Flugvallarstarfsmaður ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. febrúar 2020 18:30 Lögreglan rannsakar meðal annars hvort efnin hafi verið flutt til landsins í gegn um flugvöllinn en maðurinn var starfsmaður á flughlaði Keflavíkurflugvallar vísir/vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum rúm tvö kíló af kókaíni og sex lítra af amfetamínbasa ætlað til sölu. Maðurinn var starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og rannsakar lögreglan hvort hann hafi flutt efnin til landsins í gegn um starf sitt á vellinum. Maðurinn, sem er fæddur árið 1992, var starfsmaður á flughlaði Keflavíkurflugvallar þegar efnin fundust við húsleit á heimili hans í október síðastliðnum. Maðurinn er af pólskum uppruna en hefur búið hér lengi. Tveir til viðbótar, fyrrum starfsmenn Keflavíkurflugvallar, voru einnig handteknir og færðir í gæsluvarðhald vegna málsins en þeir voru svo látnir lausir. Héraðssaksóknari hefur nú ákært manninn, sem enn er í gæsluvarðhaldi, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í vörslum sínum rúmlega tvö kíló af kókaíni sem hafði styrkleika á bilinu 60 til 67 prósent og 6 lítla af amfetamínbasa, sem hafði 43 prósent styrkleika, ætlað til söludreifingar í ágóðaskyni. Þá er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft rafstuðbyssu í vörslum sínum. Einnig er krafist upptöku á 148 Xanax töflum, róandi lyfja sem ganga kaupum og sölum á fíkniefnamarkaðnum hér á landi, og fleiri lyfjum, sem og nokkrum símtækjum mannsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum er rannsókn málsins enn í fullum gangi þrátt fyrir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir vörslu efnanna. Lögregla rannsaki meðal annars hvort efnin hafi verið flutt til landsins í gegn um flugvöllinn en sem fyrr segir var maðurinn starfsmaður á flughlaði Keflavíkurflugvallar og hafði unnið þar í þó nokkurn tíma. Vann hann meðal annars við að flytja töskur úr flugvélum og inn á flugstöðina. Málið er mjög umfangsmikið en úr 6 lítrum af amfetamínbasa af þessum styrkleika er hægt að framleiða um 22 kíló af amfetamíni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kostar grammið af amfetamíni tæpar 3.500 krónur og samkvæmt því hefði andvirði efnisins verið tæpar áttatíu milljónir. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum rúm tvö kíló af kókaíni og sex lítra af amfetamínbasa ætlað til sölu. Maðurinn var starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og rannsakar lögreglan hvort hann hafi flutt efnin til landsins í gegn um starf sitt á vellinum. Maðurinn, sem er fæddur árið 1992, var starfsmaður á flughlaði Keflavíkurflugvallar þegar efnin fundust við húsleit á heimili hans í október síðastliðnum. Maðurinn er af pólskum uppruna en hefur búið hér lengi. Tveir til viðbótar, fyrrum starfsmenn Keflavíkurflugvallar, voru einnig handteknir og færðir í gæsluvarðhald vegna málsins en þeir voru svo látnir lausir. Héraðssaksóknari hefur nú ákært manninn, sem enn er í gæsluvarðhaldi, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í vörslum sínum rúmlega tvö kíló af kókaíni sem hafði styrkleika á bilinu 60 til 67 prósent og 6 lítla af amfetamínbasa, sem hafði 43 prósent styrkleika, ætlað til söludreifingar í ágóðaskyni. Þá er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft rafstuðbyssu í vörslum sínum. Einnig er krafist upptöku á 148 Xanax töflum, róandi lyfja sem ganga kaupum og sölum á fíkniefnamarkaðnum hér á landi, og fleiri lyfjum, sem og nokkrum símtækjum mannsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum er rannsókn málsins enn í fullum gangi þrátt fyrir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir vörslu efnanna. Lögregla rannsaki meðal annars hvort efnin hafi verið flutt til landsins í gegn um flugvöllinn en sem fyrr segir var maðurinn starfsmaður á flughlaði Keflavíkurflugvallar og hafði unnið þar í þó nokkurn tíma. Vann hann meðal annars við að flytja töskur úr flugvélum og inn á flugstöðina. Málið er mjög umfangsmikið en úr 6 lítrum af amfetamínbasa af þessum styrkleika er hægt að framleiða um 22 kíló af amfetamíni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kostar grammið af amfetamíni tæpar 3.500 krónur og samkvæmt því hefði andvirði efnisins verið tæpar áttatíu milljónir.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent