Vilja ekki að Samherjaskip yfirgefi Namibíu án þess að lögregla viti af því Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2020 09:45 Paulus Noa, framkvæmdarstjóri spillingarlögreglunnar ACC í Namibíu. Skjáskot/One Africa TV Spillingarlögreglan í Namibíu ráðleggur stjórnvöldum þar í landi að tryggja það að fiskiskipum eða einstaklingum í Namibíu sem tengist Samherjamálinu á einhvern hátt verði ekki leyft að yfirgefa landið, án þess að lögregla verði fyrst látin vita. Þetta kemur fram á namibíska fréttavefnum New Era en Rúv greindi fyrst frá hér á landi. Er þetta haft eftir Paulus Noa, yfirmanni spillingarlögreglunnar, sem segir að um sé að ræða gríðarlega umfangsmikið mál og að búist sé við að fleiri handtökur séu framundan vegna rannsóknar málsins.Fyrir helgi var greint frá því að sjómenn á Sögu, skipi Samherja í Namibíu, hafi áhyggjur um stöðu sína eftir að skipinu var siglt til Las Palmas á Kanarí-eyjum.Í frétt New Era segir að yfirvöld í Namibíu vinni nú að því að Saga skili sér aftur til Namibíu.Nokkrir fyrrverandi ráðherrar og einstaklingarþeim tengdir sitja í gæsluvarðhaldi í Namibíu vegna málsins.Eru þeir grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið svonefnda.Þeim Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasyni Esau og frænda áðurnefnds James, og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er gefið að sök að hafa þegið hið minnsta 103,6 milljónir namibíudala í mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Arngrímur játaði ólöglegar veiðar í Namibíu Refsing verður ákveðin miðvikudaginn 5. febrúar. 31. janúar 2020 16:42 „Íslenski sjómaðurinn sem barðist við hákarla“ Fjallað er um uppljóstrarann Jóhannes Stefánsson í afríska miðlinum Mail & Guardian í dag undir fyrirsögninni Íslenski sjómaðurinn sem barðist við hákarla og hafði betur. 31. janúar 2020 09:06 Segir endurkomu Þorsteins Más velta á niðurstöðu rannsóknar Wikborg Rein Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, útilokar ekki að Þorsteinn Már Baldvinsson muni snúa aftur í stól forstjóra Samherja. 24. janúar 2020 08:40 Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist engra sérstakra hagsmuna hafa að gæta gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 11:46 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Spillingarlögreglan í Namibíu ráðleggur stjórnvöldum þar í landi að tryggja það að fiskiskipum eða einstaklingum í Namibíu sem tengist Samherjamálinu á einhvern hátt verði ekki leyft að yfirgefa landið, án þess að lögregla verði fyrst látin vita. Þetta kemur fram á namibíska fréttavefnum New Era en Rúv greindi fyrst frá hér á landi. Er þetta haft eftir Paulus Noa, yfirmanni spillingarlögreglunnar, sem segir að um sé að ræða gríðarlega umfangsmikið mál og að búist sé við að fleiri handtökur séu framundan vegna rannsóknar málsins.Fyrir helgi var greint frá því að sjómenn á Sögu, skipi Samherja í Namibíu, hafi áhyggjur um stöðu sína eftir að skipinu var siglt til Las Palmas á Kanarí-eyjum.Í frétt New Era segir að yfirvöld í Namibíu vinni nú að því að Saga skili sér aftur til Namibíu.Nokkrir fyrrverandi ráðherrar og einstaklingarþeim tengdir sitja í gæsluvarðhaldi í Namibíu vegna málsins.Eru þeir grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið svonefnda.Þeim Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasyni Esau og frænda áðurnefnds James, og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er gefið að sök að hafa þegið hið minnsta 103,6 milljónir namibíudala í mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Arngrímur játaði ólöglegar veiðar í Namibíu Refsing verður ákveðin miðvikudaginn 5. febrúar. 31. janúar 2020 16:42 „Íslenski sjómaðurinn sem barðist við hákarla“ Fjallað er um uppljóstrarann Jóhannes Stefánsson í afríska miðlinum Mail & Guardian í dag undir fyrirsögninni Íslenski sjómaðurinn sem barðist við hákarla og hafði betur. 31. janúar 2020 09:06 Segir endurkomu Þorsteins Más velta á niðurstöðu rannsóknar Wikborg Rein Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, útilokar ekki að Þorsteinn Már Baldvinsson muni snúa aftur í stól forstjóra Samherja. 24. janúar 2020 08:40 Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist engra sérstakra hagsmuna hafa að gæta gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 11:46 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Arngrímur játaði ólöglegar veiðar í Namibíu Refsing verður ákveðin miðvikudaginn 5. febrúar. 31. janúar 2020 16:42
„Íslenski sjómaðurinn sem barðist við hákarla“ Fjallað er um uppljóstrarann Jóhannes Stefánsson í afríska miðlinum Mail & Guardian í dag undir fyrirsögninni Íslenski sjómaðurinn sem barðist við hákarla og hafði betur. 31. janúar 2020 09:06
Segir endurkomu Þorsteins Más velta á niðurstöðu rannsóknar Wikborg Rein Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, útilokar ekki að Þorsteinn Már Baldvinsson muni snúa aftur í stól forstjóra Samherja. 24. janúar 2020 08:40
Engin tengsl við Samherja nema áratugakunningsskapur við eigandann Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist engra sérstakra hagsmuna hafa að gæta gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. 22. janúar 2020 11:46
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent