Meðferð almannafjár Brynjar Níelsson skrifar 4. febrúar 2020 10:00 Mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna er að tryggja að vel sé farið með almannafé. Ábyrgðin er mikil og getur verið dýrkeypt ef óvarlega er farið. Í umræðu um fjárlagafrumvarpið á hverju hausti eru þingmenn staddir í einhvers konar hringleikahúsi þar sem hver og einn leikhópur fær sinn leikþátt. Þar býður hver leikhópur upp á tugmilljarða viðbótarútgjöld frá árinu á undan. Þekkt eru þau sjónarmið að nóg sé til af peningum og það þurfi bara að sækja þá, sem þýðir á mannamáli að hækka eigi skatta. Sumir halda að þær skattahækkanir komi ekkert við almenning heldur séu þær bundnar við einhverja auðmenn, sem munu vera um 1% landsmanna ef marka má forsprakka íslenskra sósíalista. Einnig að skattahækkanir hafi engin áhrif á samkeppnishæfni atvinnulífsins, fjárfestingar og efnahagslega velferð okkar. Sumir stjórnmálamenn trúa því meira að segja að hægt sé að auka velferð með hærri sköttum og minni hagvexti. Frumlegri verða stjórnmálamenn ekki. Má líkja þessari útgjaldaþörf við fyllerí þar sem menn geti ekki hætt að drekka af ótta við að fá timburmenn. En það kemst enginn alki hjá því að fá timburmenn fyrr eða síðar. Mikil aukning útgjalda Aðspurð segjum við öll að það þurfi að leggja miklu meira fé í heilbrigðiskerfið, almannatryggingar og menntakerfið þrátt fyrir að nánast allur hagvöxtur frá 2013 hafi farið í þessa málaflokka. Kannski vita ekki margir að útgjöld til heilbrigðismála hafa aukist um tæplega 70% að raunvirði síðasta áratuginn. Ýmsir stjórnmálamenn halda því samt blákalt fram að það hafi verið niðurskurður til heilbrigðismála, jafnvel blóðugur. Útgjöld til almannatrygginga hafa næstum því tvöfaldast að raungildi á sama tíma, sem er í engu samræmi við umræðuna í samfélaginu. Í raun hefur verið aukning útgjalda til allra málaflokka en þrátt fyrir það er ákallið og kröfurnar um meiri útgjöld sem aldrei fyrr. Og þrátt fyrir alla þessa aukningu útgjalda virðist enginn upplifa að við séum að fá eitthvað fyrir peninginn. Betri nýting fjármuna Fáir velta því fyrir sér hvort nýting á skattfé sé góð og hvort hagræða megi í ríkisrekstri. Ríkisrekstur blæs út með tilheyrandi kostnaði fyrir almenning því að við stjórnmálamenn þurfum að vera með puttana í öllu og treystum engum öðrum en ríkisstarfsmönnum fyrir rekstri. Á meðan hafa nauðsynlegar fjárfestingar í raforkuflutningi og samgöngum setið á hakanum – fjárfestingar sem alltaf munu borga sig fjárhagslega fyrir utan að vera mikið öryggismál. Svo má alls ekki losa skattgreiðendur undan áhætturekstri og gagnslausri eignasöfnun og nota þá fjármuni til þessara góðu og gagnlegu verkefna. Virðist óttinn við að einhverjir hagnist ráði þar mestu. Það er ekki eftir neinu að bíða með að selja eignarhlut ríkisins í bönkunum áður en þeir verða verðlausir í okkar höndum, að minnst kosti í öðrum þeirra. Einhverjir hljóta nú að vera glaðir yfir því að skattgreiðendur keyptu ekki Arion banka á sínum tíma eins og hávær krafa var um. Geðþótti og gæluverkefni En það er ekki bara við gerð fjárlaga sem stjórnmálamenn fara fram úr sér í útgjaldagleðinni. Reglulega eru þeir að taka ákvarðanir um að greiða bætur úr ríkissjóði upp á tugi og hundruð milljóna til einstaklinga í fordæmalausum málum án þess að dómsvaldið hafi haft nokkuð um réttmæti krafnanna að segja. Svo spreða stjórnmálamenn skattfé út og suður í mál sem vekja áhuga þeirra án nokkurrar kröfu um skyldur eða endurgjald á móti, jafnvel til einstaklinga og félaga sem eru í samkeppnisrekstri við aðra. Þar eru borgaryfirvöld duglegri en aðrir. Þá má ekki gleyma að flestir stjórnmálamenn telja rétt að skattgreiðendur fjármagni alla fjölmiðlun í landinu og því þurfi að efla Fjölmiðlanefnd til muna til að fylgjast með fjölmiðlum með tilheyrandi kostnaði. Það er víst betra í hugum margra en að leyfa þessum fjölmiðlum að keppa við ríkismiðilinn og erlenda miðla á jafnréttisgrundvelli. Svona meðferð á almannafé truflar ekki góða og sanngjarna stjórnmálamenn með ríka réttlætiskennd. Í þeirra huga eru skattgreiðendur eins og hvert annað ávaxtatré sem tínt er af eftir þörfum. Ísland er háskattaland Hlutfall skatttekna hins opinbera af landsframleiðslu á Íslandi er næst hæst í Evrópu. Að teknu tilliti til lögbundinna iðgjalda í lífeyrissjóði og almannatrygginga, svo ekki séu nefnd öll þau aukagjöld sem lögð eru á almenning fyrir minnstu viðvik, er skattbyrðin hæst í OECD löndunum. Þá sjaldan sem næst einhver skattalækkun á almenning er hún jafnharðan tekin til baka með nýjum sköttum, hvort sem þeir heita kolefnisgjald eða urðunarskattur eða enn furðulegri nöfnum. Ísland er því sannanlega háskattaland í öllum samanburði þótt mörgum finnist ekki nóg að gert í skattheimtu. Ef svo heldur fram sem horfir verðum við undir í samkeppninni við önnur lönd því við erum ekki eyland þótt við búum á eyju. Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Brynjar Níelsson Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna er að tryggja að vel sé farið með almannafé. Ábyrgðin er mikil og getur verið dýrkeypt ef óvarlega er farið. Í umræðu um fjárlagafrumvarpið á hverju hausti eru þingmenn staddir í einhvers konar hringleikahúsi þar sem hver og einn leikhópur fær sinn leikþátt. Þar býður hver leikhópur upp á tugmilljarða viðbótarútgjöld frá árinu á undan. Þekkt eru þau sjónarmið að nóg sé til af peningum og það þurfi bara að sækja þá, sem þýðir á mannamáli að hækka eigi skatta. Sumir halda að þær skattahækkanir komi ekkert við almenning heldur séu þær bundnar við einhverja auðmenn, sem munu vera um 1% landsmanna ef marka má forsprakka íslenskra sósíalista. Einnig að skattahækkanir hafi engin áhrif á samkeppnishæfni atvinnulífsins, fjárfestingar og efnahagslega velferð okkar. Sumir stjórnmálamenn trúa því meira að segja að hægt sé að auka velferð með hærri sköttum og minni hagvexti. Frumlegri verða stjórnmálamenn ekki. Má líkja þessari útgjaldaþörf við fyllerí þar sem menn geti ekki hætt að drekka af ótta við að fá timburmenn. En það kemst enginn alki hjá því að fá timburmenn fyrr eða síðar. Mikil aukning útgjalda Aðspurð segjum við öll að það þurfi að leggja miklu meira fé í heilbrigðiskerfið, almannatryggingar og menntakerfið þrátt fyrir að nánast allur hagvöxtur frá 2013 hafi farið í þessa málaflokka. Kannski vita ekki margir að útgjöld til heilbrigðismála hafa aukist um tæplega 70% að raunvirði síðasta áratuginn. Ýmsir stjórnmálamenn halda því samt blákalt fram að það hafi verið niðurskurður til heilbrigðismála, jafnvel blóðugur. Útgjöld til almannatrygginga hafa næstum því tvöfaldast að raungildi á sama tíma, sem er í engu samræmi við umræðuna í samfélaginu. Í raun hefur verið aukning útgjalda til allra málaflokka en þrátt fyrir það er ákallið og kröfurnar um meiri útgjöld sem aldrei fyrr. Og þrátt fyrir alla þessa aukningu útgjalda virðist enginn upplifa að við séum að fá eitthvað fyrir peninginn. Betri nýting fjármuna Fáir velta því fyrir sér hvort nýting á skattfé sé góð og hvort hagræða megi í ríkisrekstri. Ríkisrekstur blæs út með tilheyrandi kostnaði fyrir almenning því að við stjórnmálamenn þurfum að vera með puttana í öllu og treystum engum öðrum en ríkisstarfsmönnum fyrir rekstri. Á meðan hafa nauðsynlegar fjárfestingar í raforkuflutningi og samgöngum setið á hakanum – fjárfestingar sem alltaf munu borga sig fjárhagslega fyrir utan að vera mikið öryggismál. Svo má alls ekki losa skattgreiðendur undan áhætturekstri og gagnslausri eignasöfnun og nota þá fjármuni til þessara góðu og gagnlegu verkefna. Virðist óttinn við að einhverjir hagnist ráði þar mestu. Það er ekki eftir neinu að bíða með að selja eignarhlut ríkisins í bönkunum áður en þeir verða verðlausir í okkar höndum, að minnst kosti í öðrum þeirra. Einhverjir hljóta nú að vera glaðir yfir því að skattgreiðendur keyptu ekki Arion banka á sínum tíma eins og hávær krafa var um. Geðþótti og gæluverkefni En það er ekki bara við gerð fjárlaga sem stjórnmálamenn fara fram úr sér í útgjaldagleðinni. Reglulega eru þeir að taka ákvarðanir um að greiða bætur úr ríkissjóði upp á tugi og hundruð milljóna til einstaklinga í fordæmalausum málum án þess að dómsvaldið hafi haft nokkuð um réttmæti krafnanna að segja. Svo spreða stjórnmálamenn skattfé út og suður í mál sem vekja áhuga þeirra án nokkurrar kröfu um skyldur eða endurgjald á móti, jafnvel til einstaklinga og félaga sem eru í samkeppnisrekstri við aðra. Þar eru borgaryfirvöld duglegri en aðrir. Þá má ekki gleyma að flestir stjórnmálamenn telja rétt að skattgreiðendur fjármagni alla fjölmiðlun í landinu og því þurfi að efla Fjölmiðlanefnd til muna til að fylgjast með fjölmiðlum með tilheyrandi kostnaði. Það er víst betra í hugum margra en að leyfa þessum fjölmiðlum að keppa við ríkismiðilinn og erlenda miðla á jafnréttisgrundvelli. Svona meðferð á almannafé truflar ekki góða og sanngjarna stjórnmálamenn með ríka réttlætiskennd. Í þeirra huga eru skattgreiðendur eins og hvert annað ávaxtatré sem tínt er af eftir þörfum. Ísland er háskattaland Hlutfall skatttekna hins opinbera af landsframleiðslu á Íslandi er næst hæst í Evrópu. Að teknu tilliti til lögbundinna iðgjalda í lífeyrissjóði og almannatrygginga, svo ekki séu nefnd öll þau aukagjöld sem lögð eru á almenning fyrir minnstu viðvik, er skattbyrðin hæst í OECD löndunum. Þá sjaldan sem næst einhver skattalækkun á almenning er hún jafnharðan tekin til baka með nýjum sköttum, hvort sem þeir heita kolefnisgjald eða urðunarskattur eða enn furðulegri nöfnum. Ísland er því sannanlega háskattaland í öllum samanburði þótt mörgum finnist ekki nóg að gert í skattheimtu. Ef svo heldur fram sem horfir verðum við undir í samkeppninni við önnur lönd því við erum ekki eyland þótt við búum á eyju. Höfundur er þingmaður.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun