Ráðherra segir málefni barna hafa setið á hakanum Birgir Olgeirsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. janúar 2020 11:30 Rúmlega 11 þúsund lögðu nafn sitt við áskorun UNICEF þar sem aðgerða er krafist og afhenti UNICEF barnamálaráðherra þær í gær í nafni Guðrúnar Ögmundsdóttur, fyrrum þingmanni sem lést þann 31. desember síðastliðinn. stjórnarráðið Stjórnvöld hafa stofnað miðstöð sem er ætlað að halda utan um tölfræðiupplýsingar sem varða ofbeldi gegn börnum. Barnamálaráðherra tilkynnti þetta þegar hann veitti áskorun um aðgerðir viðtöku. Íslandi verða rúmlega 13 þúsund fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Rúmlega 11 þúsund lögðu nafn sitt við áskorun UNICEF þar sem aðgerða er krafist og afhenti UNICEF barnamálaráðherra þær í gær í nafni Guðrúnar Ögmundsdóttur, fyrrum þingmanni sem lést þann 31. desember síðastliðinn. Guðrún veitti UNICEF stjórnarformennsku um árabil og var mikil baráttukona fyrir réttindum barna og útrýmingu ofbeldis gegn börnum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir málefni barna hafa setið á hakanum í íslensku samfélagi. „Það er þess vegna sem svona undirskriftaátök eins og UNICEF var að fara af stað með, svona tölfræðisöfnun, fyrir þetta ber að þakka og ég var mjög þakklátur þegar þau fóru af stað með þetta vegna þess að við getum nýtt okkur þetta sem slagkraft í þessa vinnu sem við erum í,“ segir Ásmundur Einar. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir að allar forvarnir þurfi að byggjast á tölfræði. Því sé stofnun þessarar miðstöðvar innan veggja Barnaverndarstofu mikilvæg skref. „Við gerum aldrei nóg þegar kemur að ofbeldi gegn börnum en þetta er mikilvægur liður í að ná að bregðast betur við.“ Hann segir framlag Guðrúnar Ögmundsdóttur veigamikið þegar kemur að velferð barna hér á landi. „Guðrún var náttúrulega bara einstök manneskja. Hún sat í stjórn UNICEF frá 2011 en hún var strax ritstjóri að skýrslu sem við gáfum út um stöðu barna á Íslandi þá, það ár. Í raun byggir þessi vinna okkar á þeirri stöðugreiningu. Hún var alltaf mikil hvatningarmanneskja, hvetja okkur áfram til þess að sinna einmitt þessum málaflokki sem var ofbeldi gegn börnum, enda þar náttúrulega hafði hún kynnst mörgu misjöfnu sem félagsráðgjafi og pólitíkus,“ segir Bergsteinn. Börn og uppeldi Félagsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Innlent Fleiri fréttir Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Sjá meira
Stjórnvöld hafa stofnað miðstöð sem er ætlað að halda utan um tölfræðiupplýsingar sem varða ofbeldi gegn börnum. Barnamálaráðherra tilkynnti þetta þegar hann veitti áskorun um aðgerðir viðtöku. Íslandi verða rúmlega 13 þúsund fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Rúmlega 11 þúsund lögðu nafn sitt við áskorun UNICEF þar sem aðgerða er krafist og afhenti UNICEF barnamálaráðherra þær í gær í nafni Guðrúnar Ögmundsdóttur, fyrrum þingmanni sem lést þann 31. desember síðastliðinn. Guðrún veitti UNICEF stjórnarformennsku um árabil og var mikil baráttukona fyrir réttindum barna og útrýmingu ofbeldis gegn börnum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir málefni barna hafa setið á hakanum í íslensku samfélagi. „Það er þess vegna sem svona undirskriftaátök eins og UNICEF var að fara af stað með, svona tölfræðisöfnun, fyrir þetta ber að þakka og ég var mjög þakklátur þegar þau fóru af stað með þetta vegna þess að við getum nýtt okkur þetta sem slagkraft í þessa vinnu sem við erum í,“ segir Ásmundur Einar. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir að allar forvarnir þurfi að byggjast á tölfræði. Því sé stofnun þessarar miðstöðvar innan veggja Barnaverndarstofu mikilvæg skref. „Við gerum aldrei nóg þegar kemur að ofbeldi gegn börnum en þetta er mikilvægur liður í að ná að bregðast betur við.“ Hann segir framlag Guðrúnar Ögmundsdóttur veigamikið þegar kemur að velferð barna hér á landi. „Guðrún var náttúrulega bara einstök manneskja. Hún sat í stjórn UNICEF frá 2011 en hún var strax ritstjóri að skýrslu sem við gáfum út um stöðu barna á Íslandi þá, það ár. Í raun byggir þessi vinna okkar á þeirri stöðugreiningu. Hún var alltaf mikil hvatningarmanneskja, hvetja okkur áfram til þess að sinna einmitt þessum málaflokki sem var ofbeldi gegn börnum, enda þar náttúrulega hafði hún kynnst mörgu misjöfnu sem félagsráðgjafi og pólitíkus,“ segir Bergsteinn.
Börn og uppeldi Félagsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Innlent Fleiri fréttir Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Sjá meira