Gjöld vegna veiðiheimilda töluvert hærri í Namibíu en á Íslandi árið 2018 Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2020 07:31 VIðskipti og veiðar Samherja í Namibíu hafa verið til skoðunar frá því í vetur. Vísir/Egill Uppfært 10:30 Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi. Á árunum áður greiddi fyrirtækið mun minna. Þetta kemur fram í skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og birt var í gær, þar sem veiðigjöld hér á landi og í Namibíu voru skoðuð sem hlutfall af aflaverðmæti. Í upphafi skýrslunnar kemur fram að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og fleiri þingmenn hafi óskað eftir því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra „flytji Alþingi skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og í þeim skjölum sem RÚV fjallaði nýlega um í fréttaskýringaþættinum Kveik.“ Með því að skoða hlutfallið á milli kostnaðar við veiðigjöld og aflaverðmæti komst Hagfræðistofnun Háskólans að því að vegið meðaltal hlutfallsins hér á landi frá 2012 til 2018 hafi verið á milli 5,1 prósent og 15,1 prósent. Í Namibíu hafi hlutfallið hins vegar verið á bilinu 0,8 prósent til 1,3 prósent eða mun minna en hér á landi. Það breyttist árið 2018 þegar breytingar voru gerðar á veiðigjaldakerfinu í Namibíu. Þá fór hlutfallið í tíu prósent og yfir hlutfallið hér á landi. Í samtali við Fréttablaðið segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að svara verði þeirri spurningu af hverju Samherji sé tilbúinn að greiða mun meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar á Íslandi. Hún bendir á að skýrslan sýni að frá 2013 hafi veiðigjöld á Íslandi, sem hlutfall af aflaverðmæti, lækkað verulega. Þorgerður Katrín kallar einnig eftir því að gagnsæi í verðlagningu verið aukið. Það sé sem ekkert í dag. „Skýrslan dregur líka fram það sem við þurfum að gera. Það þarf breytingar á kerfinu til að öðlast traust. Við erum ekki að tala um að kollvarpa því heldur um eðlilega, sanngjarna og réttláta uppfærslu á kerfinu.“ Samherjaskjölin Sjávarútvegur Namibía Tengdar fréttir Hafnar því að hafa greitt mútur en greiddu „einhverjar greiðslur til ráðgjafa“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. 16. ágúst 2020 11:29 Segir tal um skýrslu til þess fallið að „afvegaleiða áhorfendur“ Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og fyrrum dósent við Háskóla Íslands, segir skipta höfuðmáli að það gagn frá Verðlagsstofu skiptaverðs sem umfjöllun Kastljóss byggði á árið 2012 hafi ekki verið skýrsla. 15. ágúst 2020 12:26 Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07 Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Uppfært 10:30 Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi. Á árunum áður greiddi fyrirtækið mun minna. Þetta kemur fram í skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og birt var í gær, þar sem veiðigjöld hér á landi og í Namibíu voru skoðuð sem hlutfall af aflaverðmæti. Í upphafi skýrslunnar kemur fram að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og fleiri þingmenn hafi óskað eftir því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra „flytji Alþingi skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og í þeim skjölum sem RÚV fjallaði nýlega um í fréttaskýringaþættinum Kveik.“ Með því að skoða hlutfallið á milli kostnaðar við veiðigjöld og aflaverðmæti komst Hagfræðistofnun Háskólans að því að vegið meðaltal hlutfallsins hér á landi frá 2012 til 2018 hafi verið á milli 5,1 prósent og 15,1 prósent. Í Namibíu hafi hlutfallið hins vegar verið á bilinu 0,8 prósent til 1,3 prósent eða mun minna en hér á landi. Það breyttist árið 2018 þegar breytingar voru gerðar á veiðigjaldakerfinu í Namibíu. Þá fór hlutfallið í tíu prósent og yfir hlutfallið hér á landi. Í samtali við Fréttablaðið segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að svara verði þeirri spurningu af hverju Samherji sé tilbúinn að greiða mun meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar á Íslandi. Hún bendir á að skýrslan sýni að frá 2013 hafi veiðigjöld á Íslandi, sem hlutfall af aflaverðmæti, lækkað verulega. Þorgerður Katrín kallar einnig eftir því að gagnsæi í verðlagningu verið aukið. Það sé sem ekkert í dag. „Skýrslan dregur líka fram það sem við þurfum að gera. Það þarf breytingar á kerfinu til að öðlast traust. Við erum ekki að tala um að kollvarpa því heldur um eðlilega, sanngjarna og réttláta uppfærslu á kerfinu.“
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Namibía Tengdar fréttir Hafnar því að hafa greitt mútur en greiddu „einhverjar greiðslur til ráðgjafa“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. 16. ágúst 2020 11:29 Segir tal um skýrslu til þess fallið að „afvegaleiða áhorfendur“ Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og fyrrum dósent við Háskóla Íslands, segir skipta höfuðmáli að það gagn frá Verðlagsstofu skiptaverðs sem umfjöllun Kastljóss byggði á árið 2012 hafi ekki verið skýrsla. 15. ágúst 2020 12:26 Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07 Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Hafnar því að hafa greitt mútur en greiddu „einhverjar greiðslur til ráðgjafa“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. 16. ágúst 2020 11:29
Segir tal um skýrslu til þess fallið að „afvegaleiða áhorfendur“ Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og fyrrum dósent við Háskóla Íslands, segir skipta höfuðmáli að það gagn frá Verðlagsstofu skiptaverðs sem umfjöllun Kastljóss byggði á árið 2012 hafi ekki verið skýrsla. 15. ágúst 2020 12:26
Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07
Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52