Slökktu á kerfum sjónaukans Spitzer Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2020 23:17 Spitzer er á sambærilegri sporbraut um sólina og jörðin. Vísir/NASA Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, slökktu í kvöld á Spitzer sjónaukanum sem hefur tekið infrarauðar myndir af alheiminum í tæp sautján ár. Skipunin var send skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld en það tók skipunina um fimmtán mínútur að ná til sjónaukans, sem er á braut um sólina á svipuðum ferli og jörðin. Happening now: The safe mode command has been sent to Spitzer. It takes about 15 minutes for the command to reach the telescope. #SpitzerFinalVoyage— NASA Spitzer (@NASAspitzer) January 30, 2020 Á þessum tæpu sautján árum hefur Spitzer tekið fjölda stórfenglegra mynda af fjarlægum sólkerfum sem hafa aukið skilning okkar á alheiminum og þeim lögmálum sem hann fylgir. Með því að nota gögn frá Spitzer tókst geimvísindamönnum til dæmis að uppgötva Trappist-1 sólkerfið sem inniheldur sjö reikistjörnur á stærð við jörðina. Sjá einnig: Fundu ummerki um vatn í sólkerfinu Trappist-1 Spitzer var skotið á loft þann 25. ágúst 2003. Sjónaukinn var einn af fjórum stórum sjónaukum sem NASA skaut á loft á þeim tíma og notaðir voru til að rannsaka víðáttur geimsins. Tveir þeirra, Hubble og Chandra X-Rey Observatory, eru enn í notkun. Sá fjórði, Compton Gamma Ray Observatory, var látinn brenna upp í gufuhvolfinu árið 2000 vegna bilunar. Spitzer mun þó ekki hljóta sömu örlög. Þó slökkt hafi verið á kerfum sjónaukans mun hann líklegast eiga sér langa sögu. Áætlað er að Spitzer verði á braut um sólina í um sextíu ár en þá mun sjónaukinn fara af braut og þjóta út í stjörnuþokuna. Fyrr í mánuðinum birti NASA myndband þar sem farið var yfir feril Spitzer. Það myndband má sjá hér að neðan. Hér að neðan má svo sjá nokkrar af flottustu myndunum sem teknar voru með Spitzer. Fleiri myndir og upplýsingar má finna hér á vef CalTech. Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, slökktu í kvöld á Spitzer sjónaukanum sem hefur tekið infrarauðar myndir af alheiminum í tæp sautján ár. Skipunin var send skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld en það tók skipunina um fimmtán mínútur að ná til sjónaukans, sem er á braut um sólina á svipuðum ferli og jörðin. Happening now: The safe mode command has been sent to Spitzer. It takes about 15 minutes for the command to reach the telescope. #SpitzerFinalVoyage— NASA Spitzer (@NASAspitzer) January 30, 2020 Á þessum tæpu sautján árum hefur Spitzer tekið fjölda stórfenglegra mynda af fjarlægum sólkerfum sem hafa aukið skilning okkar á alheiminum og þeim lögmálum sem hann fylgir. Með því að nota gögn frá Spitzer tókst geimvísindamönnum til dæmis að uppgötva Trappist-1 sólkerfið sem inniheldur sjö reikistjörnur á stærð við jörðina. Sjá einnig: Fundu ummerki um vatn í sólkerfinu Trappist-1 Spitzer var skotið á loft þann 25. ágúst 2003. Sjónaukinn var einn af fjórum stórum sjónaukum sem NASA skaut á loft á þeim tíma og notaðir voru til að rannsaka víðáttur geimsins. Tveir þeirra, Hubble og Chandra X-Rey Observatory, eru enn í notkun. Sá fjórði, Compton Gamma Ray Observatory, var látinn brenna upp í gufuhvolfinu árið 2000 vegna bilunar. Spitzer mun þó ekki hljóta sömu örlög. Þó slökkt hafi verið á kerfum sjónaukans mun hann líklegast eiga sér langa sögu. Áætlað er að Spitzer verði á braut um sólina í um sextíu ár en þá mun sjónaukinn fara af braut og þjóta út í stjörnuþokuna. Fyrr í mánuðinum birti NASA myndband þar sem farið var yfir feril Spitzer. Það myndband má sjá hér að neðan. Hér að neðan má svo sjá nokkrar af flottustu myndunum sem teknar voru með Spitzer. Fleiri myndir og upplýsingar má finna hér á vef CalTech.
Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira