Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2020 20:22 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Vísir/egill Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. Útlit er fyrir að tæplega þriggja daga verkfall hefjist á þriðjudaginn. Umræðan snerist að mestu um það hvort kröfur Eflingar myndu leiða til höfrungahlaups á vinnumarkaði. Sólveig anna sagði ekkert hafa verið hlustað á kröfur Eflingar og að einhverra hluta vegna væri búið að færa ábyrgð á stöðu efnahagskerfisins, auk annarra hluta, yfir á þá sem minnst ættu. „Hér stíga fram hver á fætur öðrum menn, flestir með afskaplega stóra launatékka, til að flytja okkur enn eina ferðina þær fréttir að ekkert sé hægt að gera fyrir okkur,“ sagði Sólveig. Hún sagði það óboðlegan málflutning og að Efling hafni honum alfarið. Konráð sagði stöðuna viðkvæma og að vinnumarkaðurinn í heild sinni bæri ábyrgð á stöðu mála. Þar á meðal Efling og aðrir aðilar að vinnumarkaði. „Við erum í þeirri stöðu að við erum með mjög litla verðbólgu. Við erum með gjörbreytta stöðu á þjóðarbúinu. Þetta er rulla sem heyrist mjög oft en það er ástæða fyrir því,“ sagði Konráð. Það væri vegna þess að aukin launakostnaður gæti leitt til aukins atvinnuleysis. Konráð sagði einnig að á Íslandi væru mjög há laun í alþjóðlegu samhengi. „Hvergi á byggðu bóli fer jafn hátt hlutfall af landsframleiðslu til launa. Sem er í sjálfu sér gott en það sýnir okkur að svigrúmið er því miður ekkert. Ég vildi óska þess að ég gæti horft framan í ykkur og sagt að svigrúmið væri meira en horfandi á tölurnar eins og landið liggur, þá er það ekki.“ Konráð sagði þar að auki að vegna þess hve viðkvæm staðan væri, væri mikilvægt að lífskjarasamningurinn héldi. Sólveig sagðist fagna því að Konráð kæmi „sem betur fer“ ekki að umræddum kjaraviðræðum. Borgin hefði vel efni á því að gangast að kröfum Eflingar. „Borgin stærir sig af því að ætla að skila margra milljarða rekstrarafgangi á næstu árum. Borgin hefur sparað á hverju ári, undanfarin ár, sex til átta hundruð milljónir í launakostnað. Hvers vegna? Vegna þess að þetta háskólamenntaða fólk, sem að Konráð og aðrir eru svo hræddir við að fari fram í kjölfar okkar af einhverjum tryllingi, fæst einfaldlega ekki til þessara starfa,“ sagði Sólveig. Sjá má umræðurnar hér að neðan. Kjaramál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Víglínan Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. Útlit er fyrir að tæplega þriggja daga verkfall hefjist á þriðjudaginn. Umræðan snerist að mestu um það hvort kröfur Eflingar myndu leiða til höfrungahlaups á vinnumarkaði. Sólveig anna sagði ekkert hafa verið hlustað á kröfur Eflingar og að einhverra hluta vegna væri búið að færa ábyrgð á stöðu efnahagskerfisins, auk annarra hluta, yfir á þá sem minnst ættu. „Hér stíga fram hver á fætur öðrum menn, flestir með afskaplega stóra launatékka, til að flytja okkur enn eina ferðina þær fréttir að ekkert sé hægt að gera fyrir okkur,“ sagði Sólveig. Hún sagði það óboðlegan málflutning og að Efling hafni honum alfarið. Konráð sagði stöðuna viðkvæma og að vinnumarkaðurinn í heild sinni bæri ábyrgð á stöðu mála. Þar á meðal Efling og aðrir aðilar að vinnumarkaði. „Við erum í þeirri stöðu að við erum með mjög litla verðbólgu. Við erum með gjörbreytta stöðu á þjóðarbúinu. Þetta er rulla sem heyrist mjög oft en það er ástæða fyrir því,“ sagði Konráð. Það væri vegna þess að aukin launakostnaður gæti leitt til aukins atvinnuleysis. Konráð sagði einnig að á Íslandi væru mjög há laun í alþjóðlegu samhengi. „Hvergi á byggðu bóli fer jafn hátt hlutfall af landsframleiðslu til launa. Sem er í sjálfu sér gott en það sýnir okkur að svigrúmið er því miður ekkert. Ég vildi óska þess að ég gæti horft framan í ykkur og sagt að svigrúmið væri meira en horfandi á tölurnar eins og landið liggur, þá er það ekki.“ Konráð sagði þar að auki að vegna þess hve viðkvæm staðan væri, væri mikilvægt að lífskjarasamningurinn héldi. Sólveig sagðist fagna því að Konráð kæmi „sem betur fer“ ekki að umræddum kjaraviðræðum. Borgin hefði vel efni á því að gangast að kröfum Eflingar. „Borgin stærir sig af því að ætla að skila margra milljarða rekstrarafgangi á næstu árum. Borgin hefur sparað á hverju ári, undanfarin ár, sex til átta hundruð milljónir í launakostnað. Hvers vegna? Vegna þess að þetta háskólamenntaða fólk, sem að Konráð og aðrir eru svo hræddir við að fari fram í kjölfar okkar af einhverjum tryllingi, fæst einfaldlega ekki til þessara starfa,“ sagði Sólveig. Sjá má umræðurnar hér að neðan.
Kjaramál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Víglínan Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira