Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2020 13:09 Thwaites-jökullinn á Suðurskautslandinu er risavaxinn og afskekktur. Erfitt hefur reynst að gera beinar mælingar á ísnum þar fram til þessa. NASA/OIB/Jeremy Harbeck Sjór undir risavöxnum og viðkvæmum jökli á Vestur-Suðurskautslandinu reyndist meira en tveimur gráðum ofar frostmarki á þeim slóðum við nýlegar rannsóknir vísindamanna þar. Þetta eru fyrstu beinu mælingar á hitastigi sjávar undir jökli og styður tilgátu um að hlýr sjór stuðli að stórfelldri bráðnun jökla. Áætlað er að Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu hafi tapað meira en 600 milljörðum tonna íss á undanförnum áratugum og allt að fimmtíu milljörðum tonn árlega síðustu árin. Tilgáta vísindamanna er að hlýr sjór komist að og undir jökulinn og stuðli að bráðnun. Aðgengi að jöklinum er hins vegar erfitt og því hafa beinar athuganir ekki staðfest það fyrr en nú. Bandarískir og breskir vísindamenn boruðu allt að 600 metra í gegnum austanverðan Thwaites-jökulinn á skilunum þar sem berggrunninum sleppir og ísinn byrjar að fljóta á sjónum. Sjávarhitinn þar mældist í kringum núll gráður, meira en tveimur gráðum yfir frostmarki á þessum slóðum. „Þetta er virkilega, virkilega slæmt. Þetta eru ekki sjálfbærar aðstæður fyrir jökulinn,“ segir David Holland, jöklafræðingur við New York-háskóla, við Washington Post. Thwaites-jökullinn er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir bráðnun og því líklegur til að geta valdið umtalsverðri hækkun sjávarstöðu á jörðinni. Jökullinn er sérstaklega breiður og snúa um 120 kílómetrar hans að sjónum. Engir drangar eða fjöll eru heldur til að aftra skriði hans út í hafið. Þá er jökullinn sagður verða enn þykkari inn til landsins sem er talið auka enn á mögulegan óstöðugleika hans og flýta skriði hans. Vísbendingar eru um að Vestur-Suðurskautslandið hafi verið íslaust fyrir um 100.000 árum. Vísindamenn óttast að bráðun vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti hafa hrint af stað ferli sem leiðir til þess að svæðið verði aftur opið haf. Það þýddi veruleg hækkun sjávarstöðu sem ætti sér stað yfir hundruð ára og myndi ógna strandbyggðum á jörðinni. Sjávarstaða við Ísland er viðkvæm fyrir bráðnun á suðurskautinu. Spáð er því að hækkun yfirborðs sjávar við Íslandsstrendur vegna bráðnunar jökla og varmaútþennslu sjávar verði mögulega aðeins 30-40% af hnattrænu meðaltali. Ástæðan er bráðnun Grænlandsjökuls. Jökullinn er svo massamikill að þyngdarsvið hans hífir upp sjávarstöðu í nágrenni hans, þar á meðal við Ísland. Með stórfelldri bráðnun Grænlandsjökuls dregur úr þessum þyngdaráhrifum og yfirborð sjávar lækkar í nágrenni hans á sama tíma og bráðnunarvatnið hækkar yfirborðið sunnar á hnettinum. Verði skyndilegt hrun í ísnum á Suðurskautslandinu gætu spár um sjávarstöðuhækkun við Ísland tvöfaldast. Loftslagsmál Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Ný rannsókn á plastmagni á Suðurskautslandinu veldur áhyggjum Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun hefur verið gerð til þess að mæla hversu mikið plast hefur ratað í þessa annars ósnortnu heimsálfu. 25. janúar 2020 16:30 Risastór ísjaki losnaði á Suðurskautslandinu Jakinn er um 1.600 ferkílómetrar að flatarmáli eða á stærð við stórborgina London og nærliggjandi bæi. 1. október 2019 08:15 Bráðnun Grænlandsjökuls á við allra minni jökla samanlagt Stóru ísbreiðurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu og hvernig þær bregðast við hnattrænni hlýnun af völdum manna ræður nú mestu um þróun sjávarstöðu á jörðinni næstu áratugina og aldirnar. 25. september 2019 15:15 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Sjá meira
Sjór undir risavöxnum og viðkvæmum jökli á Vestur-Suðurskautslandinu reyndist meira en tveimur gráðum ofar frostmarki á þeim slóðum við nýlegar rannsóknir vísindamanna þar. Þetta eru fyrstu beinu mælingar á hitastigi sjávar undir jökli og styður tilgátu um að hlýr sjór stuðli að stórfelldri bráðnun jökla. Áætlað er að Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu hafi tapað meira en 600 milljörðum tonna íss á undanförnum áratugum og allt að fimmtíu milljörðum tonn árlega síðustu árin. Tilgáta vísindamanna er að hlýr sjór komist að og undir jökulinn og stuðli að bráðnun. Aðgengi að jöklinum er hins vegar erfitt og því hafa beinar athuganir ekki staðfest það fyrr en nú. Bandarískir og breskir vísindamenn boruðu allt að 600 metra í gegnum austanverðan Thwaites-jökulinn á skilunum þar sem berggrunninum sleppir og ísinn byrjar að fljóta á sjónum. Sjávarhitinn þar mældist í kringum núll gráður, meira en tveimur gráðum yfir frostmarki á þessum slóðum. „Þetta er virkilega, virkilega slæmt. Þetta eru ekki sjálfbærar aðstæður fyrir jökulinn,“ segir David Holland, jöklafræðingur við New York-háskóla, við Washington Post. Thwaites-jökullinn er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir bráðnun og því líklegur til að geta valdið umtalsverðri hækkun sjávarstöðu á jörðinni. Jökullinn er sérstaklega breiður og snúa um 120 kílómetrar hans að sjónum. Engir drangar eða fjöll eru heldur til að aftra skriði hans út í hafið. Þá er jökullinn sagður verða enn þykkari inn til landsins sem er talið auka enn á mögulegan óstöðugleika hans og flýta skriði hans. Vísbendingar eru um að Vestur-Suðurskautslandið hafi verið íslaust fyrir um 100.000 árum. Vísindamenn óttast að bráðun vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti hafa hrint af stað ferli sem leiðir til þess að svæðið verði aftur opið haf. Það þýddi veruleg hækkun sjávarstöðu sem ætti sér stað yfir hundruð ára og myndi ógna strandbyggðum á jörðinni. Sjávarstaða við Ísland er viðkvæm fyrir bráðnun á suðurskautinu. Spáð er því að hækkun yfirborðs sjávar við Íslandsstrendur vegna bráðnunar jökla og varmaútþennslu sjávar verði mögulega aðeins 30-40% af hnattrænu meðaltali. Ástæðan er bráðnun Grænlandsjökuls. Jökullinn er svo massamikill að þyngdarsvið hans hífir upp sjávarstöðu í nágrenni hans, þar á meðal við Ísland. Með stórfelldri bráðnun Grænlandsjökuls dregur úr þessum þyngdaráhrifum og yfirborð sjávar lækkar í nágrenni hans á sama tíma og bráðnunarvatnið hækkar yfirborðið sunnar á hnettinum. Verði skyndilegt hrun í ísnum á Suðurskautslandinu gætu spár um sjávarstöðuhækkun við Ísland tvöfaldast.
Loftslagsmál Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Ný rannsókn á plastmagni á Suðurskautslandinu veldur áhyggjum Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun hefur verið gerð til þess að mæla hversu mikið plast hefur ratað í þessa annars ósnortnu heimsálfu. 25. janúar 2020 16:30 Risastór ísjaki losnaði á Suðurskautslandinu Jakinn er um 1.600 ferkílómetrar að flatarmáli eða á stærð við stórborgina London og nærliggjandi bæi. 1. október 2019 08:15 Bráðnun Grænlandsjökuls á við allra minni jökla samanlagt Stóru ísbreiðurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu og hvernig þær bregðast við hnattrænni hlýnun af völdum manna ræður nú mestu um þróun sjávarstöðu á jörðinni næstu áratugina og aldirnar. 25. september 2019 15:15 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Sjá meira
Ný rannsókn á plastmagni á Suðurskautslandinu veldur áhyggjum Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun hefur verið gerð til þess að mæla hversu mikið plast hefur ratað í þessa annars ósnortnu heimsálfu. 25. janúar 2020 16:30
Risastór ísjaki losnaði á Suðurskautslandinu Jakinn er um 1.600 ferkílómetrar að flatarmáli eða á stærð við stórborgina London og nærliggjandi bæi. 1. október 2019 08:15
Bráðnun Grænlandsjökuls á við allra minni jökla samanlagt Stóru ísbreiðurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu og hvernig þær bregðast við hnattrænni hlýnun af völdum manna ræður nú mestu um þróun sjávarstöðu á jörðinni næstu áratugina og aldirnar. 25. september 2019 15:15