„Menn geta ekki fengið allt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2020 19:45 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var nokkuð bjartsýnn á stöðuna í efnahagsmálum, þrátt fyrir að hægst hafi um í hagkerfinu, í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann fagnaði jafnframt afköstum ríkisstjórnarinnar og rifjaði upp orð forseta Alþingis frá því á síðasta þingfundi síðasta árs þar sem fram kom að sögulega mörg mál hafi verið afgreidd á haustþingi. „Meðal þeirra sem að kláraðist á haustþinginu var frumvarp sem ég hafði lagt hér fram um að lækka skatta. Þeir lækkuðu núna fyrir árið 2020 um níu og hálfan milljarð króna. þar vegur þyngst lækkun tryggingagjaldsins og lækkun tekjuskatts einstaklinga,“ sagði Bjarni. Nefndi hann jafnframt niðurfellingu ýmissa gjalda á borð við virðisaukaskatt á umhverfisvæna samgöngumáta og fagnaði samkomulagi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgangna. Benti hann jafnframt á að á Íslandi séu lífskjör séu með þeim betri sem þekkist í heiminum. Það sé áskorun, einnig þegar vel gengur, að viðhalda slíkri. „Menn geta ekki fengið allt,“ sagði Bjarni og vísaði meðal annars til umræðu um að hér á landi séu laun ekki nógu há. „Við þurfum að ræða þetta af einhverjum heiðarleika hér, hvort við erum á leiðinni að réttu jafnvægi þegar við erum sífellt að leggja áherslu á að laun hér á landi séu hærri en annars staðar. Vegna þess að það er svo sannarlega eftirsóknarverð staða en hún fæst ekki án fórnarkostnaðar og almennt held ég að við verðum að gangast við því að oft hér í þingsal er verið að horfa fram hjá algildum lögmálum eins og því að í hagfræðinni að við höfum aldrei úr nægum gæðum að spila til þess að leysa hvers manns vanda, að leysa öll vandamál,“ sagði Bjarni. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Alþingi kemur saman á ný eftir jólahlé Alþingi kom saman á ný eftir jólahlé í dag. Fundur hófst klukkan 15 en var strax frestað til klukkan 16. 20. janúar 2020 15:30 Opinber fjárfesting aukist um 45 prósent Opinberar fjárfestingar í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa aukist um 45% frá því stjórnin tók við. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar um stöðuna í stjórnmálum og verkefnin fram undan á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:22 Fámenn en hávær mótmæli á Austurvelli Hópur mótmælenda lét hressilega í sér heyra á Austurvelli þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn á árinu í dag. 20. janúar 2020 19:12 Ríkisstjórn um „kyrrstöðu og skaðaminnkun“ ekki rétta svarið Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum í ræðu sinni á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:45 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var nokkuð bjartsýnn á stöðuna í efnahagsmálum, þrátt fyrir að hægst hafi um í hagkerfinu, í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann fagnaði jafnframt afköstum ríkisstjórnarinnar og rifjaði upp orð forseta Alþingis frá því á síðasta þingfundi síðasta árs þar sem fram kom að sögulega mörg mál hafi verið afgreidd á haustþingi. „Meðal þeirra sem að kláraðist á haustþinginu var frumvarp sem ég hafði lagt hér fram um að lækka skatta. Þeir lækkuðu núna fyrir árið 2020 um níu og hálfan milljarð króna. þar vegur þyngst lækkun tryggingagjaldsins og lækkun tekjuskatts einstaklinga,“ sagði Bjarni. Nefndi hann jafnframt niðurfellingu ýmissa gjalda á borð við virðisaukaskatt á umhverfisvæna samgöngumáta og fagnaði samkomulagi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgangna. Benti hann jafnframt á að á Íslandi séu lífskjör séu með þeim betri sem þekkist í heiminum. Það sé áskorun, einnig þegar vel gengur, að viðhalda slíkri. „Menn geta ekki fengið allt,“ sagði Bjarni og vísaði meðal annars til umræðu um að hér á landi séu laun ekki nógu há. „Við þurfum að ræða þetta af einhverjum heiðarleika hér, hvort við erum á leiðinni að réttu jafnvægi þegar við erum sífellt að leggja áherslu á að laun hér á landi séu hærri en annars staðar. Vegna þess að það er svo sannarlega eftirsóknarverð staða en hún fæst ekki án fórnarkostnaðar og almennt held ég að við verðum að gangast við því að oft hér í þingsal er verið að horfa fram hjá algildum lögmálum eins og því að í hagfræðinni að við höfum aldrei úr nægum gæðum að spila til þess að leysa hvers manns vanda, að leysa öll vandamál,“ sagði Bjarni.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Alþingi kemur saman á ný eftir jólahlé Alþingi kom saman á ný eftir jólahlé í dag. Fundur hófst klukkan 15 en var strax frestað til klukkan 16. 20. janúar 2020 15:30 Opinber fjárfesting aukist um 45 prósent Opinberar fjárfestingar í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa aukist um 45% frá því stjórnin tók við. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar um stöðuna í stjórnmálum og verkefnin fram undan á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:22 Fámenn en hávær mótmæli á Austurvelli Hópur mótmælenda lét hressilega í sér heyra á Austurvelli þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn á árinu í dag. 20. janúar 2020 19:12 Ríkisstjórn um „kyrrstöðu og skaðaminnkun“ ekki rétta svarið Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum í ræðu sinni á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:45 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Bein útsending: Alþingi kemur saman á ný eftir jólahlé Alþingi kom saman á ný eftir jólahlé í dag. Fundur hófst klukkan 15 en var strax frestað til klukkan 16. 20. janúar 2020 15:30
Opinber fjárfesting aukist um 45 prósent Opinberar fjárfestingar í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa aukist um 45% frá því stjórnin tók við. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar um stöðuna í stjórnmálum og verkefnin fram undan á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:22
Fámenn en hávær mótmæli á Austurvelli Hópur mótmælenda lét hressilega í sér heyra á Austurvelli þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn á árinu í dag. 20. janúar 2020 19:12
Ríkisstjórn um „kyrrstöðu og skaðaminnkun“ ekki rétta svarið Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum í ræðu sinni á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:45