Ekkert verður af stærsta hóteli Norðurlands Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. janúar 2020 10:36 Fyrirhugað útlit hótelsins. MYND/AVH Aðstæður á lánamarkaði og þróun ferðaþjónustunnar eftir fall WOW air kippa forsendunum undan byggingu nýs hótels KEA á Akureyri, sem fyrirhugað var að reisa við Hafnarstræti 80. KEA hafði áður áformað að reisa þar 150 herbergja hótel en Vikudagur greinir nú frá því að félagið hafi skilað lóðinni, hinni svokölluðu Umferðarmiðstöðvarlóð í miðbæ Akureyrar. Greint var fyrst frá áformunum vorið 2017 en KEA hafði orðið sér úti um lóðina tveimur árum áður. Upphaflega var stefnt að opnun vorið 2019 en um hefði verið að ræða „stærsta hótelið sem verður starfrækt á Akureyri sem og reyndar á Norðurlandi öllu,“ eins og það var orðað í yfirlýsingu KEA á sínum tíma. Hönnunarvinna var þá vel á veg komin en hún var sögð krefjandi - „þar sem um er að ræða hús sem mun hafa sterka ásýnd í bæjarmynd Akureyrar um ókomna tíð.“ Ljóst er nú að einhver bið verður eftir þessari sterku ásýnd, því skortur á hagsælum skilyrðum kemur í veg fyrir að áform KEA gangi eftir eins og lagt var upp með að sögn Halldórs Jóhannssonar, framkvæmdastjóra KEA. Hann segir í samtali við Vikudag að því hafi ekki verið annað í stöðunni en að skila lóðinni. Ekki hafi bætt úr skák að bæjaryfirvöld á Akureyri vildu ekki veita KEA lengri frest í haust, meðan beðið var eftir því að staðan myndi skána. Aukinheldur segir Halldór að hugmyndir KEA um að breyta skipulagi á lóðinni og ráðast í annars konar uppbyggingu á lóðinni hafi mætt litlum skilningi í röðum sveitarstjórnarfólks. „Okkur þykir það leitt að ekki var skilningur á því að bíða með verkefnið vegna þessara erfiðu ytri skilyrða. En þetta er niðurstaðan og lítið við því að gera,“ segir Halldór. Það séu vonbrigði, enda hafi KEA varið fjármunum og tíma í undirbúning hins stóra hótels. Akureyri Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir KEA reisir stærsta hótel Norðurlands KEA fjárfestingarfélag hefur tekið ákvörðun um að hefja byggingu hótels við Hafnarstræti 80 á Akureyri eða á svokallaðri Umferðarmiðstöðvarlóð í miðbæ Akureyrar. 4. apríl 2017 16:02 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Aðstæður á lánamarkaði og þróun ferðaþjónustunnar eftir fall WOW air kippa forsendunum undan byggingu nýs hótels KEA á Akureyri, sem fyrirhugað var að reisa við Hafnarstræti 80. KEA hafði áður áformað að reisa þar 150 herbergja hótel en Vikudagur greinir nú frá því að félagið hafi skilað lóðinni, hinni svokölluðu Umferðarmiðstöðvarlóð í miðbæ Akureyrar. Greint var fyrst frá áformunum vorið 2017 en KEA hafði orðið sér úti um lóðina tveimur árum áður. Upphaflega var stefnt að opnun vorið 2019 en um hefði verið að ræða „stærsta hótelið sem verður starfrækt á Akureyri sem og reyndar á Norðurlandi öllu,“ eins og það var orðað í yfirlýsingu KEA á sínum tíma. Hönnunarvinna var þá vel á veg komin en hún var sögð krefjandi - „þar sem um er að ræða hús sem mun hafa sterka ásýnd í bæjarmynd Akureyrar um ókomna tíð.“ Ljóst er nú að einhver bið verður eftir þessari sterku ásýnd, því skortur á hagsælum skilyrðum kemur í veg fyrir að áform KEA gangi eftir eins og lagt var upp með að sögn Halldórs Jóhannssonar, framkvæmdastjóra KEA. Hann segir í samtali við Vikudag að því hafi ekki verið annað í stöðunni en að skila lóðinni. Ekki hafi bætt úr skák að bæjaryfirvöld á Akureyri vildu ekki veita KEA lengri frest í haust, meðan beðið var eftir því að staðan myndi skána. Aukinheldur segir Halldór að hugmyndir KEA um að breyta skipulagi á lóðinni og ráðast í annars konar uppbyggingu á lóðinni hafi mætt litlum skilningi í röðum sveitarstjórnarfólks. „Okkur þykir það leitt að ekki var skilningur á því að bíða með verkefnið vegna þessara erfiðu ytri skilyrða. En þetta er niðurstaðan og lítið við því að gera,“ segir Halldór. Það séu vonbrigði, enda hafi KEA varið fjármunum og tíma í undirbúning hins stóra hótels.
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir KEA reisir stærsta hótel Norðurlands KEA fjárfestingarfélag hefur tekið ákvörðun um að hefja byggingu hótels við Hafnarstræti 80 á Akureyri eða á svokallaðri Umferðarmiðstöðvarlóð í miðbæ Akureyrar. 4. apríl 2017 16:02 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
KEA reisir stærsta hótel Norðurlands KEA fjárfestingarfélag hefur tekið ákvörðun um að hefja byggingu hótels við Hafnarstræti 80 á Akureyri eða á svokallaðri Umferðarmiðstöðvarlóð í miðbæ Akureyrar. 4. apríl 2017 16:02