Lengstu geimdvöl konu lauk í morgun Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2020 12:00 Koch var alsæl þegar hún fann fyrir sólargeislum á eigin skinni í fyrsta skipti í tæpa ellefu mánuði í morgun. Vísir/EPA Bandaríski geimfarinn Christina Koch lauk hátt í árslangri dvöl í geimnum þegar hún og tveir félagar hennar lentu heilu og höldnu á gresjum Kasakstans í morgun. Koch sló met yfir lengstu samfelldu geimdvöl konu og var aðeins tólf dögum frá lengstu geimdvöl Bandaríkjamanns. Alls dvaldi Koch 328 daga, tæplega ellefu mánuði, um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðina. Hún sló fyrra met Peggy Whitson, annars bandarísks geimfara, sem var 289 dagar 28. desember. Scott Kelly á metið fyrir bandaríska geimfara, 340 daga frá 2015 til 2016. Whitson heldur enn metinu sem sú kona sem hefur dvalið lengst allra í geimnum sem hún setti í þremur geimferðum frá 2002 til 2017, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Geimför Koch hófst 14. mars í fyrra en upphaflega átti dvöl hennar í geimstöðinni að standa yfir í sex mánuði eins og hefðbundið er. Dvölin var framlengd í apríl þegar flækjur komu upp í skipulagningu á geimskotum. Á meðan á dvölinni stóð fór Koch 5.248 hringi um jörðina og ferðaðist 223 milljónir kílómetra. Til samanburðar eru um 286 milljónir kílómetrar að meðaltali á milli jarðarinnar og Mars. Koch lenti í rússneskri Soyuz-geimferju ásamt Luca Parmitano frá Ítölsku geimstofnunni og Aleksandr Skvortsov frá Rússnesku geimstofnuninni í Kasakstan eftir klukkan níu í morgun að íslenskum tíma. Heimamenn í Kasakstan tóku á móti geimferjunni á hestbaki í morgun.Vísir/EPA „Það þyrmir svo yfir mig og ég er svo hamingjusöm núna,“ sagði Koch við fréttamenn þegar hún var komin út úr ferjunni skömmu eftir lendinguna. Hún skráði sig einnig í sögubækurnar í október þegar hún og Jessica Meir, annar bandarískur geimfari, fóru saman í geimgöngu fyrir utan geimstöðina. Það var í fyrsta skipti sem allir geimfarar sem tóku þátt í geimgöngu voru konur. „Fyrir mér snýst þetta allt um heiðurinn sem ég upplifi að feta í fótspor hetjanna minna,“ sagði Koch við fréttamenn í beinni útsendingu frá geimstöðinni í síðustu viku og lagði áherslu á að hún vildi veita nýrri kynslóð geimfara innblástur. Koch er 41 árs gömul, fædd í Michigan árið 1979 og alin upp í Norður-Karólínu. Hún er eðlis- og rafmagnsverkfræðingur að mennt. Koch var engu að síður fjarri því að slá metið yfir lengstu samfelldu geimdvöl allra tíma. Þann heiður á rússneski geimfarinn Valerí Poljakov sem dvaldi í rúmlega 437 daga um borð í rússnesku geimstöðinni Mír frá 1994 til 1995. .@Astro_Christina is back on Earth after 328 days living in space. https://t.co/yuOTrYN8CV pic.twitter.com/SU1Vi1W4XU— Intl. Space Station (@Space_Station) February 6, 2020 Bandaríkin Geimurinn Kasakstan Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Bandaríski geimfarinn Christina Koch lauk hátt í árslangri dvöl í geimnum þegar hún og tveir félagar hennar lentu heilu og höldnu á gresjum Kasakstans í morgun. Koch sló met yfir lengstu samfelldu geimdvöl konu og var aðeins tólf dögum frá lengstu geimdvöl Bandaríkjamanns. Alls dvaldi Koch 328 daga, tæplega ellefu mánuði, um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðina. Hún sló fyrra met Peggy Whitson, annars bandarísks geimfara, sem var 289 dagar 28. desember. Scott Kelly á metið fyrir bandaríska geimfara, 340 daga frá 2015 til 2016. Whitson heldur enn metinu sem sú kona sem hefur dvalið lengst allra í geimnum sem hún setti í þremur geimferðum frá 2002 til 2017, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Geimför Koch hófst 14. mars í fyrra en upphaflega átti dvöl hennar í geimstöðinni að standa yfir í sex mánuði eins og hefðbundið er. Dvölin var framlengd í apríl þegar flækjur komu upp í skipulagningu á geimskotum. Á meðan á dvölinni stóð fór Koch 5.248 hringi um jörðina og ferðaðist 223 milljónir kílómetra. Til samanburðar eru um 286 milljónir kílómetrar að meðaltali á milli jarðarinnar og Mars. Koch lenti í rússneskri Soyuz-geimferju ásamt Luca Parmitano frá Ítölsku geimstofnunni og Aleksandr Skvortsov frá Rússnesku geimstofnuninni í Kasakstan eftir klukkan níu í morgun að íslenskum tíma. Heimamenn í Kasakstan tóku á móti geimferjunni á hestbaki í morgun.Vísir/EPA „Það þyrmir svo yfir mig og ég er svo hamingjusöm núna,“ sagði Koch við fréttamenn þegar hún var komin út úr ferjunni skömmu eftir lendinguna. Hún skráði sig einnig í sögubækurnar í október þegar hún og Jessica Meir, annar bandarískur geimfari, fóru saman í geimgöngu fyrir utan geimstöðina. Það var í fyrsta skipti sem allir geimfarar sem tóku þátt í geimgöngu voru konur. „Fyrir mér snýst þetta allt um heiðurinn sem ég upplifi að feta í fótspor hetjanna minna,“ sagði Koch við fréttamenn í beinni útsendingu frá geimstöðinni í síðustu viku og lagði áherslu á að hún vildi veita nýrri kynslóð geimfara innblástur. Koch er 41 árs gömul, fædd í Michigan árið 1979 og alin upp í Norður-Karólínu. Hún er eðlis- og rafmagnsverkfræðingur að mennt. Koch var engu að síður fjarri því að slá metið yfir lengstu samfelldu geimdvöl allra tíma. Þann heiður á rússneski geimfarinn Valerí Poljakov sem dvaldi í rúmlega 437 daga um borð í rússnesku geimstöðinni Mír frá 1994 til 1995. .@Astro_Christina is back on Earth after 328 days living in space. https://t.co/yuOTrYN8CV pic.twitter.com/SU1Vi1W4XU— Intl. Space Station (@Space_Station) February 6, 2020
Bandaríkin Geimurinn Kasakstan Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira