Kalla eftir samanburði á greiðslum Samherja fyrir veiðiréttindi í Namibíu og á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 12:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þingmenn Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar kalla eftir skýrslu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Tilgangurinn er að auka gegnsæi og traust segir formaður Viðreisnar. Skýrslubeiðninni var dreift á Alþingi í gær en með henni er óskað eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flytji Alþingi skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Það verði gert á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og Samherjaskjölunum svokölluðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er framsögumaður málsins en meðflutningsmenn eru aðrir þingmenn Viðreisnar, þingmenn úr Samfylkingu og Pírötum auk Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka. „Fyrst og fremst til þess að auka gegnsæi og setja fram ákveðið traust inn í sjávarútveginn. Það skiptir máli að almenningur og ekki síst stjórnvöld og við sem að erum löggjafinn og erum að reyna að móta reglur til þess að byggja upp traust að við vitum af hverju það er verið að greiða mun mun hærra verð fyrir aflaheimildir í útlöndum heldur en hér heima. Þannig þetta er gert til að auka gegnsæi og traust,“ segir Þorgerður Katrín. Að mati aðstandenda skýrslubeiðninnar hefur endurgjald fyrir einkaafnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar verið háð pólitísku mati, að því er segir í greinargerð með skýrslubeiðninni. Það séu bein tengsl á milli þess sem útgerðirnar telji sig geta greitt, og þess sem meiri hluti á Alþingi hverju sinni telji að þær geti greitt. Þær upplýsingar sem komi fram í Samherjaskjölunum gefi þannig tilefni til að bera saman hvað Samherji sé tilbúinn að greiða fyrir veiðirétt á Íslandi annars vegar og í Namibíu hins vegar. „Þá verður þessum spurningum einfaldlega svarað og þá er það bara einfaldlega innlegg inn í þessa mikilvægu umræðu sem að við þurfum og verðum að taka hér heima fyrir. Allt til þess að fá heildarmyndina, til þess að geta haldið áfram að stunda öflugan sjávarútveg og færa þjóðinni ákveðið auðlindagjald, sanngjarnt, réttlátt auðlindagjald,“ segir Þorgerður. Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Þingmenn Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar kalla eftir skýrslu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Tilgangurinn er að auka gegnsæi og traust segir formaður Viðreisnar. Skýrslubeiðninni var dreift á Alþingi í gær en með henni er óskað eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, flytji Alþingi skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. Það verði gert á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og Samherjaskjölunum svokölluðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er framsögumaður málsins en meðflutningsmenn eru aðrir þingmenn Viðreisnar, þingmenn úr Samfylkingu og Pírötum auk Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka. „Fyrst og fremst til þess að auka gegnsæi og setja fram ákveðið traust inn í sjávarútveginn. Það skiptir máli að almenningur og ekki síst stjórnvöld og við sem að erum löggjafinn og erum að reyna að móta reglur til þess að byggja upp traust að við vitum af hverju það er verið að greiða mun mun hærra verð fyrir aflaheimildir í útlöndum heldur en hér heima. Þannig þetta er gert til að auka gegnsæi og traust,“ segir Þorgerður Katrín. Að mati aðstandenda skýrslubeiðninnar hefur endurgjald fyrir einkaafnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar verið háð pólitísku mati, að því er segir í greinargerð með skýrslubeiðninni. Það séu bein tengsl á milli þess sem útgerðirnar telji sig geta greitt, og þess sem meiri hluti á Alþingi hverju sinni telji að þær geti greitt. Þær upplýsingar sem komi fram í Samherjaskjölunum gefi þannig tilefni til að bera saman hvað Samherji sé tilbúinn að greiða fyrir veiðirétt á Íslandi annars vegar og í Namibíu hins vegar. „Þá verður þessum spurningum einfaldlega svarað og þá er það bara einfaldlega innlegg inn í þessa mikilvægu umræðu sem að við þurfum og verðum að taka hér heima fyrir. Allt til þess að fá heildarmyndina, til þess að geta haldið áfram að stunda öflugan sjávarútveg og færa þjóðinni ákveðið auðlindagjald, sanngjarnt, réttlátt auðlindagjald,“ segir Þorgerður.
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira