Bráðnun á Suðurskautslandinu hefur sexfaldast á fjörutíu árum Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2019 14:59 Vísindamennirnir reiknuðu út hversu miklum ís jöklar á 65 svæðum á Suðurskautslandinu tapa og græða. Vísir/Getty Jöklar Suðurskautslandsins bráðna nú mun hraðar en þeir gerðu á síðari hluta 20. aldar og hætta er á að yfirborð sjávar hækki meira á þessari öld en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Ný rannsókn bendir til þess að ísinn bráðni nú sexfalt hraðar en hann gerði á 9. áratugnum. Örlög suðurskautsíssins getur haft mikil áhrif á sjávarstöðu við Ísland. Innflæði hlýs sjávar er sagt hafa hraðað bráðnun sem á sér stað á Suðurskautslandinu með hnattrænni hlýnun af völdum manna. Frá 1979 til 1989 tapaði álfan um fjörutíu milljörðum tonna af ís á ári. Frá árinu 2009 hefur tapið verið 252 milljarðar tonna á ári samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtust í tímariti Bandarísku vísindaakademíunnar í gær. Mest er ístapið á vestanverðu Suðurskautslandinu. Þar hefur Furueyjujökullinn einn og sér misst meira en biljón (milljón milljónir) tonna af ís frá 1979, að því er segir í frétt Washington Post um rannsóknina. Thwaites-jökullinn hefur misst 634 milljarða tonna af ís á sama tímabili. Í heildina er nógu mikið af ís á vesturhluta Suðurskautslandsins til þess að hækka yfirborð sjávar um 5,28 metra á heimsvísu.Gæti tvöfaldað sjávarstöðuhækkun við Ísland Fram að þessu hefur verið talið að ísinn á austanverðu Suðurskautslandinu sé stöðugri. Langmest af ísnum á suðurskautinu er að finna þar. Rannsóknin nú leiðir í ljós að mikil bráðnun á sér stað austanmegin og að stórir jöklar þar tapa ís hratt. Svo mikill ís er á austurhluta Suðurskautslandsins að ef hann bráðnaði allur gæti yfirborð sjávar hækkað um tæpa 52 metra. „Það hefur lengi verið vitað að Vestur-Suðurskautslandið og Suðurskautsskaginn væru að missa massa en að uppgötva að verulegt ístap eigi sér einnig stað á Austur-Suðurskautslandinu er virkilega mikilvægt vegna þess að það er svo mikil möguleg sjávarstöðuhækkun falin í þessum dældum,“ segir Christine Dow, jöklafræðingur við Waterloo-háskóla í Kanada. Á Íslandi er búist við minni hækkun sjávarmáls en hnattræna meðaltali á þessari öld. Ástæðan er bráðnun íssins á Grænlandi. Íshellan þar er svo massamikil að þyngdarsvið jökulsins hækkar sjávarstöðuna í nágrenni hans, þar á meðal við Ísland. Þegar ísinn þar bráðnar slaknar á þyngdarkraftinum og yfirborð sjávar lækkar hér en hækkar hins vegar sunnar á hnettinum. Á sama hátt á sjávarstaðan við Ísland mikið undir því hvað verður um ísinn á suðurhveli jarðar. Varað var við því í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi í fyrra að verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu geti spáin um sjávarstöðuhækkun við landið tvöfaldast skyndilega. Loftslagsmál Suðurskautslandið Tengdar fréttir Ferkantaður ísjaki á Suðurskautslandinu vekur athygli Í flug NASA náðust myndir af ísjaka með svo beinum köntum að það lítur út fyrir að hann hafi verið skorinn með hníf og með aðstoð vinkils. 24. október 2018 10:45 Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03 Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Jöklar Suðurskautslandsins bráðna nú mun hraðar en þeir gerðu á síðari hluta 20. aldar og hætta er á að yfirborð sjávar hækki meira á þessari öld en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Ný rannsókn bendir til þess að ísinn bráðni nú sexfalt hraðar en hann gerði á 9. áratugnum. Örlög suðurskautsíssins getur haft mikil áhrif á sjávarstöðu við Ísland. Innflæði hlýs sjávar er sagt hafa hraðað bráðnun sem á sér stað á Suðurskautslandinu með hnattrænni hlýnun af völdum manna. Frá 1979 til 1989 tapaði álfan um fjörutíu milljörðum tonna af ís á ári. Frá árinu 2009 hefur tapið verið 252 milljarðar tonna á ári samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtust í tímariti Bandarísku vísindaakademíunnar í gær. Mest er ístapið á vestanverðu Suðurskautslandinu. Þar hefur Furueyjujökullinn einn og sér misst meira en biljón (milljón milljónir) tonna af ís frá 1979, að því er segir í frétt Washington Post um rannsóknina. Thwaites-jökullinn hefur misst 634 milljarða tonna af ís á sama tímabili. Í heildina er nógu mikið af ís á vesturhluta Suðurskautslandsins til þess að hækka yfirborð sjávar um 5,28 metra á heimsvísu.Gæti tvöfaldað sjávarstöðuhækkun við Ísland Fram að þessu hefur verið talið að ísinn á austanverðu Suðurskautslandinu sé stöðugri. Langmest af ísnum á suðurskautinu er að finna þar. Rannsóknin nú leiðir í ljós að mikil bráðnun á sér stað austanmegin og að stórir jöklar þar tapa ís hratt. Svo mikill ís er á austurhluta Suðurskautslandsins að ef hann bráðnaði allur gæti yfirborð sjávar hækkað um tæpa 52 metra. „Það hefur lengi verið vitað að Vestur-Suðurskautslandið og Suðurskautsskaginn væru að missa massa en að uppgötva að verulegt ístap eigi sér einnig stað á Austur-Suðurskautslandinu er virkilega mikilvægt vegna þess að það er svo mikil möguleg sjávarstöðuhækkun falin í þessum dældum,“ segir Christine Dow, jöklafræðingur við Waterloo-háskóla í Kanada. Á Íslandi er búist við minni hækkun sjávarmáls en hnattræna meðaltali á þessari öld. Ástæðan er bráðnun íssins á Grænlandi. Íshellan þar er svo massamikil að þyngdarsvið jökulsins hækkar sjávarstöðuna í nágrenni hans, þar á meðal við Ísland. Þegar ísinn þar bráðnar slaknar á þyngdarkraftinum og yfirborð sjávar lækkar hér en hækkar hins vegar sunnar á hnettinum. Á sama hátt á sjávarstaðan við Ísland mikið undir því hvað verður um ísinn á suðurhveli jarðar. Varað var við því í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi í fyrra að verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu geti spáin um sjávarstöðuhækkun við landið tvöfaldast skyndilega.
Loftslagsmál Suðurskautslandið Tengdar fréttir Ferkantaður ísjaki á Suðurskautslandinu vekur athygli Í flug NASA náðust myndir af ísjaka með svo beinum köntum að það lítur út fyrir að hann hafi verið skorinn með hníf og með aðstoð vinkils. 24. október 2018 10:45 Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03 Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Ferkantaður ísjaki á Suðurskautslandinu vekur athygli Í flug NASA náðust myndir af ísjaka með svo beinum köntum að það lítur út fyrir að hann hafi verið skorinn með hníf og með aðstoð vinkils. 24. október 2018 10:45
Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03
Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15
Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34