Ráðherra segir málefni barna hafa setið á hakanum Birgir Olgeirsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. janúar 2020 11:30 Rúmlega 11 þúsund lögðu nafn sitt við áskorun UNICEF þar sem aðgerða er krafist og afhenti UNICEF barnamálaráðherra þær í gær í nafni Guðrúnar Ögmundsdóttur, fyrrum þingmanni sem lést þann 31. desember síðastliðinn. stjórnarráðið Stjórnvöld hafa stofnað miðstöð sem er ætlað að halda utan um tölfræðiupplýsingar sem varða ofbeldi gegn börnum. Barnamálaráðherra tilkynnti þetta þegar hann veitti áskorun um aðgerðir viðtöku. Íslandi verða rúmlega 13 þúsund fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Rúmlega 11 þúsund lögðu nafn sitt við áskorun UNICEF þar sem aðgerða er krafist og afhenti UNICEF barnamálaráðherra þær í gær í nafni Guðrúnar Ögmundsdóttur, fyrrum þingmanni sem lést þann 31. desember síðastliðinn. Guðrún veitti UNICEF stjórnarformennsku um árabil og var mikil baráttukona fyrir réttindum barna og útrýmingu ofbeldis gegn börnum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir málefni barna hafa setið á hakanum í íslensku samfélagi. „Það er þess vegna sem svona undirskriftaátök eins og UNICEF var að fara af stað með, svona tölfræðisöfnun, fyrir þetta ber að þakka og ég var mjög þakklátur þegar þau fóru af stað með þetta vegna þess að við getum nýtt okkur þetta sem slagkraft í þessa vinnu sem við erum í,“ segir Ásmundur Einar. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir að allar forvarnir þurfi að byggjast á tölfræði. Því sé stofnun þessarar miðstöðvar innan veggja Barnaverndarstofu mikilvæg skref. „Við gerum aldrei nóg þegar kemur að ofbeldi gegn börnum en þetta er mikilvægur liður í að ná að bregðast betur við.“ Hann segir framlag Guðrúnar Ögmundsdóttur veigamikið þegar kemur að velferð barna hér á landi. „Guðrún var náttúrulega bara einstök manneskja. Hún sat í stjórn UNICEF frá 2011 en hún var strax ritstjóri að skýrslu sem við gáfum út um stöðu barna á Íslandi þá, það ár. Í raun byggir þessi vinna okkar á þeirri stöðugreiningu. Hún var alltaf mikil hvatningarmanneskja, hvetja okkur áfram til þess að sinna einmitt þessum málaflokki sem var ofbeldi gegn börnum, enda þar náttúrulega hafði hún kynnst mörgu misjöfnu sem félagsráðgjafi og pólitíkus,“ segir Bergsteinn. Börn og uppeldi Félagsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Stjórnvöld hafa stofnað miðstöð sem er ætlað að halda utan um tölfræðiupplýsingar sem varða ofbeldi gegn börnum. Barnamálaráðherra tilkynnti þetta þegar hann veitti áskorun um aðgerðir viðtöku. Íslandi verða rúmlega 13 þúsund fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Rúmlega 11 þúsund lögðu nafn sitt við áskorun UNICEF þar sem aðgerða er krafist og afhenti UNICEF barnamálaráðherra þær í gær í nafni Guðrúnar Ögmundsdóttur, fyrrum þingmanni sem lést þann 31. desember síðastliðinn. Guðrún veitti UNICEF stjórnarformennsku um árabil og var mikil baráttukona fyrir réttindum barna og útrýmingu ofbeldis gegn börnum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir málefni barna hafa setið á hakanum í íslensku samfélagi. „Það er þess vegna sem svona undirskriftaátök eins og UNICEF var að fara af stað með, svona tölfræðisöfnun, fyrir þetta ber að þakka og ég var mjög þakklátur þegar þau fóru af stað með þetta vegna þess að við getum nýtt okkur þetta sem slagkraft í þessa vinnu sem við erum í,“ segir Ásmundur Einar. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir að allar forvarnir þurfi að byggjast á tölfræði. Því sé stofnun þessarar miðstöðvar innan veggja Barnaverndarstofu mikilvæg skref. „Við gerum aldrei nóg þegar kemur að ofbeldi gegn börnum en þetta er mikilvægur liður í að ná að bregðast betur við.“ Hann segir framlag Guðrúnar Ögmundsdóttur veigamikið þegar kemur að velferð barna hér á landi. „Guðrún var náttúrulega bara einstök manneskja. Hún sat í stjórn UNICEF frá 2011 en hún var strax ritstjóri að skýrslu sem við gáfum út um stöðu barna á Íslandi þá, það ár. Í raun byggir þessi vinna okkar á þeirri stöðugreiningu. Hún var alltaf mikil hvatningarmanneskja, hvetja okkur áfram til þess að sinna einmitt þessum málaflokki sem var ofbeldi gegn börnum, enda þar náttúrulega hafði hún kynnst mörgu misjöfnu sem félagsráðgjafi og pólitíkus,“ segir Bergsteinn.
Börn og uppeldi Félagsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira