Faraldurinn getur geisað mánuðum saman Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. febrúar 2020 21:00 Sóttvarnarlæknir segir að það muni taka langan tíma fyrir 2019 kórónaveiruna að ganga yfir. Dauðsföll af völdum veirunnar eru nú orðin fleiri en af SARS veirunni. Þegar SARS-faraldurinn gekk fyrir sautján árum létust tæplega átta hundruð manns af völdum veirunnar. Nú eru dauðsföllin af völdum 2019 kórónaveirunnar þegar komin yfir átta hundruð og heldur talan áfram að hækka. Þá hafa hátt í fjörutíu þúsund greinst með veiruna. Víða hefur verið gripið til umfangsmikilla aðgerða til að reyna að sporna við útbreiðslu faraldursins. Í dag fengu ríflega þrjú þúsund farþegar og áhöfn skemmtiferðaskipsins World Dream að fara frá borði í Hong Kong. Þeim hafði verið haldið í fimm daga í sóttkví um borð í skipinu af ótta við að farþegar væru smitaðir af veirunni. Sýni leiddu hins vegar í ljós að svo reyndist ekki vera. Farþegar annars skemmtiferðaskips í Japans eru hins vegar enn í sóttkví en tugir farþega um borð hafa greinst með veiruna. Nú er búið að greina veiruna í átta löndum Evrópu og er talið að veiran muni greinast hér. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir ljóst að það taki marga mánuði fyrir faraldurinn að ganga yfir. „Það getur tekið mjög langan tíma. SARS-faraldurinn gekk yfir á einu ári til dæmis. Þannig að við erum ekki að horfa á þetta sem eitthvert spretthlaup. Þetta er ekki eitthvað sem við teljum að gangi yfir núna bara á næstu dögum eða næstu vikum. Ég held að við séum að horfa á næstu mánuði,“ segir Þórólfur. Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Sóttvarnarlæknir segir að það muni taka langan tíma fyrir 2019 kórónaveiruna að ganga yfir. Dauðsföll af völdum veirunnar eru nú orðin fleiri en af SARS veirunni. Þegar SARS-faraldurinn gekk fyrir sautján árum létust tæplega átta hundruð manns af völdum veirunnar. Nú eru dauðsföllin af völdum 2019 kórónaveirunnar þegar komin yfir átta hundruð og heldur talan áfram að hækka. Þá hafa hátt í fjörutíu þúsund greinst með veiruna. Víða hefur verið gripið til umfangsmikilla aðgerða til að reyna að sporna við útbreiðslu faraldursins. Í dag fengu ríflega þrjú þúsund farþegar og áhöfn skemmtiferðaskipsins World Dream að fara frá borði í Hong Kong. Þeim hafði verið haldið í fimm daga í sóttkví um borð í skipinu af ótta við að farþegar væru smitaðir af veirunni. Sýni leiddu hins vegar í ljós að svo reyndist ekki vera. Farþegar annars skemmtiferðaskips í Japans eru hins vegar enn í sóttkví en tugir farþega um borð hafa greinst með veiruna. Nú er búið að greina veiruna í átta löndum Evrópu og er talið að veiran muni greinast hér. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir ljóst að það taki marga mánuði fyrir faraldurinn að ganga yfir. „Það getur tekið mjög langan tíma. SARS-faraldurinn gekk yfir á einu ári til dæmis. Þannig að við erum ekki að horfa á þetta sem eitthvert spretthlaup. Þetta er ekki eitthvað sem við teljum að gangi yfir núna bara á næstu dögum eða næstu vikum. Ég held að við séum að horfa á næstu mánuði,“ segir Þórólfur.
Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira