Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2019 23:30 Sergio Moro dæmdi Lula fyrrverandi forseta í fangelsi árið 2017. Fyrr á þessu ári tók hann við embætti dómsmálaráðherra. Vísir/EPA Heitt er nú undir Sergio Moro, dómsmálaráðherra Brasilíu, eftir að upplýst var um skilaboð sem hann skiptist á við saksóknara í máli Luiz Inacio Lula da Silva fyrir tveimur árum. Eitt helsta dagblað landsins hefur kallað eftir afsagnar ráðherrans. Moro var dómarinn í spillingarmáli gegn Lula, fyrrverandi forseta Brasilíu, árið 2017. Ákærurnar á hendur Lula voru hluti af umfangsmiklu spillingar- og mútumáli sem hefur skekið Brasilíu undanfarin ár. Jair Bolsonaro, forseti, fékk Moro til að taka við embætti dómsmálaráðherra í byrjun þessa árs. Fréttasíðan The Intercept birti á hvítasunnudag skilaboð sem Moro og saksóknari í málinu skiptust á sem vekja upp spurningar um hlutleysi hans. Í skilaboðunum ráðlagði Moro saksóknaranum um hvernig hann ætti að haga málatilbúnaði sínum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lula var bannað að bjóða sig fram til forseta gegn Bolsonaro í fyrra vegna spillingardómsins. Verjendur Lula segja að skilaboðin renni stoðum undir málflutning þeirra um að Moro og saksóknararnir hafi lagst á eitt til að tryggja að Lula yrði sakfelldur fljótt og bannað að bjóða sig fram. Moro og saksóknarinn hafna því að nokkuð í skilaboðunum bendi til þess að þeir hafi gert nokkuð rangt. Hæstaréttardómarar segja aftur á móti að samráð Moro og saksóknaranna hafi verið skýrt brot á siðareglum og mögulega lögbrot. Estado de S. Paulo, eitt þriggja stærstu dagblaða Brasilíu og það íhaldssamasta, kallaði eftir afsögn Moro í leiðara í dag. Skilaboðin hafi verið óviðeigandi og mögulega ólögleg. The Intercept var stofnað af Glenn Greenwald, fyrrverandi blaðamanni The Guardian, sem upplýsti um umfangsmiklar persónunjósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA. Miðillinn segist hafa fengið gríðarlegt magn gagna sem stolið var úr síma Moro og saksóknaranna. Von sé á frekari uppljóstrunum úr þeim á næstunni. Brasilía Tengdar fréttir Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Heitt er nú undir Sergio Moro, dómsmálaráðherra Brasilíu, eftir að upplýst var um skilaboð sem hann skiptist á við saksóknara í máli Luiz Inacio Lula da Silva fyrir tveimur árum. Eitt helsta dagblað landsins hefur kallað eftir afsagnar ráðherrans. Moro var dómarinn í spillingarmáli gegn Lula, fyrrverandi forseta Brasilíu, árið 2017. Ákærurnar á hendur Lula voru hluti af umfangsmiklu spillingar- og mútumáli sem hefur skekið Brasilíu undanfarin ár. Jair Bolsonaro, forseti, fékk Moro til að taka við embætti dómsmálaráðherra í byrjun þessa árs. Fréttasíðan The Intercept birti á hvítasunnudag skilaboð sem Moro og saksóknari í málinu skiptust á sem vekja upp spurningar um hlutleysi hans. Í skilaboðunum ráðlagði Moro saksóknaranum um hvernig hann ætti að haga málatilbúnaði sínum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lula var bannað að bjóða sig fram til forseta gegn Bolsonaro í fyrra vegna spillingardómsins. Verjendur Lula segja að skilaboðin renni stoðum undir málflutning þeirra um að Moro og saksóknararnir hafi lagst á eitt til að tryggja að Lula yrði sakfelldur fljótt og bannað að bjóða sig fram. Moro og saksóknarinn hafna því að nokkuð í skilaboðunum bendi til þess að þeir hafi gert nokkuð rangt. Hæstaréttardómarar segja aftur á móti að samráð Moro og saksóknaranna hafi verið skýrt brot á siðareglum og mögulega lögbrot. Estado de S. Paulo, eitt þriggja stærstu dagblaða Brasilíu og það íhaldssamasta, kallaði eftir afsögn Moro í leiðara í dag. Skilaboðin hafi verið óviðeigandi og mögulega ólögleg. The Intercept var stofnað af Glenn Greenwald, fyrrverandi blaðamanni The Guardian, sem upplýsti um umfangsmiklar persónunjósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA. Miðillinn segist hafa fengið gríðarlegt magn gagna sem stolið var úr síma Moro og saksóknaranna. Von sé á frekari uppljóstrunum úr þeim á næstunni.
Brasilía Tengdar fréttir Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00