Grunur um kórónaveirusmit á Bretlandseyjum Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2020 17:37 Starfsmaður á lestarstöð í Wuhan skimar fyrir farþegum með hita. Almenningssamgöngum til borgarinnar hefur verið lokað vegna faraldursins. Vísir/EPA Fimm einstaklingar eru nú til meðferðar og rannsóknar á sjúkrahúsum á Skotlandi og Norður-Írlandi vegna gruns um að fólkið hafi smitast af nýju afbrigði kórónaveiru. Fólkið var allt nýkomið frá kínversku borginni Wuhan þar sem veiran greindist fyrst. Breska ríkisútvarpið BBC segir að á Skotlandi sé verið að rannsaka fjóra einstaklinga og í Belfast sé karlmaður í einangrun vegna gruns um að hann sé smitaður af veirunni. Sá flaug til Belfast frá Kína um helgina og hafði áður dvalið í Wuhan. Talið er að náðst hafi að einangra sjúklinginn í tæka tíð. Átján manns eru látnir og á sjöunda hundrað hafa smitast af völdum kórónaveirunnar. Fyrstu smitin voru tengd við markað með lifandi dýr í borginni en síðan hefur verið staðfest að veiran berst á milli manna. Einkennin sem veiran veldur eru sögð minna á lungnabólgu. Kínversk yfirvöld hafa lokað fyrir umferð til og frá Wuhan, þar sem ellefu milljónir manna búa, og Huanggang, þar sem sex milljónir manna búa, til þess að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Tilfelli hafa engu að síður greinst í Taílandi, Singapúr og Víetnam. Nokkur ríki hafa tekið til við að skima fyrir veirunni á flugvöllum. Svæðisstjórnin í Wuhan segist ætla að byggja nýjan sérfræðispítala þar sem tekið verður á móti sjúklingum með veiruna á aðeins sex dögum. Slíkt var gert í Beijing í SARS-faraldrinum árið 2003. Bretland Kína Norður-Írland Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjur Wuhan-búa fara vaxandi Kínversk yfirvöld hafa svo gott sem lokað borginni þar sem ný tegund af kórónaveiru virðist hafa átt upptök sín. 23. janúar 2020 07:54 Stöðva samgöngur vegna Wuhan-veirunnar Veiran hefur dregið minnst 17 til dauða, en staðfest tilfelli um smit eru 440. 22. janúar 2020 19:28 Talið líklegt að Wuhan-veiran berist til Evrópu Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. 23. janúar 2020 14:03 Loka annarri borg í Kína Yfirvöld Kína hafa tilkynnt að annarri borg, Huanggang, sem liggur nærri Wuhan. 23. janúar 2020 11:01 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Fimm einstaklingar eru nú til meðferðar og rannsóknar á sjúkrahúsum á Skotlandi og Norður-Írlandi vegna gruns um að fólkið hafi smitast af nýju afbrigði kórónaveiru. Fólkið var allt nýkomið frá kínversku borginni Wuhan þar sem veiran greindist fyrst. Breska ríkisútvarpið BBC segir að á Skotlandi sé verið að rannsaka fjóra einstaklinga og í Belfast sé karlmaður í einangrun vegna gruns um að hann sé smitaður af veirunni. Sá flaug til Belfast frá Kína um helgina og hafði áður dvalið í Wuhan. Talið er að náðst hafi að einangra sjúklinginn í tæka tíð. Átján manns eru látnir og á sjöunda hundrað hafa smitast af völdum kórónaveirunnar. Fyrstu smitin voru tengd við markað með lifandi dýr í borginni en síðan hefur verið staðfest að veiran berst á milli manna. Einkennin sem veiran veldur eru sögð minna á lungnabólgu. Kínversk yfirvöld hafa lokað fyrir umferð til og frá Wuhan, þar sem ellefu milljónir manna búa, og Huanggang, þar sem sex milljónir manna búa, til þess að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Tilfelli hafa engu að síður greinst í Taílandi, Singapúr og Víetnam. Nokkur ríki hafa tekið til við að skima fyrir veirunni á flugvöllum. Svæðisstjórnin í Wuhan segist ætla að byggja nýjan sérfræðispítala þar sem tekið verður á móti sjúklingum með veiruna á aðeins sex dögum. Slíkt var gert í Beijing í SARS-faraldrinum árið 2003.
Bretland Kína Norður-Írland Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjur Wuhan-búa fara vaxandi Kínversk yfirvöld hafa svo gott sem lokað borginni þar sem ný tegund af kórónaveiru virðist hafa átt upptök sín. 23. janúar 2020 07:54 Stöðva samgöngur vegna Wuhan-veirunnar Veiran hefur dregið minnst 17 til dauða, en staðfest tilfelli um smit eru 440. 22. janúar 2020 19:28 Talið líklegt að Wuhan-veiran berist til Evrópu Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. 23. janúar 2020 14:03 Loka annarri borg í Kína Yfirvöld Kína hafa tilkynnt að annarri borg, Huanggang, sem liggur nærri Wuhan. 23. janúar 2020 11:01 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Áhyggjur Wuhan-búa fara vaxandi Kínversk yfirvöld hafa svo gott sem lokað borginni þar sem ný tegund af kórónaveiru virðist hafa átt upptök sín. 23. janúar 2020 07:54
Stöðva samgöngur vegna Wuhan-veirunnar Veiran hefur dregið minnst 17 til dauða, en staðfest tilfelli um smit eru 440. 22. janúar 2020 19:28
Talið líklegt að Wuhan-veiran berist til Evrópu Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. 23. janúar 2020 14:03
Loka annarri borg í Kína Yfirvöld Kína hafa tilkynnt að annarri borg, Huanggang, sem liggur nærri Wuhan. 23. janúar 2020 11:01