Hver er framtíð íslenskra sjónvarpsstöðva og streymisveitna? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar 30. janúar 2020 11:00 Árið 2008 lét Jim Keyes forstjóri myndbandaleigunnar Blockbuster í Bandaríkjunum hafa það eftir sér að Netflix væri ekki einu sinni á radar fyrirtækisins sem hugsanlegur samkeppnisaðili. Tveimur árum seinna var Blockbuster lýst gjaldþrota. Fjölmörg önnur dæmi eru um það að forsvarsmenn þekktra fyrirtækja bregðist seint eða illa við örum tæknibreytingum. En á örmörkuðum getur reynst erfitt að standast alþjóðlega samkeppni jafnvel þó að brugðist sé hratt og rétt við. Nýjar alþjóðlegar streymisveitur í samkeppni Áhugavert er að skoða stöðu og framtíð sjónvarpsmiðla í ljósi örra breytinga á markaði. Áhorf á línulega dagskrá sjónvarps fer minnkandi og vilja notendur í auknum mæli horfa á áhugavert efni á þeim stað og tíma sem þeir sjálfir kjósa. Í lok árs 2019 voru notendur YouTube um 2 milljarðar. Netflix, sem er stærsta streymisveita heims, var með um 158 milljónir áskrifenda í lok árs 2019. Þá var Amazon Prime með 112 milljónir notenda og Hulu með um 28 milljónir notenda á árinu 2019. Í nóvember á síðasta ári varð bæði Apple TV og Disney+ aðgengilegt bandarískum notendum. Apple er stórt tæknifyrirtæki með mikla getu til að kaupa og framleiða efni og býður nú þjónustu sína í yfir 100 ríkjum. Disney á og framleiðir mikið magn myndefnis, m.a. Star Wars og Marvel, ásamt ógrynni annarra Disney-kvikmynda og -þáttaraða. Nú hefur Disney tilkynnt að þjónustan verði aðgengileg með vorinu í helstu ríkjum Evrópu. Þá hefur verið upplýst að í maí á þessu ári muni bæði HBO Max og Peacock verða í boði fyrir bandaríska áskrifendur. Á HBO Max verða Warner-kvikmyndir, auk þátta eins og Game of Thrones, Friends, The Big Bang Theory og South Park. NBC og Universal standa að baki Peacock með myndir eins og Back to the Future og þættina Saturday Night Live og Cheers. Þróunin hefur því orðið sú að framleiðendur sjónvarpsþáttaraða og kvikmynda vilja koma efni sínu á framfæri beint til viðskiptavina án milliliða. Þetta þýðir að efni frá mörgum stærstu kvikmynda- og sjónvarpsframleiðendum verður ekki lengur aðgengilegt á Netflix og öðrum streymisveitum. Vísbendingar hafa verið um það að þróunin væri í þessa átt og því hafa fyrirtæki eins og Netflix lagt ofuráherslu á framleiðslu eigin efnis fyrir viðskiptavini sína. Á árinu 2018 framleiddi Netflix 80 nýjar kvikmyndir og 700 þáttaraðir um allan heim. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á framleiðslu efnis í þeim ríkjum og á þeim mörkuðum sem Netflix er starfandi. Netflix kaupir nú fleiri þætti og þáttaraðir en nokkur önnur streymisþjónusta eða sjónvarpsstöð í heiminum og er gert ráð fyrir því að áskrifendum fjölgi um 100 milljónir á hverjum 2-2,5 árum héðan í frá. Vaxandi samkeppni frá Norðurlöndunum? Í september 2019 bárust fréttir af því að Nordic Entertainment Group muni hefja starfsemi hér á landi á fyrri hluta þessa árs með efnisveitunni Viaplay. Þegar fyrirtækið hefur starfsemi á Íslandi verður Viaplay í boði alls staðar á Norðurlöndunum, en fyrirtækið er nú þegar með 1,4 milljónir áskrifenda. Viaplay hefur m.a. keypt réttinn að ensku úrvalsdeildinni, þýsku úrvalsdeildinni, meistaradeild Evrópu, NFL, UFC og Formúlu 1 á norrænum mörkuðum. Þá býður Viaplay upp á sjónvarpsþáttaraðir, kvikmyndir og barnaefni fyrir norræna viðskiptavini sína. Ljóst er að þróunin á sjónvarpsmarkaði verður sífellt erfiðari fyrir þau fyrirtæki sem ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að framleiða eigið innlent efni. Á Íslandi hafa fyrirtækin einungis fjármagn til að framleiða 1-2 leiknar sjónvarpsþáttaraðir hvert um sig í samanburði við 700 þáttaraðir Netflix á ári. Þá er ljóst að þeir aðilar sem byggja efnisval sitt upp á þáttaröðum og kvikmyndum alþjóðlegra fyrirtækja munu eiga sífellt erfiðara með að nálgast slíkt efni því fyrirtækin vilja selja efni milliliðalaust. Þá geta stór alþjóðleg fyrirtæki auðveldlega keypt réttindi að eftirsóknarverðu íþróttaefni fyrir marga ólíka markaði í Evrópu. Hver er framtíð íslenskra sjónvarpsmiðla og streymisveitna? Íslenskar sjónvarpsstöðvar og streymisveitur hafa nú þegar brugðist hratt við þróuninni og gera allt hvað þær geta til að bjóða íslenskt og áhugavert erlent sjónvarpsefni sem ekki er aðgengilegt á alþjóðlegu streymisveitunum. En spyrja má hvernig íslenskar sjónvarpsstöðvar og streymisveitur á örmarkaði geti keppt við alþjóðlegar streymisveitur sem framleiða gríðarlegt magn efnis og hafa fjárhagslegt bolmagn til að kaupa sýningarrétti á vinsælu efni fyrir heilu landssvæðin. Þá má spyrja hvernig hægt verður að tryggja Íslendingum aðgang að fjölbreyttu efni sem speglar menningu og sögu þjóðarinnar í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Jafnframt er ekki síður mikilvægt að huga að stöðu íslenskunnar á næstu árum þar sem alþjóðlegar streymisveitur þurfa ekki að texta og talsetja efni sitt á íslensku frekar en þær vilja. Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elfa Ýr Gylfadóttir Fjölmiðlar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 2008 lét Jim Keyes forstjóri myndbandaleigunnar Blockbuster í Bandaríkjunum hafa það eftir sér að Netflix væri ekki einu sinni á radar fyrirtækisins sem hugsanlegur samkeppnisaðili. Tveimur árum seinna var Blockbuster lýst gjaldþrota. Fjölmörg önnur dæmi eru um það að forsvarsmenn þekktra fyrirtækja bregðist seint eða illa við örum tæknibreytingum. En á örmörkuðum getur reynst erfitt að standast alþjóðlega samkeppni jafnvel þó að brugðist sé hratt og rétt við. Nýjar alþjóðlegar streymisveitur í samkeppni Áhugavert er að skoða stöðu og framtíð sjónvarpsmiðla í ljósi örra breytinga á markaði. Áhorf á línulega dagskrá sjónvarps fer minnkandi og vilja notendur í auknum mæli horfa á áhugavert efni á þeim stað og tíma sem þeir sjálfir kjósa. Í lok árs 2019 voru notendur YouTube um 2 milljarðar. Netflix, sem er stærsta streymisveita heims, var með um 158 milljónir áskrifenda í lok árs 2019. Þá var Amazon Prime með 112 milljónir notenda og Hulu með um 28 milljónir notenda á árinu 2019. Í nóvember á síðasta ári varð bæði Apple TV og Disney+ aðgengilegt bandarískum notendum. Apple er stórt tæknifyrirtæki með mikla getu til að kaupa og framleiða efni og býður nú þjónustu sína í yfir 100 ríkjum. Disney á og framleiðir mikið magn myndefnis, m.a. Star Wars og Marvel, ásamt ógrynni annarra Disney-kvikmynda og -þáttaraða. Nú hefur Disney tilkynnt að þjónustan verði aðgengileg með vorinu í helstu ríkjum Evrópu. Þá hefur verið upplýst að í maí á þessu ári muni bæði HBO Max og Peacock verða í boði fyrir bandaríska áskrifendur. Á HBO Max verða Warner-kvikmyndir, auk þátta eins og Game of Thrones, Friends, The Big Bang Theory og South Park. NBC og Universal standa að baki Peacock með myndir eins og Back to the Future og þættina Saturday Night Live og Cheers. Þróunin hefur því orðið sú að framleiðendur sjónvarpsþáttaraða og kvikmynda vilja koma efni sínu á framfæri beint til viðskiptavina án milliliða. Þetta þýðir að efni frá mörgum stærstu kvikmynda- og sjónvarpsframleiðendum verður ekki lengur aðgengilegt á Netflix og öðrum streymisveitum. Vísbendingar hafa verið um það að þróunin væri í þessa átt og því hafa fyrirtæki eins og Netflix lagt ofuráherslu á framleiðslu eigin efnis fyrir viðskiptavini sína. Á árinu 2018 framleiddi Netflix 80 nýjar kvikmyndir og 700 þáttaraðir um allan heim. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á framleiðslu efnis í þeim ríkjum og á þeim mörkuðum sem Netflix er starfandi. Netflix kaupir nú fleiri þætti og þáttaraðir en nokkur önnur streymisþjónusta eða sjónvarpsstöð í heiminum og er gert ráð fyrir því að áskrifendum fjölgi um 100 milljónir á hverjum 2-2,5 árum héðan í frá. Vaxandi samkeppni frá Norðurlöndunum? Í september 2019 bárust fréttir af því að Nordic Entertainment Group muni hefja starfsemi hér á landi á fyrri hluta þessa árs með efnisveitunni Viaplay. Þegar fyrirtækið hefur starfsemi á Íslandi verður Viaplay í boði alls staðar á Norðurlöndunum, en fyrirtækið er nú þegar með 1,4 milljónir áskrifenda. Viaplay hefur m.a. keypt réttinn að ensku úrvalsdeildinni, þýsku úrvalsdeildinni, meistaradeild Evrópu, NFL, UFC og Formúlu 1 á norrænum mörkuðum. Þá býður Viaplay upp á sjónvarpsþáttaraðir, kvikmyndir og barnaefni fyrir norræna viðskiptavini sína. Ljóst er að þróunin á sjónvarpsmarkaði verður sífellt erfiðari fyrir þau fyrirtæki sem ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að framleiða eigið innlent efni. Á Íslandi hafa fyrirtækin einungis fjármagn til að framleiða 1-2 leiknar sjónvarpsþáttaraðir hvert um sig í samanburði við 700 þáttaraðir Netflix á ári. Þá er ljóst að þeir aðilar sem byggja efnisval sitt upp á þáttaröðum og kvikmyndum alþjóðlegra fyrirtækja munu eiga sífellt erfiðara með að nálgast slíkt efni því fyrirtækin vilja selja efni milliliðalaust. Þá geta stór alþjóðleg fyrirtæki auðveldlega keypt réttindi að eftirsóknarverðu íþróttaefni fyrir marga ólíka markaði í Evrópu. Hver er framtíð íslenskra sjónvarpsmiðla og streymisveitna? Íslenskar sjónvarpsstöðvar og streymisveitur hafa nú þegar brugðist hratt við þróuninni og gera allt hvað þær geta til að bjóða íslenskt og áhugavert erlent sjónvarpsefni sem ekki er aðgengilegt á alþjóðlegu streymisveitunum. En spyrja má hvernig íslenskar sjónvarpsstöðvar og streymisveitur á örmarkaði geti keppt við alþjóðlegar streymisveitur sem framleiða gríðarlegt magn efnis og hafa fjárhagslegt bolmagn til að kaupa sýningarrétti á vinsælu efni fyrir heilu landssvæðin. Þá má spyrja hvernig hægt verður að tryggja Íslendingum aðgang að fjölbreyttu efni sem speglar menningu og sögu þjóðarinnar í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Jafnframt er ekki síður mikilvægt að huga að stöðu íslenskunnar á næstu árum þar sem alþjóðlegar streymisveitur þurfa ekki að texta og talsetja efni sitt á íslensku frekar en þær vilja. Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun