Saka heimsþekktan blaðamann um aðild að hlerunum Kjartan Kjartansson skrifar 21. janúar 2020 18:39 Glenn Greenwald er með brasilískan ríkisborgararétt. Vefmiðill hans, The Intercept, birti eldfimar uppljóstranir um fyrrverandi dómara og dómsmálaráðherra landsins í fyrra. Vísir/EPA Saksóknarar í Brasilíu hafa sakað Glenn Greenwald, bandarískan blaðamann, um að aðstoða tölvuþrjóta sem brutust inn í farsíma dómsmálaráðherra landsins þegar hann var dómari í máli fyrrverandi forseta Brasilíu. Vefmiðill Greenwald birti fréttir upp úr farsímagögnunum sem bentu til þess að dómarinn hefði unnið með saksóknurum á bak við tjöldin. Uppljóstranir The Intercept um Sergio Moro, dómsmálráðherra, ollu verulegum usla í fyrra. Moro var dómari í spillingarmáli gegn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu. Skilaboð sem Moro og saksóknararnir í máli Lula sendu sín á milli sýndu að Moro ráðlagði þeim um hvernig þeir ættu að reka málið. Lula var dæmdur í fangelsi og var bannað að bjóða sig fram til forseta árið 2018. Þrátt fyrir háværar kröfur um að Moro segði af sér vegna uppljóstrananna situr hann enn sem dómsmálaráðherra. Greenwald er sakaður um að tengjast hópi sex manna sem er ákærður fyrir að brjótast inn í síma nokkurra brasilískra embættismanna, fjársvik og peningaþvætti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjálfur hefur hann haldið því fram að gögnunum hafi verið lekið til The Intercept eftir að þeim var stolið. „Við látum ekki ógna okkur með þessum gerræðislegu tilraunum til þess að þagga niður í blaðamönnum,“ sagði Greenwald í yfirlýsingu þar sem hann sakaði ríkisstjórn Jairs Bolsonaro, forseta, um að virða ekki fjölmiðlafrelsi. Saksóknararnir eru sagðir byggja á hljóðupptöku sem fannst á fartölvu eins meintu tölvuþrjótanna. Á henni eigi Greenwald að heyrast ráðleggja honum að eyða öllum skilaboðum sem tengdust The Intercept á þeim tíma sem hakkararnir voru enn að safna farsímagögnunum. Ekki þykir ljóst hvort að hægt sé að ákæra Greenwald fyrir aðild að innbrotunum. Hann hefur ekki verið til rannsóknar og dómstóll lagði lögbann við því að hann yrði rannsakaður í fyrra. Þegar alríkislögregla Brasilíu rannsakaði sömu gögn og saksóknararnir byggja nú á í fyrra taldi hún að Greenwald hefði engin lög brotið. Greenwald er einna þekktastur fyrir umfjöllun sína um viðamiklar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar sem byggði á leyniskjölum sem uppljóstrarinn Edward Snowden lak árið 2013. Brasilía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjögur handtekin í Brasilíu eftir að brotist var inn í síma ráðherra Fjögur hafa verið handtekin í Brasilíu grunuð um að hafa brotist inn í farsíma dómsmálaráðherrans Sergio Moro, traustum samstarfsmanni forsetans Jair Bolsonaro. 24. júlí 2019 23:03 Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Saksóknarar í Brasilíu hafa sakað Glenn Greenwald, bandarískan blaðamann, um að aðstoða tölvuþrjóta sem brutust inn í farsíma dómsmálaráðherra landsins þegar hann var dómari í máli fyrrverandi forseta Brasilíu. Vefmiðill Greenwald birti fréttir upp úr farsímagögnunum sem bentu til þess að dómarinn hefði unnið með saksóknurum á bak við tjöldin. Uppljóstranir The Intercept um Sergio Moro, dómsmálráðherra, ollu verulegum usla í fyrra. Moro var dómari í spillingarmáli gegn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu. Skilaboð sem Moro og saksóknararnir í máli Lula sendu sín á milli sýndu að Moro ráðlagði þeim um hvernig þeir ættu að reka málið. Lula var dæmdur í fangelsi og var bannað að bjóða sig fram til forseta árið 2018. Þrátt fyrir háværar kröfur um að Moro segði af sér vegna uppljóstrananna situr hann enn sem dómsmálaráðherra. Greenwald er sakaður um að tengjast hópi sex manna sem er ákærður fyrir að brjótast inn í síma nokkurra brasilískra embættismanna, fjársvik og peningaþvætti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjálfur hefur hann haldið því fram að gögnunum hafi verið lekið til The Intercept eftir að þeim var stolið. „Við látum ekki ógna okkur með þessum gerræðislegu tilraunum til þess að þagga niður í blaðamönnum,“ sagði Greenwald í yfirlýsingu þar sem hann sakaði ríkisstjórn Jairs Bolsonaro, forseta, um að virða ekki fjölmiðlafrelsi. Saksóknararnir eru sagðir byggja á hljóðupptöku sem fannst á fartölvu eins meintu tölvuþrjótanna. Á henni eigi Greenwald að heyrast ráðleggja honum að eyða öllum skilaboðum sem tengdust The Intercept á þeim tíma sem hakkararnir voru enn að safna farsímagögnunum. Ekki þykir ljóst hvort að hægt sé að ákæra Greenwald fyrir aðild að innbrotunum. Hann hefur ekki verið til rannsóknar og dómstóll lagði lögbann við því að hann yrði rannsakaður í fyrra. Þegar alríkislögregla Brasilíu rannsakaði sömu gögn og saksóknararnir byggja nú á í fyrra taldi hún að Greenwald hefði engin lög brotið. Greenwald er einna þekktastur fyrir umfjöllun sína um viðamiklar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar sem byggði á leyniskjölum sem uppljóstrarinn Edward Snowden lak árið 2013.
Brasilía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjögur handtekin í Brasilíu eftir að brotist var inn í síma ráðherra Fjögur hafa verið handtekin í Brasilíu grunuð um að hafa brotist inn í farsíma dómsmálaráðherrans Sergio Moro, traustum samstarfsmanni forsetans Jair Bolsonaro. 24. júlí 2019 23:03 Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Fjögur handtekin í Brasilíu eftir að brotist var inn í síma ráðherra Fjögur hafa verið handtekin í Brasilíu grunuð um að hafa brotist inn í farsíma dómsmálaráðherrans Sergio Moro, traustum samstarfsmanni forsetans Jair Bolsonaro. 24. júlí 2019 23:03
Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“