Opið bréf um skilaboð þjóðarinnar út á við Matthildur Björnsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 19:30 Ég er 72 ára kvenkyns mannvera sem fæddist og bjó á Íslandi í nær fjörtíu ár með allskonar lífsreynslu. Ég tók þátt í Kvennagöngunni miklu árið 1975 og vann í samfélaginu sem einstæð móðir í nokkur ár. Það var gaman að taka þátt í kvennagöngunni og líka að kjósa konu sem forseta. Ég hef búið í Adelaide í Suður Ástralíu í 32 ár. Og nú undanfarin ár hef ég haft tíma og tækifæri til að lesa ýmis blöð á netinu. Það sem ég læri á fjölmiðlum núna um að þjóðin, stjórnmálaliðið monti sig af að Ísland sé Paradís fyrir konur, og að þjóðin hafi gert betur við konur en margar aðrar þjóðir hafi gert. Þegar betur er að gáð hins vegar eru ótal holur í þessum fullyrðingum því að það eru mest konur í forréttindastöðum sem hafa þau hlunnindi. Konur á mínum aldri og eldri sem hafa varið ævi sinni í að skaffa þjóðinni þegna og það á tímum þegar þungunarrof voru ekki leyfð og ríkisstjórnir tóku egg og sæði fólks eignarnámi og kúguðu konur á þann hátt til barneigna. Það var eins og einskonar herskylda í landinu á mínum tímum þangað til að Roe versus Wade lögin komu á í Bandaríkjunum að þau lög fengu líka innreið á Íslandi en of seint fyrir margar konur sem var sagt að þær yrðu að skaffa þegn áður en þær mættu fá pilluna. Konur sem urðu barnshafandi oftar en þær hefðu óskað og af þeim ástæðum og ekki komist í eftirlaunasjóð eða slíkt með eða fyrir maka sem kannski fór eða dó. Þær lepja dauðann úr skel með svo lág ellilaun. Og kringumstæður annarra kvenna eru ekki betri. Þetta eru allt atriði að baki hættunni í að halda því fram á alþjóðagrundvelli að Ísland sé svo stórkostlega kven-og barnvænt land. Ég mæli með að hver og einn setji sig í spor þeirra úti í heimi sem búa við hörmulegar kringumstæður í landinu sem þau eru og lesa um svona meiriháttar yndislega mannvæna þjóð þarna á hjara veraldar. Land sem er í myrkri mikinn hluta árs, og sólin ansi spör á að skína á fólkið með veður þar sem rignir oft og þoka hylur allt. Ég tel að hver sem byggi við slíkt ástand í föðurlandi sínu og læsi og sæi á fjölmiðlum að það sé land á jörðinni sem hafi þau gildi, myndu sjá það sem landið sem þau sæju sem lífsbjörg sína. Land sem þeir sem hafa fæðst þar, flytja unnvörpum úr landi og oft til sólarvænni svæða. Við að búa í landi allra húðlita heims og vita um dásamleg framlög sem fólk frá þessum heimshlutum hafa veitt Ástralíu, er það absúrd að lesa að fólk geti komið til Íslands, fengið að setjast að og tengjast í einhver ár og sýnt sig sem ljúfa og yndislega þegna. Það er því sérkennileg og sjúk grimmd á háu stigi að lesa og læra í fjölmiðlum að einhver í stjórnmálum fái svo allt í einu þá hugmynd að það sé í lagi að henda þeim út si svona, einstaklingum sem hafa ekki gert neitt rangt og gefið af sér hlýju og væntumþykju samferðafólks síns í skóla og hvar sem þau eru og eru tilbúin að vera gagnlegir þjóðfélagsþegnar. Hver sú ástæða sé veit ég auðvitað ekki en sé það sem sjúkt að einhverjum henti það af því kannski að þeir séu hvítingjar og þoli ekki að sjá að skaparinn hafi skapað húð í mörgum litum. Þegar landið vantar í raun einstaklinga til að borga skatta og annað og einnig að jafna fyrir brottflutning þeirra sem hafa fæðst á landinu og fengið nóg af veðrinu sem öðru og yfirgefið landið. Þjóð sem vill setja sig á alheimssviðið sem mannvini en hendir svo út saklausum fjölskyldum í neyð, fær þá á sig gagnstætt álit nú á tímum þegar allt er í ótal fjölmiðlum og tapar því mannorði. Það er ekki hægt að fela slíka ástæðulausa grimmd lengur. Ekki hægt að sópa skömminni undir teppin, eins og gert var með svo margt um aldir. Húðlitur segir ekkert um mannveruna, það er hver mannveran með hvaða húðlit sem er, sem sýnir hver hann eða hún er í lífinu með hegðun sinni og viðmóti, og það eru ekki allir sem koma frá miðausturlöndum hryðjuverkalið. Þeir sem koma alla leið til Íslands úr neyð koma þangað af því að þau sjá það sem friðsamt land þar sem stjórnvöld virði börn og konur, og þá líka menn. Þessi fjölskylda sem fékk svo mikinn stuðning til að fá að vera er gott fólk sem