Gjöld vegna veiðiheimilda töluvert hærri í Namibíu en á Íslandi árið 2018 Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2020 07:31 VIðskipti og veiðar Samherja í Namibíu hafa verið til skoðunar frá því í vetur. Vísir/Egill Uppfært 10:30 Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi. Á árunum áður greiddi fyrirtækið mun minna. Þetta kemur fram í skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og birt var í gær, þar sem veiðigjöld hér á landi og í Namibíu voru skoðuð sem hlutfall af aflaverðmæti. Í upphafi skýrslunnar kemur fram að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og fleiri þingmenn hafi óskað eftir því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra „flytji Alþingi skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og í þeim skjölum sem RÚV fjallaði nýlega um í fréttaskýringaþættinum Kveik.“ Með því að skoða hlutfallið á milli kostnaðar við veiðigjöld og aflaverðmæti komst Hagfræðistofnun Háskólans að því að vegið meðaltal hlutfallsins hér á landi frá 2012 til 2018 hafi verið á milli 5,1 prósent og 15,1 prósent. Í Namibíu hafi hlutfallið hins vegar verið á bilinu 0,8 prósent til 1,3 prósent eða mun minna en hér á landi. Það breyttist árið 2018 þegar breytingar voru gerðar á veiðigjaldakerfinu í Namibíu. Þá fór hlutfallið í tíu prósent og yfir hlutfallið hér á landi. Í samtali við Fréttablaðið segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að svara verði þeirri spurningu af hverju Samherji sé tilbúinn að greiða mun meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar á Íslandi. Hún bendir á að skýrslan sýni að frá 2013 hafi veiðigjöld á Íslandi, sem hlutfall af aflaverðmæti, lækkað verulega. Þorgerður Katrín kallar einnig eftir því að gagnsæi í verðlagningu verið aukið. Það sé sem ekkert í dag. „Skýrslan dregur líka fram það sem við þurfum að gera. Það þarf breytingar á kerfinu til að öðlast traust. Við erum ekki að tala um að kollvarpa því heldur um eðlilega, sanngjarna og réttláta uppfærslu á kerfinu.“ Samherjaskjölin Sjávarútvegur Namibía Tengdar fréttir Hafnar því að hafa greitt mútur en greiddu „einhverjar greiðslur til ráðgjafa“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. 16. ágúst 2020 11:29 Segir tal um skýrslu til þess fallið að „afvegaleiða áhorfendur“ Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og fyrrum dósent við Háskóla Íslands, segir skipta höfuðmáli að það gagn frá Verðlagsstofu skiptaverðs sem umfjöllun Kastljóss byggði á árið 2012 hafi ekki verið skýrsla. 15. ágúst 2020 12:26 Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07 Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Uppfært 10:30 Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi. Á árunum áður greiddi fyrirtækið mun minna. Þetta kemur fram í skýrslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og birt var í gær, þar sem veiðigjöld hér á landi og í Namibíu voru skoðuð sem hlutfall af aflaverðmæti. Í upphafi skýrslunnar kemur fram að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og fleiri þingmenn hafi óskað eftir því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra „flytji Alþingi skýrslu um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og í þeim skjölum sem RÚV fjallaði nýlega um í fréttaskýringaþættinum Kveik.“ Með því að skoða hlutfallið á milli kostnaðar við veiðigjöld og aflaverðmæti komst Hagfræðistofnun Háskólans að því að vegið meðaltal hlutfallsins hér á landi frá 2012 til 2018 hafi verið á milli 5,1 prósent og 15,1 prósent. Í Namibíu hafi hlutfallið hins vegar verið á bilinu 0,8 prósent til 1,3 prósent eða mun minna en hér á landi. Það breyttist árið 2018 þegar breytingar voru gerðar á veiðigjaldakerfinu í Namibíu. Þá fór hlutfallið í tíu prósent og yfir hlutfallið hér á landi. Í samtali við Fréttablaðið segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að svara verði þeirri spurningu af hverju Samherji sé tilbúinn að greiða mun meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar á Íslandi. Hún bendir á að skýrslan sýni að frá 2013 hafi veiðigjöld á Íslandi, sem hlutfall af aflaverðmæti, lækkað verulega. Þorgerður Katrín kallar einnig eftir því að gagnsæi í verðlagningu verið aukið. Það sé sem ekkert í dag. „Skýrslan dregur líka fram það sem við þurfum að gera. Það þarf breytingar á kerfinu til að öðlast traust. Við erum ekki að tala um að kollvarpa því heldur um eðlilega, sanngjarna og réttláta uppfærslu á kerfinu.“
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Namibía Tengdar fréttir Hafnar því að hafa greitt mútur en greiddu „einhverjar greiðslur til ráðgjafa“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. 16. ágúst 2020 11:29 Segir tal um skýrslu til þess fallið að „afvegaleiða áhorfendur“ Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og fyrrum dósent við Háskóla Íslands, segir skipta höfuðmáli að það gagn frá Verðlagsstofu skiptaverðs sem umfjöllun Kastljóss byggði á árið 2012 hafi ekki verið skýrsla. 15. ágúst 2020 12:26 Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07 Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Hafnar því að hafa greitt mútur en greiddu „einhverjar greiðslur til ráðgjafa“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. 16. ágúst 2020 11:29
Segir tal um skýrslu til þess fallið að „afvegaleiða áhorfendur“ Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og fyrrum dósent við Háskóla Íslands, segir skipta höfuðmáli að það gagn frá Verðlagsstofu skiptaverðs sem umfjöllun Kastljóss byggði á árið 2012 hafi ekki verið skýrsla. 15. ágúst 2020 12:26
Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar 12. ágúst 2020 19:07
Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52