Krufning bendir til þess að ferðamennirnir hafi orðið úti á Sólheimasandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2020 11:31 Líkin fundust á Sólheimasandi í síðustu viku. Vísir/Landmælingar Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líkum tveggja kínverskra ferðamanna sem fundust á Sólheimasandi þann 16. janúar síðastliðinn bendir til þess að þau hafi orðið úti í óveðri sem gekk yfir þar dagana á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir jafnframt að ekki séu merki um utanaðkomandi aðila og að ekki sé grunur um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað. Þá verði áfram unnið úr þeim gögnum sem aflað hefur verið til að varpa frekari ljósi á ferðir fólksins á þessum slóðum. Endanleg niðurstaða krufningar mun svo liggja fyrir að einhverjum vikum liðnum. Karlmaðurinn sem lést var fæddur árið 1997 og konan árið 1999. Þau voru vinir og stunduðu nám í Bretlandi. Aðstandendur þeirra komu til landsins á sunnudaginn og átti lögregla fund með þeim og fulltrúum kínverska sendiráðsins á mánudag. Tilkynningu lögreglu lesa má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líkum tveggja kínverskra ferðamanna, karlmanns sem fæddur var 1997 og konu sem fædd var 1999, sem fundust á Sólheimasandi þann 16. janúar s.l. bendir til þess að fólkið hafi orðið úti í óveðri sem gekk yfir dagana þar á undan.Ekki eru merki um aðkomu utanaðkomandi aðila og ekki er grunur um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað. Áfram verður unnið úr þeim gögnum sem aflað hefur verið til að varpa frekari ljósi á ferðir þeirra á þessum slóðum. Endanleg niðurstaða krufningar mun liggja fyrir að einhverjum vikum liðnum.Aðstandendur fólksins komu til landsins s.l sunnudag og fundaði lögregla með þeim og fulltrúum kínverksa sendiráðsins á mánudag.Fréttin hefur verið uppfærð. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hin látnu kínverskir námsmenn búsettir í Bretlandi Ung kona og maður sem fundust látin á Sólheimasandi í gær voru bæði námsmenn í Bretlandi. 17. janúar 2020 11:45 Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líkum tveggja kínverskra ferðamanna sem fundust á Sólheimasandi þann 16. janúar síðastliðinn bendir til þess að þau hafi orðið úti í óveðri sem gekk yfir þar dagana á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir jafnframt að ekki séu merki um utanaðkomandi aðila og að ekki sé grunur um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað. Þá verði áfram unnið úr þeim gögnum sem aflað hefur verið til að varpa frekari ljósi á ferðir fólksins á þessum slóðum. Endanleg niðurstaða krufningar mun svo liggja fyrir að einhverjum vikum liðnum. Karlmaðurinn sem lést var fæddur árið 1997 og konan árið 1999. Þau voru vinir og stunduðu nám í Bretlandi. Aðstandendur þeirra komu til landsins á sunnudaginn og átti lögregla fund með þeim og fulltrúum kínverska sendiráðsins á mánudag. Tilkynningu lögreglu lesa má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líkum tveggja kínverskra ferðamanna, karlmanns sem fæddur var 1997 og konu sem fædd var 1999, sem fundust á Sólheimasandi þann 16. janúar s.l. bendir til þess að fólkið hafi orðið úti í óveðri sem gekk yfir dagana þar á undan.Ekki eru merki um aðkomu utanaðkomandi aðila og ekki er grunur um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað. Áfram verður unnið úr þeim gögnum sem aflað hefur verið til að varpa frekari ljósi á ferðir þeirra á þessum slóðum. Endanleg niðurstaða krufningar mun liggja fyrir að einhverjum vikum liðnum.Aðstandendur fólksins komu til landsins s.l sunnudag og fundaði lögregla með þeim og fulltrúum kínverksa sendiráðsins á mánudag.Fréttin hefur verið uppfærð.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hin látnu kínverskir námsmenn búsettir í Bretlandi Ung kona og maður sem fundust látin á Sólheimasandi í gær voru bæði námsmenn í Bretlandi. 17. janúar 2020 11:45 Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Hin látnu kínverskir námsmenn búsettir í Bretlandi Ung kona og maður sem fundust látin á Sólheimasandi í gær voru bæði námsmenn í Bretlandi. 17. janúar 2020 11:45
Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19
150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01