Dele Alli, miðjumaður Tottenham, segir að Tottenham hafi verið eitt besta lið heims undanfarin ár.
Tottenham vann 3-2 sigur á Southampton í gær og er þar af leiðandi komið í 16-liða úrslit enska bikarsins.
Tottenham hefur ekki unnið bikar síðan liðið varð deildarbikarmeistari árið 2008 og þá er farið þyrsta í titil.
„Við verðum að fara vinna eitthvað fyrir stuðningsmennina,“ sagði Dele Alli eftir sigurleikinn í gær.
„Við eigum skilið að vinna bikar. Þetta hefur verið langur tími og það er enginn að fara gefa okkur þetta. Við verðum að halda áfram að reyna.“
Southampton komst 2-1 yfir í leiknum en leikmenn Tottenham sýndu þá styrk sinn og snéru leiknum sér í hag.
„Þetta segir mikið um karakterinn í liðinu. Við höfum verið eitt besta lið í heimi þessi ár sem við höfum verið saman.“
Tottenham mætir Norwich í 16-liða úrslitunum.
"We are one of the best teams in the world in the years we have been together."
— BBC Sport (@BBCSport) February 6, 2020
Dele Alli says Tottenham "deserve a trophy" as they push to end their 12-year wait for silverware.
In full: https://t.co/nJSVw1vkNL#Spurs#thfc#bbcfootballpic.twitter.com/8LThv2rXFR