Segir of mikið gert úr gulri viðvörun Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2020 07:46 Frá vettvangi við Langjökul þann 7. janúar síðastliðinn. Landsbjörg Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland, segir að of mikið hafi verið gert úr því að Veðurstofan hafi gefið út gula viðvörun daginn sem farið var með hóp ferðamanna á vélsleðum við Langjökul. Þann 7. janúar voru björgunarsveitir kallaðar út til að koma 39 ferðamönnum til byggða. „Það er ekkert í gulri viðvörun sem gefur til kynna að það skuli afdráttarlaust aflýsa öllum ferðum, þótt vissulega sé tekið fram að slík veður krefjist árvekni við skipulagningu ferða milli landshluta,“ segir Haukur í viðtali í Morgunblaðinu í dag. „Við vorum meðvitaðir um veðrið og ætluðum að vera farnir af svæðinu áður en það kæmi vont veður.“ Upprunalega átti ferðinni að ljúka áður en veðrið skall á. Hún hafi þó dregist. Henni átti að ljúka klukkan tvö en það var ekki fyrr en 15:20 sem leiðsögumaður sagði að tafirnar kölluðu hugsanlega á aðgerðir. Þá var hópurinn lagður af stað frá Íshellinum við Langjökul að Geldingarfelli, þar sem bækistöðvar Mountaineers of Iceland eru. Haukur segir einnig að hugsanlega hefði átt að hringja fyrr eftir aðstoð. Starfsmenn fyrirtækisins hafi ekki séð fyrir sér að þörf væri á því. Snjótroðari sem fyrirtækið á hafi þó bilað og bíll þar að auki. Þá þurfti jarðýtu til að ryðja leiðina að fólkinu fyrir þá jeppa sem voru eftir. „Við töldum okkur hafa allan þann tækjabúnað og mannskap á svæðinu sem þyrfti til að koma fólkinu sem fyrst í öruggt skjól í bækistöð okkar. Við tölum alltaf að við hefðum besta tækifærið til að skila fólkinu sem fyrst.“ Mountaineers tókst að koma jarðýtu og tveimur jeppum að fólkinu og þriðja jeppanum nokkrum klukkustundum eftir það. Skömmu seinna voru björgunarsveitarmenn komnir að hópnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa rætt við flesta sem voru í ferðinni og byrjuðu þeir strax daginn eftir umrædda ferð. „Við erum gjörsamlega miður okkar yfir þessu atviki. Okkur þykir mjög fyrir því að viðskiptavinir okkar hafi þurft að upplifa þetta og að þeir hafi lent í þessum vandræðum með okkur,“ segir Haukur. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland, segir að of mikið hafi verið gert úr því að Veðurstofan hafi gefið út gula viðvörun daginn sem farið var með hóp ferðamanna á vélsleðum við Langjökul. Þann 7. janúar voru björgunarsveitir kallaðar út til að koma 39 ferðamönnum til byggða. „Það er ekkert í gulri viðvörun sem gefur til kynna að það skuli afdráttarlaust aflýsa öllum ferðum, þótt vissulega sé tekið fram að slík veður krefjist árvekni við skipulagningu ferða milli landshluta,“ segir Haukur í viðtali í Morgunblaðinu í dag. „Við vorum meðvitaðir um veðrið og ætluðum að vera farnir af svæðinu áður en það kæmi vont veður.“ Upprunalega átti ferðinni að ljúka áður en veðrið skall á. Hún hafi þó dregist. Henni átti að ljúka klukkan tvö en það var ekki fyrr en 15:20 sem leiðsögumaður sagði að tafirnar kölluðu hugsanlega á aðgerðir. Þá var hópurinn lagður af stað frá Íshellinum við Langjökul að Geldingarfelli, þar sem bækistöðvar Mountaineers of Iceland eru. Haukur segir einnig að hugsanlega hefði átt að hringja fyrr eftir aðstoð. Starfsmenn fyrirtækisins hafi ekki séð fyrir sér að þörf væri á því. Snjótroðari sem fyrirtækið á hafi þó bilað og bíll þar að auki. Þá þurfti jarðýtu til að ryðja leiðina að fólkinu fyrir þá jeppa sem voru eftir. „Við töldum okkur hafa allan þann tækjabúnað og mannskap á svæðinu sem þyrfti til að koma fólkinu sem fyrst í öruggt skjól í bækistöð okkar. Við tölum alltaf að við hefðum besta tækifærið til að skila fólkinu sem fyrst.“ Mountaineers tókst að koma jarðýtu og tveimur jeppum að fólkinu og þriðja jeppanum nokkrum klukkustundum eftir það. Skömmu seinna voru björgunarsveitarmenn komnir að hópnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa rætt við flesta sem voru í ferðinni og byrjuðu þeir strax daginn eftir umrædda ferð. „Við erum gjörsamlega miður okkar yfir þessu atviki. Okkur þykir mjög fyrir því að viðskiptavinir okkar hafi þurft að upplifa þetta og að þeir hafi lent í þessum vandræðum með okkur,“ segir Haukur.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira