Vegna tæknilegra vandamála virkar spilarinn hér í fréttinni ekki. Hægt er að horfa á fréttatímann á sjónvarpsvef Vísis hér.
Nýjar reglur um komu ferðamanna hingað til lands kalla á breytt skipulag á mörgum stöðum. Margir eru nú á harðahlaupum að undirbúa breytingarnar; ferðaþjónustan, almannavarnir og heilsugæslan svo einhver dæmi séu tekin. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Einnig verður rætt við Þórólf Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands um hagræna greiningu fjármálaráðherra á sóttvarnaaðgerðum á landamærum Íslands. Hann segir meðal annars að með breyttri skimun á landamærum sé verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.