Óskar Hrafn: Menn sýndu ljóns hjarta í seinni hálfleik Andri Már Eggertsson skrifar 17. ágúst 2020 07:00 Óskar Hrafn var sáttur með spilamennskuna og sigurinn í gærvöld. Vísir Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu - var vonum sáttur með frammistöðu sinna manna í gærkvöld er liðið lagði Víking af velli með fjórum mörkum gegn tveimur. Var þetta fyrsti liður beggja liða eftir rúmlega tveggja vikna hlé sökum ráðstafana Almannavarna. Nú mega liðin leika að nýju en líkt og í öllum leikjum helgarinnar voru engir áhorfendur á leiknum í Víkinni í gær. Það virtist ekki hafa áhrif á Blikana sem léku frábæran fótbolta. „Þetta voru sanngjörn úrslit við fengum færi til að skora fleiri mörk en Víkingarnir og því enduðu leikar réttilega með sigri Blika,” sagði Óskar Hrafn kátur í leikslok. Gísli Eyjólfsson skoraði glæsilegt mark þegar hann þrumaði boltanum fyrir utan teig í slánna og inn. Óskar var mjög ánægður með markið sem kom honum ekkert á óvart. Þjálfarateymi Blika reiknar vissulega ekki með marki í hverjum leik frá Gísla en þeir telja hann hafa nægilega mikil gæði til að geta skipt sköpum í hverjum einasta leik. Hann er jú einn af betri leikmönnum deildarinnar að þeirra mati. Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði loksins sín fyrstu mörk í deildinni eftir að hafa farið í gegnum markaþurrð í upphafi móts. Varamannabekkur Blika fagnaði vel og innilega er Brynjólfur braut loks ísinn. „Þetta var léttir fyrir hann að skora það hefur mikið verið rætt og ritað sem situr alveg strik í undirbúninginn hjá honum. Sigurinn er þó það sem skiptir öllu máli þó það var jákvætt að hann komst á blað því hann hefur oft spilað vel en mörkin hafa vantað.” Óskar var ánægður með fyrri hálfleik liðsins þar sem Blikar hefðu átt að skora fleiri mörk og sýndu Víkingarnir að þeir refsa alltaf ef þú nýtir ekki færin þín. Þá hrósaði Óskar karakter liðsins mikið í seinni hálfleik því þar sýndu þeir úr hverju þeir eru gerðir þegar Víkingur virtist vera með tökin á leiknum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 2-4 | Blikar upp í annað sætið eftir magnaðan leik í Víkinni Breiðablik hafði betur gegn Víking í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur 4-2 Blikum í vil í hreint út sagt stórskemmtilegum fótboltaleik. 16. ágúst 2020 21:45 Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson - þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu - var vonum sáttur með frammistöðu sinna manna í gærkvöld er liðið lagði Víking af velli með fjórum mörkum gegn tveimur. Var þetta fyrsti liður beggja liða eftir rúmlega tveggja vikna hlé sökum ráðstafana Almannavarna. Nú mega liðin leika að nýju en líkt og í öllum leikjum helgarinnar voru engir áhorfendur á leiknum í Víkinni í gær. Það virtist ekki hafa áhrif á Blikana sem léku frábæran fótbolta. „Þetta voru sanngjörn úrslit við fengum færi til að skora fleiri mörk en Víkingarnir og því enduðu leikar réttilega með sigri Blika,” sagði Óskar Hrafn kátur í leikslok. Gísli Eyjólfsson skoraði glæsilegt mark þegar hann þrumaði boltanum fyrir utan teig í slánna og inn. Óskar var mjög ánægður með markið sem kom honum ekkert á óvart. Þjálfarateymi Blika reiknar vissulega ekki með marki í hverjum leik frá Gísla en þeir telja hann hafa nægilega mikil gæði til að geta skipt sköpum í hverjum einasta leik. Hann er jú einn af betri leikmönnum deildarinnar að þeirra mati. Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði loksins sín fyrstu mörk í deildinni eftir að hafa farið í gegnum markaþurrð í upphafi móts. Varamannabekkur Blika fagnaði vel og innilega er Brynjólfur braut loks ísinn. „Þetta var léttir fyrir hann að skora það hefur mikið verið rætt og ritað sem situr alveg strik í undirbúninginn hjá honum. Sigurinn er þó það sem skiptir öllu máli þó það var jákvætt að hann komst á blað því hann hefur oft spilað vel en mörkin hafa vantað.” Óskar var ánægður með fyrri hálfleik liðsins þar sem Blikar hefðu átt að skora fleiri mörk og sýndu Víkingarnir að þeir refsa alltaf ef þú nýtir ekki færin þín. Þá hrósaði Óskar karakter liðsins mikið í seinni hálfleik því þar sýndu þeir úr hverju þeir eru gerðir þegar Víkingur virtist vera með tökin á leiknum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 2-4 | Blikar upp í annað sætið eftir magnaðan leik í Víkinni Breiðablik hafði betur gegn Víking í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur 4-2 Blikum í vil í hreint út sagt stórskemmtilegum fótboltaleik. 16. ágúst 2020 21:45 Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Arnar Gunnlaugs: Besta rauða spjald sem ég hef fengið Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í 4-2 tapi liðsins í kvöld er Breiðablik heimsótti Víkina. 16. ágúst 2020 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 2-4 | Blikar upp í annað sætið eftir magnaðan leik í Víkinni Breiðablik hafði betur gegn Víking í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur 4-2 Blikum í vil í hreint út sagt stórskemmtilegum fótboltaleik. 16. ágúst 2020 21:45