“, jafn kaldhæðnislegt og það er - fer fram. Í millitíðinni hafa ný lög og nýjar reglugerðir til dýraverndar og dýravelferðar tekið gildi. Samræmist þetta ofbeldi og þessi líkamlegi yfirgangur við dýrin þeim nýju verndar- og velferðar ákvæðum? 5. Sérstaklega er spurt, hvort þessi blóðtaka samræmist lögum nr. 55/2013; markmiði, anda og hinum margvíslegu ákvæðum laganna. Nú, 3. febrúar, hefur ekkert svar borist. Þessum spurningum var líka beint að MAST þann 21. janúar sl. Eru þessar spurningar hér með áréttaðar við Lyfjastofnun og MAST og svara krafist! Loka tilfinning undirritaðs við þessa málsskoðun er sú, að við Íslendingar megum skammast okkar fyrir, hvernig við höfum farið með þarfasta þjóninn og taka saman höndum um, að bæta út því eins skjótt og vel og verða má. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Landbúnaður Ole Anton Bieltvedt Blóðmerahald Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Margir virðast halda, að það sé almenn regla, að bændur á Íslandi annist dýr sín vel og fylgi lögum um dýravernd og dýravelferð í sínu dýrahaldi. Væri vel, ef rétt væri. Undirritaður var þó að skoða Starfsskýrslu Matvælastofnunar, MAST, fyrir 2018, sem er 10 ára afmælisár hjá stofnuninni. Margt kemur fram í þessari skýrslu, m.a. það, að 2018 munu hafa verið um 73.000 hross í landinu, og var um 3.000 fullorðnum hrossum, auk 4.500 folalda, slátrað; seld í kjöthakk og annað kjötmeti. Kannski er ekki mikið um þetta að segja, ef menn vilja byggja sitt lífsviðurværi á því, að ala dýr í þennan heim - líka spendýr, sem eru í grundvallar atriðum sköpuð, eins og við, mannfólkið, þó stærð, form og lögun kunni að vera önnur - til þess að slátra þeim og selja í kjötiðnaðinn.Það hlýtur þó að vekja blendnar tilfinningar hjá sumum, vonandi mörgum, að Þarfasti þjónninn, sem hélt lífinu í þessari þjóð, á harðræðistímum, um ár og aldir, með fórnfýsi, dugnaði og þrautseigju, svo af bar, sé nú ekki meira metinn af bændum, en svo, að hann sé í stórum stíl, í þúsunda tali, seldur í kjöthakk.Á árinu 2016 (nýrri gögn voru greinilega ekki til) fór MAST á 269 starfsstöðvar hrossabænda til eftirlits. Þetta voru þó ekki nema 12% allra hrossabænda, þannig, að eftirlitið er greinilega af skornum skammti.Komu alvarleg frávik varðandi velferð hestanna fram hjá 37 bændum. Hjá frekari 110 bændum komu fram velferðarfrávik, „sem ekki voru metin eins alvarleg“, eins og segir í skýrslunni, en voru þó greinilega líka alvarleg. Á þennan hátt kom í ljós, að við eftirlit hjá 269 hrossa-bændum, voru misalvarleg brot á velferð dýranna hjá 147 bændanna í gangi; 55% dýranna sættu vanrækslu, illri meðferð eða hreinu níði. Af þeim 37 tilvikum, sem alvarlegast þóttu, var um skort á fóðri að ræða í 14 tilvikum; voru dýrin vanalin eða svelt. Athyglisvert er, að í lokaathugasemd um þessi 37 brotlegu hrossabú, kom þessi athugasemd: „Úrbótum ekki sinn í 23 tilvikum“. Hvað gert var við þá, sem sinntu ekki úrbótum, kemur ekkert fram. Kannski var það ekkert! Í sömu skýrslu kemur fram, að blóðmerar hafi verið haldnar á 92 hrossabýlum. Var það tæplega 30% aukning frá árinu áður; 20 blóðhrossabændur bættust við milli ára. Um þetta hefur lítið verið fjallað, en þetta blóðmerahald byggist á því, að hryssur er gerðar fylfullar og svo er tappað af þeim blóði, 5 lítrum í senn, yfir leitt fjórum sinnum á tveggja mánaða tímabili á haustin, alls 20 lítrum, en blóðið er síðan selt lyfjafyrirtækjum til framleiðslu á frjósemislyfjum. Er þetta gert í svo miklum mæli, að heildarmagn nemur mörgum tugum tonna af blóði ár hvert.Það skelfilega við þetta dýrahald, ef dýrahald skyldi kalla – dýraníð á sennilega betur við - er það, að þetta eru allt villtar merar - útigangshross -, sem auðvitað þarf að beita heiftarlegu ofbeldi – hreinum fantabrögðum – til að unnt sé að ná þeim í algjöra kyrrstöðu, meðan að blóðinu er tappað af þeim. Það munu vera eiðsvarðir dýralæknar, sem gefa sig í blóðtökuna. Ekki mikil sjálfsvirðing í gangi þar. Virðast bændur halda þúsundir dýra í þessu skyni. Aftur má spyrja um virðingu bænda fyrir Þarfasta þjóninum. Geta þessir bændur virkilega ekki skapað sér einhvern skárri afkomugrundvöll, sýnt af sér aðeins meiri mannsæmd í sínu starfi, en þetta? Það er fyrirtækið Ísteka, sem stendur að þessari fyrir mér ljótu iðju, en leyfi fékk fyrirtækið - sem hefur stundað þetta í 30 ár - frá Lyfjastofnun, og á MAST að hafa eftirlit með þessari starfsemi. Þetta eftirlit mun þó byggjast á „stikkprufum byggðu á áhættumati“, eins og segir í skýrslu MAST, sem undirritaður skilur sem málamynda prufur. Við í Jarðarvinum sendum forstjóra og aðstoðarforstjóra Lyfjastofnunar þessar spurningar 21. janúar sl. með tilvísunar í upplýsingalög nr. 140/2012, sem þýðir, að Lyfjastofnun hefði borið að svara innan viku:1. Hversu margar útigangshryssur eru í svokölluðu blóðmerahaldi? 2. Hversu margir bændur halda blóðmerar? 3. Hvaða aðferðum er beitt til að taka blóð af þessum merum? Nú eru þetta villt dýr. Er augljóst, að ekki verður tappað blóði af þeim, nema með heiftarlegu ofbeldi gagnvart þeim. Beðið er um lýsingu á þessum blóðtöku aðferðum. 4. Vinsamlegast upplýsið á grundvelli hverra lagaheimilda, þessi blóðtaka – sem mun hafa farið fram í 40 ár, og þeir, sem henni stýra, kalla „blóðgjöf blóðgjafahryssa“, jafn kaldhæðnislegt og það er - fer fram. Í millitíðinni hafa ný lög og nýjar reglugerðir til dýraverndar og dýravelferðar tekið gildi. Samræmist þetta ofbeldi og þessi líkamlegi yfirgangur við dýrin þeim nýju verndar- og velferðar ákvæðum? 5. Sérstaklega er spurt, hvort þessi blóðtaka samræmist lögum nr. 55/2013; markmiði, anda og hinum margvíslegu ákvæðum laganna. Nú, 3. febrúar, hefur ekkert svar borist. Þessum spurningum var líka beint að MAST þann 21. janúar sl. Eru þessar spurningar hér með áréttaðar við Lyfjastofnun og MAST og svara krafist! Loka tilfinning undirritaðs við þessa málsskoðun er sú, að við Íslendingar megum skammast okkar fyrir, hvernig við höfum farið með þarfasta þjóninn og taka saman höndum um, að bæta út því eins skjótt og vel og verða má.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun