Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2020 20:22 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Vísir/egill Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. Útlit er fyrir að tæplega þriggja daga verkfall hefjist á þriðjudaginn. Umræðan snerist að mestu um það hvort kröfur Eflingar myndu leiða til höfrungahlaups á vinnumarkaði. Sólveig anna sagði ekkert hafa verið hlustað á kröfur Eflingar og að einhverra hluta vegna væri búið að færa ábyrgð á stöðu efnahagskerfisins, auk annarra hluta, yfir á þá sem minnst ættu. „Hér stíga fram hver á fætur öðrum menn, flestir með afskaplega stóra launatékka, til að flytja okkur enn eina ferðina þær fréttir að ekkert sé hægt að gera fyrir okkur,“ sagði Sólveig. Hún sagði það óboðlegan málflutning og að Efling hafni honum alfarið. Konráð sagði stöðuna viðkvæma og að vinnumarkaðurinn í heild sinni bæri ábyrgð á stöðu mála. Þar á meðal Efling og aðrir aðilar að vinnumarkaði. „Við erum í þeirri stöðu að við erum með mjög litla verðbólgu. Við erum með gjörbreytta stöðu á þjóðarbúinu. Þetta er rulla sem heyrist mjög oft en það er ástæða fyrir því,“ sagði Konráð. Það væri vegna þess að aukin launakostnaður gæti leitt til aukins atvinnuleysis. Konráð sagði einnig að á Íslandi væru mjög há laun í alþjóðlegu samhengi. „Hvergi á byggðu bóli fer jafn hátt hlutfall af landsframleiðslu til launa. Sem er í sjálfu sér gott en það sýnir okkur að svigrúmið er því miður ekkert. Ég vildi óska þess að ég gæti horft framan í ykkur og sagt að svigrúmið væri meira en horfandi á tölurnar eins og landið liggur, þá er það ekki.“ Konráð sagði þar að auki að vegna þess hve viðkvæm staðan væri, væri mikilvægt að lífskjarasamningurinn héldi. Sólveig sagðist fagna því að Konráð kæmi „sem betur fer“ ekki að umræddum kjaraviðræðum. Borgin hefði vel efni á því að gangast að kröfum Eflingar. „Borgin stærir sig af því að ætla að skila margra milljarða rekstrarafgangi á næstu árum. Borgin hefur sparað á hverju ári, undanfarin ár, sex til átta hundruð milljónir í launakostnað. Hvers vegna? Vegna þess að þetta háskólamenntaða fólk, sem að Konráð og aðrir eru svo hræddir við að fari fram í kjölfar okkar af einhverjum tryllingi, fæst einfaldlega ekki til þessara starfa,“ sagði Sólveig. Sjá má umræðurnar hér að neðan. Kjaramál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Víglínan Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. Útlit er fyrir að tæplega þriggja daga verkfall hefjist á þriðjudaginn. Umræðan snerist að mestu um það hvort kröfur Eflingar myndu leiða til höfrungahlaups á vinnumarkaði. Sólveig anna sagði ekkert hafa verið hlustað á kröfur Eflingar og að einhverra hluta vegna væri búið að færa ábyrgð á stöðu efnahagskerfisins, auk annarra hluta, yfir á þá sem minnst ættu. „Hér stíga fram hver á fætur öðrum menn, flestir með afskaplega stóra launatékka, til að flytja okkur enn eina ferðina þær fréttir að ekkert sé hægt að gera fyrir okkur,“ sagði Sólveig. Hún sagði það óboðlegan málflutning og að Efling hafni honum alfarið. Konráð sagði stöðuna viðkvæma og að vinnumarkaðurinn í heild sinni bæri ábyrgð á stöðu mála. Þar á meðal Efling og aðrir aðilar að vinnumarkaði. „Við erum í þeirri stöðu að við erum með mjög litla verðbólgu. Við erum með gjörbreytta stöðu á þjóðarbúinu. Þetta er rulla sem heyrist mjög oft en það er ástæða fyrir því,“ sagði Konráð. Það væri vegna þess að aukin launakostnaður gæti leitt til aukins atvinnuleysis. Konráð sagði einnig að á Íslandi væru mjög há laun í alþjóðlegu samhengi. „Hvergi á byggðu bóli fer jafn hátt hlutfall af landsframleiðslu til launa. Sem er í sjálfu sér gott en það sýnir okkur að svigrúmið er því miður ekkert. Ég vildi óska þess að ég gæti horft framan í ykkur og sagt að svigrúmið væri meira en horfandi á tölurnar eins og landið liggur, þá er það ekki.“ Konráð sagði þar að auki að vegna þess hve viðkvæm staðan væri, væri mikilvægt að lífskjarasamningurinn héldi. Sólveig sagðist fagna því að Konráð kæmi „sem betur fer“ ekki að umræddum kjaraviðræðum. Borgin hefði vel efni á því að gangast að kröfum Eflingar. „Borgin stærir sig af því að ætla að skila margra milljarða rekstrarafgangi á næstu árum. Borgin hefur sparað á hverju ári, undanfarin ár, sex til átta hundruð milljónir í launakostnað. Hvers vegna? Vegna þess að þetta háskólamenntaða fólk, sem að Konráð og aðrir eru svo hræddir við að fari fram í kjölfar okkar af einhverjum tryllingi, fæst einfaldlega ekki til þessara starfa,“ sagði Sólveig. Sjá má umræðurnar hér að neðan.
Kjaramál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Víglínan Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira