Talið líklegt að Wuhan-veiran berist til Evrópu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2020 14:03 Útgöngubann er í borginni Wuhan þar sem talið er að uppruni veirunnar sé. vísir/getty Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. Frekari dreifing innan landa Evrópu er ólíkleg, sérstaklega ef einstaklingar greinast fljótt og viðeigandi einangrun er beitt. Frá þessu er greint á vef landlæknis en samkvæmt vefsíðunni Flight Connections eru bein flug til Wuhan frá London, París, Moskvu og Róm. Á vef landlæknis segir að sóttvarnalæknir fylgist náið með upplýsingum um sjúkdóminn sem tilkominn er vegna Wuhan-veirunnar frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni (WHO) og ECDC. Wuhan-veiran er ný tegund af nýrri kórónaveiru en margt er enn óljóst um sjúkdóminn af völdum veirunnar. Smit milli einstaklinga virðist ekki vera algengt Eftirfarandi er þó vitað með þessu: • Uppruni veirunnar virðist einkum vera í Wuhan borg í Kína og þá aðallega á ákveðnum matarmarkaði í borginni. Rannsóknir standa nú yfir í Kína hvort veiruna megi einnig finna á öðrum stöðum. • Þeir einstaklingar sem greinst hafa með þessa nýju veiru hafa nánast allir komið frá Wuhan borg. Þeir hafa ýmist ferðast til annarra staða í Kína, til annarra landa í Asíu eða til annarra landa utan Asíu. • Smit á milli einstaklinga hefur verið staðfest en virðist enn sem komið er ekki vera algengt. • Enginn einstaklingur hefur enn sem komið er greinst í Evrópu en veiran hefur greinst í Bandaríkjunum hjá einstaklingi sem kom frá Wuhan borg. • Sýkingin hefur nú verið staðfest hjá um 600 einstaklingum en að öllum líkindum er fjöldi sýktra verulega meiri. • Í dag, 23. janúar 2020, hafa 17 einstaklingar látist af völdum veirunnar en allir voru með undirliggjandi sjúkdóma. • Kínverjar hafa gripið til róttækra aðgerða í því skyni að stöðva útbreiðslu faraldursins eins og samgöngu- og samkomubanns sem vonandi mun hefta útbreiðsluna.Áhættumat ECDC á veirunni í dag er eftirfarandi: • Líklegt er að veiran geti borist til Evrópu, sérstaklega til landa/svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan borgar í Kína. • Frekari dreifing innan landa Evrópu er ólíkleg, sérstaklega ef einstaklingar greinast fljótt og viðeigandi einangrun er beitt. • Veiran virðist ekki valda jafn skæðum sjúkdómi og SARS veiran gerði 2002 en þá létust um 10% af þeim sem sýktust. Ekki ástæða til að skima farþega hér á landi Varðandi viðbúnað hér á landi segir á vef landlæknis að opinber viðbrögð muni miðast við alvarleika hinnar nýju veiru í ljósi nýrra áreiðanlegra upplýsinga: • Undirbúningur á Íslandi er samkvæmt viðbragðsáætlunum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Í því felst að leiðbeiningar og áætlanir frá SARS-faraldrinum 2002 verða uppfærðar og viðbragðsaðilar upplýstir. • Leiðbeiningar til heilbrigðisstarfsmanna verða uppfærðar og gefnar út. • Gefnar verða út leiðbeiningar til almennings um hvernig eigi að nálgast heilbrigðiskerfið ef grunur vaknar um sýkingu af völdum hinnar nýju veiru. • Leiðbeiningar verða gefnar til ferðamanna um viðbrögð heilbrigðisyfirvalda á Íslandi og hvernig ferðamenn geti nálgast heilbrigðiskerfið hér á landi. • Á alþjóðlegum flugvöllum landsins verður unnið samkvæmt landsáætlun um sóttvarnir flugvalla. • Heilbrigðisstofnanir verða hvattar til að uppfæra sínar viðbragðsáætlanir. • Ekki er ástæða til að hvetja til ferðabanns til Kína en ferðamenn eru hvattir til að huga vel að sýkingavörnum. • Ekki er ástæða til að skima farþega á flugvöllum hér á landi. Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjur Wuhan-búa fara vaxandi Kínversk yfirvöld hafa svo gott sem lokað borginni þar sem ný tegund af kórónaveiru virðist hafa átt upptök sín. 23. janúar 2020 07:54 Stöðva samgöngur vegna Wuhan-veirunnar Veiran hefur dregið minnst 17 til dauða, en staðfest tilfelli um smit eru 440. 22. janúar 2020 19:28 Loka annarri borg í Kína Yfirvöld Kína hafa tilkynnt að annarri borg, Huanggang, sem liggur nærri Wuhan. 23. janúar 2020 11:01 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. Frekari dreifing innan landa Evrópu er ólíkleg, sérstaklega ef einstaklingar greinast fljótt og viðeigandi einangrun er beitt. Frá þessu er greint á vef landlæknis en samkvæmt vefsíðunni Flight Connections eru bein flug til Wuhan frá London, París, Moskvu og Róm. Á vef landlæknis segir að sóttvarnalæknir fylgist náið með upplýsingum um sjúkdóminn sem tilkominn er vegna Wuhan-veirunnar frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni (WHO) og ECDC. Wuhan-veiran er ný tegund af nýrri kórónaveiru en margt er enn óljóst um sjúkdóminn af völdum veirunnar. Smit milli einstaklinga virðist ekki vera algengt Eftirfarandi er þó vitað með þessu: • Uppruni veirunnar virðist einkum vera í Wuhan borg í Kína og þá aðallega á ákveðnum matarmarkaði í borginni. Rannsóknir standa nú yfir í Kína hvort veiruna megi einnig finna á öðrum stöðum. • Þeir einstaklingar sem greinst hafa með þessa nýju veiru hafa nánast allir komið frá Wuhan borg. Þeir hafa ýmist ferðast til annarra staða í Kína, til annarra landa í Asíu eða til annarra landa utan Asíu. • Smit á milli einstaklinga hefur verið staðfest en virðist enn sem komið er ekki vera algengt. • Enginn einstaklingur hefur enn sem komið er greinst í Evrópu en veiran hefur greinst í Bandaríkjunum hjá einstaklingi sem kom frá Wuhan borg. • Sýkingin hefur nú verið staðfest hjá um 600 einstaklingum en að öllum líkindum er fjöldi sýktra verulega meiri. • Í dag, 23. janúar 2020, hafa 17 einstaklingar látist af völdum veirunnar en allir voru með undirliggjandi sjúkdóma. • Kínverjar hafa gripið til róttækra aðgerða í því skyni að stöðva útbreiðslu faraldursins eins og samgöngu- og samkomubanns sem vonandi mun hefta útbreiðsluna.Áhættumat ECDC á veirunni í dag er eftirfarandi: • Líklegt er að veiran geti borist til Evrópu, sérstaklega til landa/svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan borgar í Kína. • Frekari dreifing innan landa Evrópu er ólíkleg, sérstaklega ef einstaklingar greinast fljótt og viðeigandi einangrun er beitt. • Veiran virðist ekki valda jafn skæðum sjúkdómi og SARS veiran gerði 2002 en þá létust um 10% af þeim sem sýktust. Ekki ástæða til að skima farþega hér á landi Varðandi viðbúnað hér á landi segir á vef landlæknis að opinber viðbrögð muni miðast við alvarleika hinnar nýju veiru í ljósi nýrra áreiðanlegra upplýsinga: • Undirbúningur á Íslandi er samkvæmt viðbragðsáætlunum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Í því felst að leiðbeiningar og áætlanir frá SARS-faraldrinum 2002 verða uppfærðar og viðbragðsaðilar upplýstir. • Leiðbeiningar til heilbrigðisstarfsmanna verða uppfærðar og gefnar út. • Gefnar verða út leiðbeiningar til almennings um hvernig eigi að nálgast heilbrigðiskerfið ef grunur vaknar um sýkingu af völdum hinnar nýju veiru. • Leiðbeiningar verða gefnar til ferðamanna um viðbrögð heilbrigðisyfirvalda á Íslandi og hvernig ferðamenn geti nálgast heilbrigðiskerfið hér á landi. • Á alþjóðlegum flugvöllum landsins verður unnið samkvæmt landsáætlun um sóttvarnir flugvalla. • Heilbrigðisstofnanir verða hvattar til að uppfæra sínar viðbragðsáætlanir. • Ekki er ástæða til að hvetja til ferðabanns til Kína en ferðamenn eru hvattir til að huga vel að sýkingavörnum. • Ekki er ástæða til að skima farþega á flugvöllum hér á landi.
Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjur Wuhan-búa fara vaxandi Kínversk yfirvöld hafa svo gott sem lokað borginni þar sem ný tegund af kórónaveiru virðist hafa átt upptök sín. 23. janúar 2020 07:54 Stöðva samgöngur vegna Wuhan-veirunnar Veiran hefur dregið minnst 17 til dauða, en staðfest tilfelli um smit eru 440. 22. janúar 2020 19:28 Loka annarri borg í Kína Yfirvöld Kína hafa tilkynnt að annarri borg, Huanggang, sem liggur nærri Wuhan. 23. janúar 2020 11:01 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Áhyggjur Wuhan-búa fara vaxandi Kínversk yfirvöld hafa svo gott sem lokað borginni þar sem ný tegund af kórónaveiru virðist hafa átt upptök sín. 23. janúar 2020 07:54
Stöðva samgöngur vegna Wuhan-veirunnar Veiran hefur dregið minnst 17 til dauða, en staðfest tilfelli um smit eru 440. 22. janúar 2020 19:28
Loka annarri borg í Kína Yfirvöld Kína hafa tilkynnt að annarri borg, Huanggang, sem liggur nærri Wuhan. 23. janúar 2020 11:01