Lengstu geimdvöl konu lauk í morgun Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2020 12:00 Koch var alsæl þegar hún fann fyrir sólargeislum á eigin skinni í fyrsta skipti í tæpa ellefu mánuði í morgun. Vísir/EPA Bandaríski geimfarinn Christina Koch lauk hátt í árslangri dvöl í geimnum þegar hún og tveir félagar hennar lentu heilu og höldnu á gresjum Kasakstans í morgun. Koch sló met yfir lengstu samfelldu geimdvöl konu og var aðeins tólf dögum frá lengstu geimdvöl Bandaríkjamanns. Alls dvaldi Koch 328 daga, tæplega ellefu mánuði, um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðina. Hún sló fyrra met Peggy Whitson, annars bandarísks geimfara, sem var 289 dagar 28. desember. Scott Kelly á metið fyrir bandaríska geimfara, 340 daga frá 2015 til 2016. Whitson heldur enn metinu sem sú kona sem hefur dvalið lengst allra í geimnum sem hún setti í þremur geimferðum frá 2002 til 2017, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Geimför Koch hófst 14. mars í fyrra en upphaflega átti dvöl hennar í geimstöðinni að standa yfir í sex mánuði eins og hefðbundið er. Dvölin var framlengd í apríl þegar flækjur komu upp í skipulagningu á geimskotum. Á meðan á dvölinni stóð fór Koch 5.248 hringi um jörðina og ferðaðist 223 milljónir kílómetra. Til samanburðar eru um 286 milljónir kílómetrar að meðaltali á milli jarðarinnar og Mars. Koch lenti í rússneskri Soyuz-geimferju ásamt Luca Parmitano frá Ítölsku geimstofnunni og Aleksandr Skvortsov frá Rússnesku geimstofnuninni í Kasakstan eftir klukkan níu í morgun að íslenskum tíma. Heimamenn í Kasakstan tóku á móti geimferjunni á hestbaki í morgun.Vísir/EPA „Það þyrmir svo yfir mig og ég er svo hamingjusöm núna,“ sagði Koch við fréttamenn þegar hún var komin út úr ferjunni skömmu eftir lendinguna. Hún skráði sig einnig í sögubækurnar í október þegar hún og Jessica Meir, annar bandarískur geimfari, fóru saman í geimgöngu fyrir utan geimstöðina. Það var í fyrsta skipti sem allir geimfarar sem tóku þátt í geimgöngu voru konur. „Fyrir mér snýst þetta allt um heiðurinn sem ég upplifi að feta í fótspor hetjanna minna,“ sagði Koch við fréttamenn í beinni útsendingu frá geimstöðinni í síðustu viku og lagði áherslu á að hún vildi veita nýrri kynslóð geimfara innblástur. Koch er 41 árs gömul, fædd í Michigan árið 1979 og alin upp í Norður-Karólínu. Hún er eðlis- og rafmagnsverkfræðingur að mennt. Koch var engu að síður fjarri því að slá metið yfir lengstu samfelldu geimdvöl allra tíma. Þann heiður á rússneski geimfarinn Valerí Poljakov sem dvaldi í rúmlega 437 daga um borð í rússnesku geimstöðinni Mír frá 1994 til 1995. .@Astro_Christina is back on Earth after 328 days living in space. https://t.co/yuOTrYN8CV pic.twitter.com/SU1Vi1W4XU— Intl. Space Station (@Space_Station) February 6, 2020 Bandaríkin Geimurinn Kasakstan Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Sjá meira
Bandaríski geimfarinn Christina Koch lauk hátt í árslangri dvöl í geimnum þegar hún og tveir félagar hennar lentu heilu og höldnu á gresjum Kasakstans í morgun. Koch sló met yfir lengstu samfelldu geimdvöl konu og var aðeins tólf dögum frá lengstu geimdvöl Bandaríkjamanns. Alls dvaldi Koch 328 daga, tæplega ellefu mánuði, um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðina. Hún sló fyrra met Peggy Whitson, annars bandarísks geimfara, sem var 289 dagar 28. desember. Scott Kelly á metið fyrir bandaríska geimfara, 340 daga frá 2015 til 2016. Whitson heldur enn metinu sem sú kona sem hefur dvalið lengst allra í geimnum sem hún setti í þremur geimferðum frá 2002 til 2017, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Geimför Koch hófst 14. mars í fyrra en upphaflega átti dvöl hennar í geimstöðinni að standa yfir í sex mánuði eins og hefðbundið er. Dvölin var framlengd í apríl þegar flækjur komu upp í skipulagningu á geimskotum. Á meðan á dvölinni stóð fór Koch 5.248 hringi um jörðina og ferðaðist 223 milljónir kílómetra. Til samanburðar eru um 286 milljónir kílómetrar að meðaltali á milli jarðarinnar og Mars. Koch lenti í rússneskri Soyuz-geimferju ásamt Luca Parmitano frá Ítölsku geimstofnunni og Aleksandr Skvortsov frá Rússnesku geimstofnuninni í Kasakstan eftir klukkan níu í morgun að íslenskum tíma. Heimamenn í Kasakstan tóku á móti geimferjunni á hestbaki í morgun.Vísir/EPA „Það þyrmir svo yfir mig og ég er svo hamingjusöm núna,“ sagði Koch við fréttamenn þegar hún var komin út úr ferjunni skömmu eftir lendinguna. Hún skráði sig einnig í sögubækurnar í október þegar hún og Jessica Meir, annar bandarískur geimfari, fóru saman í geimgöngu fyrir utan geimstöðina. Það var í fyrsta skipti sem allir geimfarar sem tóku þátt í geimgöngu voru konur. „Fyrir mér snýst þetta allt um heiðurinn sem ég upplifi að feta í fótspor hetjanna minna,“ sagði Koch við fréttamenn í beinni útsendingu frá geimstöðinni í síðustu viku og lagði áherslu á að hún vildi veita nýrri kynslóð geimfara innblástur. Koch er 41 árs gömul, fædd í Michigan árið 1979 og alin upp í Norður-Karólínu. Hún er eðlis- og rafmagnsverkfræðingur að mennt. Koch var engu að síður fjarri því að slá metið yfir lengstu samfelldu geimdvöl allra tíma. Þann heiður á rússneski geimfarinn Valerí Poljakov sem dvaldi í rúmlega 437 daga um borð í rússnesku geimstöðinni Mír frá 1994 til 1995. .@Astro_Christina is back on Earth after 328 days living in space. https://t.co/yuOTrYN8CV pic.twitter.com/SU1Vi1W4XU— Intl. Space Station (@Space_Station) February 6, 2020
Bandaríkin Geimurinn Kasakstan Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Sjá meira