er tilbúið að búa við veðrið á Íslandi, til að losna frá því stríðsástandi sem er í gangi þar sem þau voru. Þau vilja ala börn sín upp langt frá stríði og byssum og rugl trúaratriðum sem réttlæta dráp. Ég hef hitt slíka einstaklinga hér, og fólk af öllum litum voru valin á þjóðhátíðardegi Ástralíu til að vera heiðruð fyrir sín margvíslegu frábæru framlög til fólksins í landinu. Ef stjórnmálaliðið vill ekki fá innflytjendur af þessum sem öðrum ástæðum, þarf það að skilja að það þarf að fara varlega í að koma með fullyrðingar til umheimsins um að stjórnin sé svo kvenvæn og virði konur og börn. Hver og einn sem les það túlkar það frá sínum eigin kringumstæðum. Slíkar fullyrðingar eru nú lesnar af milljónum einstaklinga víða um heim, og auðvitað eru þær þá freistandi og hljóma sem frelsun fyrir fjölskyldur í neyð. Mannverur sem vilja bara venjulegt líf í friði frá stríði og byssum og slíku, og vera yndisleg viðbót við þjóðina. Krydd með annarskonar veganesti að baki. Ég sé það þannig að slíkir einstaklingar eigi að vera umfaðmaðir og studdir í ferli sínu að læra um þetta samfélag og þjóð sem hefur búið á þessu landi í margar aldir. Það að búa í samfélagi sem samanstendur af innflytjendum alls staðar að úr heiminum eftir innrás Breta inn í landið, gefur manni allt aðra upplifun af heiminum, en það að vera bara á Íslandi og telja að sú þjóð sé eitthvað betri en aðrar. Það er ekki satt. Slík alhæfing er smáþjóðar komplex. Það tekur svo sinn tíma að læra hið Íslenska mál og skilja hugsanagang og viðhorf slíkrar þjóðar. Auðvitað vill hver þjóð bara innflytjendur sem eru friðsamir og góðir þegnar, og þá er að spjalla nóg við þá sem sækja um í upphafi og finna það út áður en þeir eru látnir setjast að, til að vera svo hent út. Ég óska svo þessari blessuðu fjölskyldu og öllum sem eiga eftir að velja Ísland sem sitt framtíðar land, alls hins besta, á meðan ég elska að búa hér hinum megin á hnettinum. Hvert land býður svo auðvitað upp á sínar eigin lexíur og fólk dregst að þeim löndum nú á dögum sem kallar á þau til að læra meira um heiminn og um sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er 72 ára kvenkyns mannvera sem fæddist og bjó á Íslandi í nær fjörtíu ár með allskonar lífsreynslu. Ég tók þátt í Kvennagöngunni miklu árið 1975 og vann í samfélaginu sem einstæð móðir í nokkur ár. Það var gaman að taka þátt í kvennagöngunni og líka að kjósa konu sem forseta. Ég hef búið í Adelaide í Suður Ástralíu í 32 ár. Og nú undanfarin ár hef ég haft tíma og tækifæri til að lesa ýmis blöð á netinu. Það sem ég læri á fjölmiðlum núna um að þjóðin, stjórnmálaliðið monti sig af að Ísland sé Paradís fyrir konur, og að þjóðin hafi gert betur við konur en margar aðrar þjóðir hafi gert. Þegar betur er að gáð hins vegar eru ótal holur í þessum fullyrðingum því að það eru mest konur í forréttindastöðum sem hafa þau hlunnindi. Konur á mínum aldri og eldri sem hafa varið ævi sinni í að skaffa þjóðinni þegna og það á tímum þegar þungunarrof voru ekki leyfð og ríkisstjórnir tóku egg og sæði fólks eignarnámi og kúguðu konur á þann hátt til barneigna. Það var eins og einskonar herskylda í landinu á mínum tímum þangað til að Roe versus Wade lögin komu á í Bandaríkjunum að þau lög fengu líka innreið á Íslandi en of seint fyrir margar konur sem var sagt að þær yrðu að skaffa þegn áður en þær mættu fá pilluna. Konur sem urðu barnshafandi oftar en þær hefðu óskað og af þeim ástæðum og ekki komist í eftirlaunasjóð eða slíkt með eða fyrir maka sem kannski fór eða dó. Þær lepja dauðann úr skel með svo lág ellilaun. Og kringumstæður annarra kvenna eru ekki betri. Þetta eru allt atriði að baki hættunni í að halda því fram á alþjóðagrundvelli að Ísland sé svo stórkostlega kven-og barnvænt land. Ég mæli með að hver og einn setji sig í spor þeirra úti í heimi sem búa við hörmulegar kringumstæður í landinu sem þau eru og lesa um svona meiriháttar yndislega mannvæna þjóð þarna á hjara veraldar. Land sem er í myrkri mikinn hluta árs, og sólin ansi spör á að skína á fólkið með veður þar sem rignir oft og þoka hylur allt. Ég tel að hver sem byggi við slíkt ástand í föðurlandi sínu og læsi og sæi á fjölmiðlum að það sé land á jörðinni sem hafi þau gildi, myndu sjá það sem landið sem þau sæju sem lífsbjörg sína. Land sem þeir sem hafa fæðst þar, flytja unnvörpum úr landi og oft til sólarvænni svæða. Við að búa í landi allra húðlita heims og vita um dásamleg framlög sem fólk frá þessum heimshlutum hafa veitt Ástralíu, er það absúrd að lesa að fólk geti komið til Íslands, fengið að setjast að og tengjast í einhver ár og sýnt sig sem ljúfa og yndislega þegna. Það er því sérkennileg og sjúk grimmd á háu stigi að lesa og læra í fjölmiðlum að einhver í stjórnmálum fái svo allt í einu þá hugmynd að það sé í lagi að henda þeim út si svona, einstaklingum sem hafa ekki gert neitt rangt og gefið af sér hlýju og væntumþykju samferðafólks síns í skóla og hvar sem þau eru og eru tilbúin að vera gagnlegir þjóðfélagsþegnar. Hver sú ástæða sé veit ég auðvitað ekki en sé það sem sjúkt að einhverjum henti það af því kannski að þeir séu hvítingjar og þoli ekki að sjá að skaparinn hafi skapað húð í mörgum litum. Þegar landið vantar í raun einstaklinga til að borga skatta og annað og einnig að jafna fyrir brottflutning þeirra sem hafa fæðst á landinu og fengið nóg af veðrinu sem öðru og yfirgefið landið. Þjóð sem vill setja sig á alheimssviðið sem mannvini en hendir svo út saklausum fjölskyldum í neyð, fær þá á sig gagnstætt álit nú á tímum þegar allt er í ótal fjölmiðlum og tapar því mannorði. Það er ekki hægt að fela slíka ástæðulausa grimmd lengur. Ekki hægt að sópa skömminni undir teppin, eins og gert var með svo margt um aldir. Húðlitur segir ekkert um mannveruna, það er hver mannveran með hvaða húðlit sem er, sem sýnir hver hann eða hún er í lífinu með hegðun sinni og viðmóti, og það eru ekki allir sem koma frá miðausturlöndum hryðjuverkalið. Þeir sem koma alla leið til Íslands úr neyð koma þangað af því að þau sjá það sem friðsamt land þar sem stjórnvöld virði börn og konur, og þá líka menn. Þessi fjölskylda sem fékk svo mikinn stuðning til að fá að vera er gott fólk sem er tilbúið að búa við veðrið á Íslandi, til að losna frá því stríðsástandi sem er í gangi þar sem þau voru. Þau vilja ala börn sín upp langt frá stríði og byssum og rugl trúaratriðum sem réttlæta dráp. Ég hef hitt slíka einstaklinga hér, og fólk af öllum litum voru valin á þjóðhátíðardegi Ástralíu til að vera heiðruð fyrir sín margvíslegu frábæru framlög til fólksins í landinu. Ef stjórnmálaliðið vill ekki fá innflytjendur af þessum sem öðrum ástæðum, þarf það að skilja að það þarf að fara varlega í að koma með fullyrðingar til umheimsins um að stjórnin sé svo kvenvæn og virði konur og börn. Hver og einn sem les það túlkar það frá sínum eigin kringumstæðum. Slíkar fullyrðingar eru nú lesnar af milljónum einstaklinga víða um heim, og auðvitað eru þær þá freistandi og hljóma sem frelsun fyrir fjölskyldur í neyð. Mannverur sem vilja bara venjulegt líf í friði frá stríði og byssum og slíku, og vera yndisleg viðbót við þjóðina. Krydd með annarskonar veganesti að baki. Ég sé það þannig að slíkir einstaklingar eigi að vera umfaðmaðir og studdir í ferli sínu að læra um þetta samfélag og þjóð sem hefur búið á þessu landi í margar aldir. Það að búa í samfélagi sem samanstendur af innflytjendum alls staðar að úr heiminum eftir innrás Breta inn í landið, gefur manni allt aðra upplifun af heiminum, en það að vera bara á Íslandi og telja að sú þjóð sé eitthvað betri en aðrar. Það er ekki satt. Slík alhæfing er smáþjóðar komplex. Það tekur svo sinn tíma að læra hið Íslenska mál og skilja hugsanagang og viðhorf slíkrar þjóðar. Auðvitað vill hver þjóð bara innflytjendur sem eru friðsamir og góðir þegnar, og þá er að spjalla nóg við þá sem sækja um í upphafi og finna það út áður en þeir eru látnir setjast að, til að vera svo hent út. Ég óska svo þessari blessuðu fjölskyldu og öllum sem eiga eftir að velja Ísland sem sitt framtíðar land, alls hins besta, á meðan ég elska að búa hér hinum megin á hnettinum. Hvert land býður svo auðvitað upp á sínar eigin lexíur og fólk dregst að þeim löndum nú á dögum sem kallar á þau til að læra meira um heiminn og um sig.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun