Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2020 13:09 Thwaites-jökullinn á Suðurskautslandinu er risavaxinn og afskekktur. Erfitt hefur reynst að gera beinar mælingar á ísnum þar fram til þessa. NASA/OIB/Jeremy Harbeck Sjór undir risavöxnum og viðkvæmum jökli á Vestur-Suðurskautslandinu reyndist meira en tveimur gráðum ofar frostmarki á þeim slóðum við nýlegar rannsóknir vísindamanna þar. Þetta eru fyrstu beinu mælingar á hitastigi sjávar undir jökli og styður tilgátu um að hlýr sjór stuðli að stórfelldri bráðnun jökla. Áætlað er að Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu hafi tapað meira en 600 milljörðum tonna íss á undanförnum áratugum og allt að fimmtíu milljörðum tonn árlega síðustu árin. Tilgáta vísindamanna er að hlýr sjór komist að og undir jökulinn og stuðli að bráðnun. Aðgengi að jöklinum er hins vegar erfitt og því hafa beinar athuganir ekki staðfest það fyrr en nú. Bandarískir og breskir vísindamenn boruðu allt að 600 metra í gegnum austanverðan Thwaites-jökulinn á skilunum þar sem berggrunninum sleppir og ísinn byrjar að fljóta á sjónum. Sjávarhitinn þar mældist í kringum núll gráður, meira en tveimur gráðum yfir frostmarki á þessum slóðum. „Þetta er virkilega, virkilega slæmt. Þetta eru ekki sjálfbærar aðstæður fyrir jökulinn,“ segir David Holland, jöklafræðingur við New York-háskóla, við Washington Post. Thwaites-jökullinn er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir bráðnun og því líklegur til að geta valdið umtalsverðri hækkun sjávarstöðu á jörðinni. Jökullinn er sérstaklega breiður og snúa um 120 kílómetrar hans að sjónum. Engir drangar eða fjöll eru heldur til að aftra skriði hans út í hafið. Þá er jökullinn sagður verða enn þykkari inn til landsins sem er talið auka enn á mögulegan óstöðugleika hans og flýta skriði hans. Vísbendingar eru um að Vestur-Suðurskautslandið hafi verið íslaust fyrir um 100.000 árum. Vísindamenn óttast að bráðun vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti hafa hrint af stað ferli sem leiðir til þess að svæðið verði aftur opið haf. Það þýddi veruleg hækkun sjávarstöðu sem ætti sér stað yfir hundruð ára og myndi ógna strandbyggðum á jörðinni. Sjávarstaða við Ísland er viðkvæm fyrir bráðnun á suðurskautinu. Spáð er því að hækkun yfirborðs sjávar við Íslandsstrendur vegna bráðnunar jökla og varmaútþennslu sjávar verði mögulega aðeins 30-40% af hnattrænu meðaltali. Ástæðan er bráðnun Grænlandsjökuls. Jökullinn er svo massamikill að þyngdarsvið hans hífir upp sjávarstöðu í nágrenni hans, þar á meðal við Ísland. Með stórfelldri bráðnun Grænlandsjökuls dregur úr þessum þyngdaráhrifum og yfirborð sjávar lækkar í nágrenni hans á sama tíma og bráðnunarvatnið hækkar yfirborðið sunnar á hnettinum. Verði skyndilegt hrun í ísnum á Suðurskautslandinu gætu spár um sjávarstöðuhækkun við Ísland tvöfaldast. Loftslagsmál Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Ný rannsókn á plastmagni á Suðurskautslandinu veldur áhyggjum Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun hefur verið gerð til þess að mæla hversu mikið plast hefur ratað í þessa annars ósnortnu heimsálfu. 25. janúar 2020 16:30 Risastór ísjaki losnaði á Suðurskautslandinu Jakinn er um 1.600 ferkílómetrar að flatarmáli eða á stærð við stórborgina London og nærliggjandi bæi. 1. október 2019 08:15 Bráðnun Grænlandsjökuls á við allra minni jökla samanlagt Stóru ísbreiðurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu og hvernig þær bregðast við hnattrænni hlýnun af völdum manna ræður nú mestu um þróun sjávarstöðu á jörðinni næstu áratugina og aldirnar. 25. september 2019 15:15 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Sjór undir risavöxnum og viðkvæmum jökli á Vestur-Suðurskautslandinu reyndist meira en tveimur gráðum ofar frostmarki á þeim slóðum við nýlegar rannsóknir vísindamanna þar. Þetta eru fyrstu beinu mælingar á hitastigi sjávar undir jökli og styður tilgátu um að hlýr sjór stuðli að stórfelldri bráðnun jökla. Áætlað er að Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu hafi tapað meira en 600 milljörðum tonna íss á undanförnum áratugum og allt að fimmtíu milljörðum tonn árlega síðustu árin. Tilgáta vísindamanna er að hlýr sjór komist að og undir jökulinn og stuðli að bráðnun. Aðgengi að jöklinum er hins vegar erfitt og því hafa beinar athuganir ekki staðfest það fyrr en nú. Bandarískir og breskir vísindamenn boruðu allt að 600 metra í gegnum austanverðan Thwaites-jökulinn á skilunum þar sem berggrunninum sleppir og ísinn byrjar að fljóta á sjónum. Sjávarhitinn þar mældist í kringum núll gráður, meira en tveimur gráðum yfir frostmarki á þessum slóðum. „Þetta er virkilega, virkilega slæmt. Þetta eru ekki sjálfbærar aðstæður fyrir jökulinn,“ segir David Holland, jöklafræðingur við New York-háskóla, við Washington Post. Thwaites-jökullinn er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir bráðnun og því líklegur til að geta valdið umtalsverðri hækkun sjávarstöðu á jörðinni. Jökullinn er sérstaklega breiður og snúa um 120 kílómetrar hans að sjónum. Engir drangar eða fjöll eru heldur til að aftra skriði hans út í hafið. Þá er jökullinn sagður verða enn þykkari inn til landsins sem er talið auka enn á mögulegan óstöðugleika hans og flýta skriði hans. Vísbendingar eru um að Vestur-Suðurskautslandið hafi verið íslaust fyrir um 100.000 árum. Vísindamenn óttast að bráðun vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti hafa hrint af stað ferli sem leiðir til þess að svæðið verði aftur opið haf. Það þýddi veruleg hækkun sjávarstöðu sem ætti sér stað yfir hundruð ára og myndi ógna strandbyggðum á jörðinni. Sjávarstaða við Ísland er viðkvæm fyrir bráðnun á suðurskautinu. Spáð er því að hækkun yfirborðs sjávar við Íslandsstrendur vegna bráðnunar jökla og varmaútþennslu sjávar verði mögulega aðeins 30-40% af hnattrænu meðaltali. Ástæðan er bráðnun Grænlandsjökuls. Jökullinn er svo massamikill að þyngdarsvið hans hífir upp sjávarstöðu í nágrenni hans, þar á meðal við Ísland. Með stórfelldri bráðnun Grænlandsjökuls dregur úr þessum þyngdaráhrifum og yfirborð sjávar lækkar í nágrenni hans á sama tíma og bráðnunarvatnið hækkar yfirborðið sunnar á hnettinum. Verði skyndilegt hrun í ísnum á Suðurskautslandinu gætu spár um sjávarstöðuhækkun við Ísland tvöfaldast.
Loftslagsmál Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Ný rannsókn á plastmagni á Suðurskautslandinu veldur áhyggjum Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun hefur verið gerð til þess að mæla hversu mikið plast hefur ratað í þessa annars ósnortnu heimsálfu. 25. janúar 2020 16:30 Risastór ísjaki losnaði á Suðurskautslandinu Jakinn er um 1.600 ferkílómetrar að flatarmáli eða á stærð við stórborgina London og nærliggjandi bæi. 1. október 2019 08:15 Bráðnun Grænlandsjökuls á við allra minni jökla samanlagt Stóru ísbreiðurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu og hvernig þær bregðast við hnattrænni hlýnun af völdum manna ræður nú mestu um þróun sjávarstöðu á jörðinni næstu áratugina og aldirnar. 25. september 2019 15:15 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Ný rannsókn á plastmagni á Suðurskautslandinu veldur áhyggjum Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun hefur verið gerð til þess að mæla hversu mikið plast hefur ratað í þessa annars ósnortnu heimsálfu. 25. janúar 2020 16:30
Risastór ísjaki losnaði á Suðurskautslandinu Jakinn er um 1.600 ferkílómetrar að flatarmáli eða á stærð við stórborgina London og nærliggjandi bæi. 1. október 2019 08:15
Bráðnun Grænlandsjökuls á við allra minni jökla samanlagt Stóru ísbreiðurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu og hvernig þær bregðast við hnattrænni hlýnun af völdum manna ræður nú mestu um þróun sjávarstöðu á jörðinni næstu áratugina og aldirnar. 25. september 2019 15:15