Er ósiðlegt að aldursgreina fólk með notkun tannrannsókna og röntgengeisla? Er það ónákvæmt? Myndiru taka svari stúdenta við þessum spurningum? Kannski en kannski ekki. Kannski ertu hluti þess hóps sem telur stúdenta hafa blásið málið upp? Kannski líturðu á stúdenta eins og börn í matvöruverslun sem öskra og liggja í gólfinu því þau fá ekki nammið sitt? En myndiru treysta svari ráðgjafa- og siðfræðihóps evrópsku akademíu barnalækna? Bresku tannlæknasamtakanna? Myndirðu treysta svari Rauða krossins á Íslandi, UNICEF, barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna eða barnaréttardeild Evrópuráðsins? Ef svo er skulum við fara aðeins yfir þau.
Ráðgjafa- og siðfræðihópur evrópsku akademíu barnalækna sagði árið 2015 að þar sem hælisleitendur eru ekki sjúklingar eigi læknar engan rétt á að rjúfa friðhelgi þess einstaklings. Grunnþörf á samþykki án þvingunar, vegna aðgerðarinnar sem rannsóknir á tönnum með munnholsskoðun og röntgengeislum er, geti verið dregin í efa. Þá mælti Evrópska akademía barnalækna gegn því að barnalæknar í Evrópu taki þátt í aldursgreiningum.
Barnaréttardeild Evrópuráðsins gaf út árið 2017 að áhættan sem þessar rannsóknir valda og lág nákvæmni þeirra styðji ekki notkun þessara aðferða sem siðferðislega réttmætar. Notkun skaðlegra geisla í tilgangi aldursgreiningar, sem hefur engan heilsufarslegan ávinning fyrir ungmennið sem fyrir geislunum verður, er talin vera á skjön við læknisfræðilegt siðferði og mögulega ólöglegt.
Sameiginleg yfirlýsing UNICEF og Rauða Krossins á Íslandi sagði að hætta skuli að notast við tanngreiningar við aldursgreiningu barna.
Bresku tannlæknasamtökin sögðu árið 2007 að samtökin væru ákaflega mótfallin notkun röntgenmyndgreininga á tönnum til að ákvarða hvort hælisleitendur væru orðnir 18 ára. Þetta sé ónákvæm aðferð til að ákvarða þennan aldur. Þá trúi samtökin því að það sé óviðeigandi og ósiðlegt að taka röntgenmyndir af fólki þegar það er engin heilsufarslegur ávinningur af því.
Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna sagði árið 2017 að sérfræðingar í barnalækningum eigi að framkvæma heildstætt mat, að ríki skuli forðast að nota læknisfræðilegar aðferðir sem byggi á bein- eða tanngreiningum, sem kunna að vera ónákvæmar með miklum skekkjumörkum og geta leitt til áfalla eða lagalegra trafala.
Meðal annars er það á grundvelli þessara upplýsinga sem stúdentar hafa byggt upp afstöðu sína. Afstaða sem kjarnast í tvennu. Annars vegar að við séum á móti því að Háskóli Íslands framkvæmi þessar rannsóknir og hins vegar að Háskóli Íslands sé í þeirri stöðu gagnvart einhverjum viðkvæmasta hópi samfélagsins að koma að málum þeirra með hætti sem hefur mögulega neikvæðar afleiðingar á þeirra ferli og andlega heilsu. Áframhald rannsóknanna verður til umræðu í háskólaráði á morgun.
Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
![](https://www.visir.is/i/B8ECCD9B0F0C0E8A66C640E1FBDCDA2F5712A2DC16E3BB171F0B15EB0F811607_80x80.jpg)
Tanngreiningar
Skoðun
![](/i/88FD222B8D4F5315CB0EDFB64E3457559269404DA873D02C0F41B4D2EB0A6758_390x390.jpg)
Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar
![](/i/4F147F9CEB14D29F5AEB733710A48833FC9069359BB4B20FF9EDFBF62DD6B90C_390x390.jpg)
Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
![](/i/0D60AA7DB20F6A90A8F8715216F8C5EA9376F1E551C053EE388196F065041070_390x390.jpg)
Hugleiðingar um virðismat kennara
Bergur Hauksson skrifar
![](/i/21CC7B20AE8816B80709D33075E9F52FC6009F6E2E9440F9DEEABA82FD3F5228_390x390.jpg)
Hvar stendur barnið mitt í námi?
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar
![](/i/22729E24E9056A61F19B0494E874A6C01C185F12188C07B05C0D59C21AAECA17_390x390.jpg)
Áslaug Arna er framtíðin
Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
![](/i/FAFFCD8B106CD22281B58BF0628DDB580C3464EA6B39A70D00186457E9268CF5_390x390.jpg)
Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt
Einar Ólafsson skrifar
![](/i/A71B32BD7619C67094795FE2958AFB3839A16C3E8C20A9758CECF21A65D001FA_390x390.jpg)
Minna af þér og meira af öðrum
Heiða Björk Sturludóttir skrifar
![](/i/54AFA4D4C73FA6D162898BF7251C6078CB1DFD8069F2B37D66CEBFADA1AFD236_390x390.jpg)
Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar
Ísabella Markan skrifar
![](/i/CC84741BCF8CA44606605C941D373850956B79A76D4ADF787FC4711DEF037637_390x390.jpg)
Að koma skriðdreka á Snæfellsnes
Jón Ingi Hákonarson skrifar
![](/i/906693C9CBE4337CACE6A4157E19ACC342B6811DB981BC6C81FC90A53C7E6E0F_390x390.jpg)
Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans
Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar
![](/i/97FAF88FBB13218266B91BAB0961A6D82B8E4BBF848C33D60253F2B187625E0A_390x390.jpg)
Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu?
Davíð Bergmann skrifar
![](/i/6A0FD1C67FC6410835256C49E6509952EB534831B4D8E2BFF4E9A50F499CFDF1_390x390.jpg)
Skiptir hugarfarið máli?
Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
![](/i/57D5E0D4BD73B713FC2D4B6E774E1C27F30DE8399D99CCBB79235CD0AAEF6224_390x390.jpg)
Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði
Davíð Már Sigurðsson skrifar
![](/i/1F2B558BF501B12AD95ABC8F03BE7BF57B061B2D32CEB9F1D458A22B905AC5F9_390x390.jpg)
Verkfærakistan er alltaf opin
Ástþór Ólafsson skrifar
![](/i/FFCAE1F836A7D5B079A281E8759AAFB270F01CF26ADE430D4FC5704DF2ED29DC_390x390.jpg)
Píratar til forystu
Guðni Freyr Öfjörð skrifar
![](/i/41E4B2B458637A9C627FD0811EF6F318169FA199286A9F16931D6F87982EBD59_390x390.jpg)
Beðið fyrir verðbólgu
Halla Gunnarsdóttir skrifar
![](/i/1B5DC560FCC35BDA8D9CC012DE0DF6E0DCED57639456D02F90AC400ACFE5AC0B_390x390.jpg)
Minni pólitík, meiri fagmennska
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
![](/i/A47A6AC9C4215F8F0DB44D69A28EEBDB322CC7F97BA44E68144E35EB9D11E5C0_390x390.jpg)
Ný krydd í skuldasúpuna
Helgi Áss Grétarsson skrifar
![](/i/1A6BC32C82325B402A267C1FC40BBB22602E9B91FB301B420362CF74B73848B0_390x390.jpg)
Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019
Heimir Örn Árnason skrifar
![](/i/1E3149462E474E43C655540546F9294D4F7D64A929449DDB928E5FA46F5D7847_390x390.jpg)
Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna
Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
![](/i/0AD591B475824502C50BCDAB8FD498B5D143FBED3D3FBD09FA25EC1D7F32E2E7_390x390.jpg)
Er Inga Sæland Þjófur?
Birgir Dýrfjörð skrifar
![](/i/7B3AB486F67D113474359B499618E5CEA3A7EE953A750F030E81523DD2D4CE40_390x390.jpg)
Kona
Anna Kristjana Helgadóttir skrifar
![](/i/BFAC1AA263BE258E79377E1462667EA5B028917ED4EED7551C230F4F83064038_390x390.jpg)
Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel
Gunnar H. Garðarsson skrifar
![](/i/82FD24C55AC1EBCDCF28E3FC7EF9032DAB972DF4BF88B487AB8727BE8BD8E7DB_390x390.jpg)
Orð skulu standa
Jón Pétur Zimsen skrifar
![](/i/011900B156EA83FA3B1F9C9BBE62E05B740DE2CABFF8A3DF1F74D490D203FAD6_390x390.jpg)
Dúabíllinn og kraftur sköpunar
Einar Mikael Sverrisson skrifar
![](/i/3FC7B614206A74E6D22608BEBC6EB1FFE963D5E61D63CEA5C489AFFD733DE342_390x390.jpg)
Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú
Árni Sigurðsson skrifar
![](/i/A1AAB4A9EF09A6BD72B0158BB6C972BA2BA4D235B490C87DFFFDC0328B14FE70_390x390.jpg)
Viljum við það besta fyrir börnin okkar?
Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar
![](/i/34D61AE95CCC1503A44932B26F57CDA1E6289B48E82073F7CC4B8DEB5A63E385_390x390.jpg)
Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa
Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar