Forsætisráðherra ber af sér ásakanir þingmanns um lygar Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2020 21:20 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir málflutning Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að hún hafi logið í þingsal um þróun ráðstöfunartekna Íslendinga dapurlegan og til þess fallinn að rýra traust á stjórnmálum. Björn Leví taldi framsetningu Katrínar blekkjandi í ræðu sem hann hélt á Alþingi í dag. Gagnrýni Björns Leví beindist að orðum forsætisráðherra í umræðu um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs þar sem Katrín fullyrti að árið 2018 hefðu ráðstöfunartekjur lægstu tíundar samfélagsins aukist mest á meðan efsta tíundin lækkaði. Þingmaðurinn taldi forsætisráðherra þannig „ljúga með tölfræði“, að því er sagði í frétt RÚV í dag. Tekjur efstu tíundarinnar hefðu aukist um 73,1% frá 10. áratug síðustu aldar á sama tíma og tekjur þeirra lægstu hefðu hækkað um 40,2%. Í Facebook-færslu sem Katrín birti í kvöld áréttaði forsætisráðherra að hún hefði aðeins borið saman árin 2017 og 2018 í ræðu sinni. Upplýsingarnar hafi byggt á Tekjusögunni, gagnagrunni stjórnvalda með upplýsingum um ráðstöfunartekjur Íslendinga frá 1991 til 2018. Tók Katrín dæmi fyrir árið 2018 af ráðstöfunartekjum hjóna og sambúðarfólk eftir ólíkum tekjuflokkum. „Ráðstöfunartekjur hjóna og sambúðarfólks á vinnualdri í lægstu tekjutíund með 1-2 börn námu 502 þúsund krónum á mánuði án fjármagnstekna á árinu 2017 en voru 21 þúsund krónum hærri á árinu 2018. Hjón og sambúðarfólk í 5. tekjutíund voru með 804 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur árið 2017 en 19 þúsund krónum hærri árið 2018. Í 10. tekjutíund voru hjón og sambúðarfólk með 1.610 þúsund krónur á mánuði árið 2017 en 15 þúsund krónum hærri árið 2018. Jöfnuður hefur því aukist á milli tekjutíunda hvort sem er í krónum eða prósentum,“ skrifaði Katrín. Vísaði Katrín til lífskjarasamninganna, skattkerfisbreytinga og breytinga á bótakerfum um að frekari jöfnunar ráðstöfunartekna væri að vænta á árunum 2019 og 2020. „Það er hins vegar ekki svo að staðan sé góð á öllum sviðum. Enn er mikið verk óunnið við að bæta og jafna kjör. Tekjusögunni er einmitt ætlað að sýna og vekja umræðu um hvar við getum staðið okkur betur,“ sagði Katrín. Gagnrýndi hún Björn Leví fyrir málflutning sinn á Alþingi í dag. „Það er dapurlegur málflutningur að saka aðra um lygar vegna þess að menn eru ekki sáttir við að heyra fréttir um aukinn jöfnuð á árinu 2018. Svona málflutningur rýrir traust á stjórnmálum,“ sagði Katrín. Alþingi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir málflutning Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að hún hafi logið í þingsal um þróun ráðstöfunartekna Íslendinga dapurlegan og til þess fallinn að rýra traust á stjórnmálum. Björn Leví taldi framsetningu Katrínar blekkjandi í ræðu sem hann hélt á Alþingi í dag. Gagnrýni Björns Leví beindist að orðum forsætisráðherra í umræðu um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs þar sem Katrín fullyrti að árið 2018 hefðu ráðstöfunartekjur lægstu tíundar samfélagsins aukist mest á meðan efsta tíundin lækkaði. Þingmaðurinn taldi forsætisráðherra þannig „ljúga með tölfræði“, að því er sagði í frétt RÚV í dag. Tekjur efstu tíundarinnar hefðu aukist um 73,1% frá 10. áratug síðustu aldar á sama tíma og tekjur þeirra lægstu hefðu hækkað um 40,2%. Í Facebook-færslu sem Katrín birti í kvöld áréttaði forsætisráðherra að hún hefði aðeins borið saman árin 2017 og 2018 í ræðu sinni. Upplýsingarnar hafi byggt á Tekjusögunni, gagnagrunni stjórnvalda með upplýsingum um ráðstöfunartekjur Íslendinga frá 1991 til 2018. Tók Katrín dæmi fyrir árið 2018 af ráðstöfunartekjum hjóna og sambúðarfólk eftir ólíkum tekjuflokkum. „Ráðstöfunartekjur hjóna og sambúðarfólks á vinnualdri í lægstu tekjutíund með 1-2 börn námu 502 þúsund krónum á mánuði án fjármagnstekna á árinu 2017 en voru 21 þúsund krónum hærri á árinu 2018. Hjón og sambúðarfólk í 5. tekjutíund voru með 804 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur árið 2017 en 19 þúsund krónum hærri árið 2018. Í 10. tekjutíund voru hjón og sambúðarfólk með 1.610 þúsund krónur á mánuði árið 2017 en 15 þúsund krónum hærri árið 2018. Jöfnuður hefur því aukist á milli tekjutíunda hvort sem er í krónum eða prósentum,“ skrifaði Katrín. Vísaði Katrín til lífskjarasamninganna, skattkerfisbreytinga og breytinga á bótakerfum um að frekari jöfnunar ráðstöfunartekna væri að vænta á árunum 2019 og 2020. „Það er hins vegar ekki svo að staðan sé góð á öllum sviðum. Enn er mikið verk óunnið við að bæta og jafna kjör. Tekjusögunni er einmitt ætlað að sýna og vekja umræðu um hvar við getum staðið okkur betur,“ sagði Katrín. Gagnrýndi hún Björn Leví fyrir málflutning sinn á Alþingi í dag. „Það er dapurlegur málflutningur að saka aðra um lygar vegna þess að menn eru ekki sáttir við að heyra fréttir um aukinn jöfnuð á árinu 2018. Svona málflutningur rýrir traust á stjórnmálum,“ sagði Katrín.
Alþingi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira