VG hrynur í Norðvesturkjördæmi Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2020 14:16 Lilja Rafney er oddviti VG í Norðvesturkjördæmi. visir/vilhelm Fylgi Vinstri grænna mælist einungis 4,4 prósent í Norðvesturkjördæmi í nýjustu könnum MMR um fylgi flokkanna. Vikmörk eru 3 prósent en Bæjarins besta greinir frá þessu sérstaklega. Í síðustu Alþingiskosningum hlaut VG 17,8 prósenta fylgi í kjördæminu. Sé litið til landsins alls þá mælist fylgi við VG nú 11 prósent á landsvísu. Könnun MMR fór fram dagana 3. til 13. þessa mánaðar, svarndur alls voru 2000 og rúmlega 200 í umræddu kjördæmi. Oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi er Lilja Rafney Magnúsdóttir en hún fellur af þingi fari kosningarnar eins og þessi könnun gefur til kynna að geti orðið. En samkvæmt könnuninni skiptast sjö þingsæti kjördæmisins þannig að Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin fengju 2 þingsæti hver flokkur um sig en Framsókn einn. Miðflokkurinn mælist stærstur í kjördæminu, með 20,7 prósenta fylgi og þá sætir tíðindum að samkvæmt þessari mælingu er Sósíalistaflokkurinn með 7,1 prósenta fylgi og það mesta sem sá flokkur hefur fengið í mælingum, er með meira en í öðrum kjördæmum. Veruleg ánægja er í þeirra röðum með þessa stöðu að sögn Gunnars Smára Egilssonar. Hann setur fyrirvara á mál sitt, segir ekki hægt að hengja allt sitt vit á könnunin en þetta sé þó engin Útvarp Sögu-könnun. „Á mörkum þess að vera leikur og vísindi. En, það má fullyrða að VG sé að tapa big-time, að Miðflokkur, Sjálfstæðis, Samfylkingin og Framsókn séu stærstu flokkarnir, að Sósíalistar stimpli sig inn og að Píratar og Viðreisn séu mjög veik í kjördæminu,“ segir Gunnar Smári. En, hann telur eftir sem áður merkilegt að sjá skiptinguna á fylginu í kjördæminu (Innan sviga er breyting frá kosningum 2017):Miðflokkurinn: 20,7% (+6,5 prósentur)Sjálfstæðisflokkurinn: 19,8% (–4,7 prósentur)Samfylkingin: 15,7% (+6,0 prósentur)Framsókn: 15,6% (–2,8 prósentur)Sósíalistaflokkurinn: 7,1% (+7,1 prósentur)Flokkur fólksins: 6,5% (+1,2 prósentur)Píratar: 6,1% (–0,7 prósentur)VG: 4,4% (–13,4 prósentur)Viðreisn: 3,2% (+0,7 prósentur) „Þessi staða, sem könnunin vísar til, er alvarleg fyrir VG. Í síðustu borgarstjórnarkosningum galt flokkurinn afhroð. Í þeim fékk Sósíalistaflokkurinn mun meira fylgi en VG, og meira fylgi en Framsókn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn. VG má illa við því að skreppa saman bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðunum,“ segir Gunnar Smári. Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Fylgi Vinstri grænna mælist einungis 4,4 prósent í Norðvesturkjördæmi í nýjustu könnum MMR um fylgi flokkanna. Vikmörk eru 3 prósent en Bæjarins besta greinir frá þessu sérstaklega. Í síðustu Alþingiskosningum hlaut VG 17,8 prósenta fylgi í kjördæminu. Sé litið til landsins alls þá mælist fylgi við VG nú 11 prósent á landsvísu. Könnun MMR fór fram dagana 3. til 13. þessa mánaðar, svarndur alls voru 2000 og rúmlega 200 í umræddu kjördæmi. Oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi er Lilja Rafney Magnúsdóttir en hún fellur af þingi fari kosningarnar eins og þessi könnun gefur til kynna að geti orðið. En samkvæmt könnuninni skiptast sjö þingsæti kjördæmisins þannig að Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin fengju 2 þingsæti hver flokkur um sig en Framsókn einn. Miðflokkurinn mælist stærstur í kjördæminu, með 20,7 prósenta fylgi og þá sætir tíðindum að samkvæmt þessari mælingu er Sósíalistaflokkurinn með 7,1 prósenta fylgi og það mesta sem sá flokkur hefur fengið í mælingum, er með meira en í öðrum kjördæmum. Veruleg ánægja er í þeirra röðum með þessa stöðu að sögn Gunnars Smára Egilssonar. Hann setur fyrirvara á mál sitt, segir ekki hægt að hengja allt sitt vit á könnunin en þetta sé þó engin Útvarp Sögu-könnun. „Á mörkum þess að vera leikur og vísindi. En, það má fullyrða að VG sé að tapa big-time, að Miðflokkur, Sjálfstæðis, Samfylkingin og Framsókn séu stærstu flokkarnir, að Sósíalistar stimpli sig inn og að Píratar og Viðreisn séu mjög veik í kjördæminu,“ segir Gunnar Smári. En, hann telur eftir sem áður merkilegt að sjá skiptinguna á fylginu í kjördæminu (Innan sviga er breyting frá kosningum 2017):Miðflokkurinn: 20,7% (+6,5 prósentur)Sjálfstæðisflokkurinn: 19,8% (–4,7 prósentur)Samfylkingin: 15,7% (+6,0 prósentur)Framsókn: 15,6% (–2,8 prósentur)Sósíalistaflokkurinn: 7,1% (+7,1 prósentur)Flokkur fólksins: 6,5% (+1,2 prósentur)Píratar: 6,1% (–0,7 prósentur)VG: 4,4% (–13,4 prósentur)Viðreisn: 3,2% (+0,7 prósentur) „Þessi staða, sem könnunin vísar til, er alvarleg fyrir VG. Í síðustu borgarstjórnarkosningum galt flokkurinn afhroð. Í þeim fékk Sósíalistaflokkurinn mun meira fylgi en VG, og meira fylgi en Framsókn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn. VG má illa við því að skreppa saman bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðunum,“ segir Gunnar Smári.
Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira