„Menn geta ekki fengið allt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2020 19:45 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var nokkuð bjartsýnn á stöðuna í efnahagsmálum, þrátt fyrir að hægst hafi um í hagkerfinu, í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann fagnaði jafnframt afköstum ríkisstjórnarinnar og rifjaði upp orð forseta Alþingis frá því á síðasta þingfundi síðasta árs þar sem fram kom að sögulega mörg mál hafi verið afgreidd á haustþingi. „Meðal þeirra sem að kláraðist á haustþinginu var frumvarp sem ég hafði lagt hér fram um að lækka skatta. Þeir lækkuðu núna fyrir árið 2020 um níu og hálfan milljarð króna. þar vegur þyngst lækkun tryggingagjaldsins og lækkun tekjuskatts einstaklinga,“ sagði Bjarni. Nefndi hann jafnframt niðurfellingu ýmissa gjalda á borð við virðisaukaskatt á umhverfisvæna samgöngumáta og fagnaði samkomulagi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgangna. Benti hann jafnframt á að á Íslandi séu lífskjör séu með þeim betri sem þekkist í heiminum. Það sé áskorun, einnig þegar vel gengur, að viðhalda slíkri. „Menn geta ekki fengið allt,“ sagði Bjarni og vísaði meðal annars til umræðu um að hér á landi séu laun ekki nógu há. „Við þurfum að ræða þetta af einhverjum heiðarleika hér, hvort við erum á leiðinni að réttu jafnvægi þegar við erum sífellt að leggja áherslu á að laun hér á landi séu hærri en annars staðar. Vegna þess að það er svo sannarlega eftirsóknarverð staða en hún fæst ekki án fórnarkostnaðar og almennt held ég að við verðum að gangast við því að oft hér í þingsal er verið að horfa fram hjá algildum lögmálum eins og því að í hagfræðinni að við höfum aldrei úr nægum gæðum að spila til þess að leysa hvers manns vanda, að leysa öll vandamál,“ sagði Bjarni. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Alþingi kemur saman á ný eftir jólahlé Alþingi kom saman á ný eftir jólahlé í dag. Fundur hófst klukkan 15 en var strax frestað til klukkan 16. 20. janúar 2020 15:30 Opinber fjárfesting aukist um 45 prósent Opinberar fjárfestingar í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa aukist um 45% frá því stjórnin tók við. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar um stöðuna í stjórnmálum og verkefnin fram undan á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:22 Fámenn en hávær mótmæli á Austurvelli Hópur mótmælenda lét hressilega í sér heyra á Austurvelli þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn á árinu í dag. 20. janúar 2020 19:12 Ríkisstjórn um „kyrrstöðu og skaðaminnkun“ ekki rétta svarið Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum í ræðu sinni á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:45 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var nokkuð bjartsýnn á stöðuna í efnahagsmálum, þrátt fyrir að hægst hafi um í hagkerfinu, í ræðu sinni á Alþingi í dag. Hann fagnaði jafnframt afköstum ríkisstjórnarinnar og rifjaði upp orð forseta Alþingis frá því á síðasta þingfundi síðasta árs þar sem fram kom að sögulega mörg mál hafi verið afgreidd á haustþingi. „Meðal þeirra sem að kláraðist á haustþinginu var frumvarp sem ég hafði lagt hér fram um að lækka skatta. Þeir lækkuðu núna fyrir árið 2020 um níu og hálfan milljarð króna. þar vegur þyngst lækkun tryggingagjaldsins og lækkun tekjuskatts einstaklinga,“ sagði Bjarni. Nefndi hann jafnframt niðurfellingu ýmissa gjalda á borð við virðisaukaskatt á umhverfisvæna samgöngumáta og fagnaði samkomulagi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgangna. Benti hann jafnframt á að á Íslandi séu lífskjör séu með þeim betri sem þekkist í heiminum. Það sé áskorun, einnig þegar vel gengur, að viðhalda slíkri. „Menn geta ekki fengið allt,“ sagði Bjarni og vísaði meðal annars til umræðu um að hér á landi séu laun ekki nógu há. „Við þurfum að ræða þetta af einhverjum heiðarleika hér, hvort við erum á leiðinni að réttu jafnvægi þegar við erum sífellt að leggja áherslu á að laun hér á landi séu hærri en annars staðar. Vegna þess að það er svo sannarlega eftirsóknarverð staða en hún fæst ekki án fórnarkostnaðar og almennt held ég að við verðum að gangast við því að oft hér í þingsal er verið að horfa fram hjá algildum lögmálum eins og því að í hagfræðinni að við höfum aldrei úr nægum gæðum að spila til þess að leysa hvers manns vanda, að leysa öll vandamál,“ sagði Bjarni.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Alþingi kemur saman á ný eftir jólahlé Alþingi kom saman á ný eftir jólahlé í dag. Fundur hófst klukkan 15 en var strax frestað til klukkan 16. 20. janúar 2020 15:30 Opinber fjárfesting aukist um 45 prósent Opinberar fjárfestingar í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa aukist um 45% frá því stjórnin tók við. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar um stöðuna í stjórnmálum og verkefnin fram undan á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:22 Fámenn en hávær mótmæli á Austurvelli Hópur mótmælenda lét hressilega í sér heyra á Austurvelli þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn á árinu í dag. 20. janúar 2020 19:12 Ríkisstjórn um „kyrrstöðu og skaðaminnkun“ ekki rétta svarið Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum í ræðu sinni á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:45 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Bein útsending: Alþingi kemur saman á ný eftir jólahlé Alþingi kom saman á ný eftir jólahlé í dag. Fundur hófst klukkan 15 en var strax frestað til klukkan 16. 20. janúar 2020 15:30
Opinber fjárfesting aukist um 45 prósent Opinberar fjárfestingar í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa aukist um 45% frá því stjórnin tók við. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar um stöðuna í stjórnmálum og verkefnin fram undan á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:22
Fámenn en hávær mótmæli á Austurvelli Hópur mótmælenda lét hressilega í sér heyra á Austurvelli þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn á árinu í dag. 20. janúar 2020 19:12
Ríkisstjórn um „kyrrstöðu og skaðaminnkun“ ekki rétta svarið Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum í ræðu sinni á Alþingi í dag. 20. janúar 2020 17:45
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent